Álagningarskrár einstaklinga einungis lagðar fram til skoðunar á Skattstofum

Mynd eftir Katrínu Briem. Harðabakkakofinn.
Mynd eftir Katrínu Briem. Harðabakkakofinn.

Að gefnu tilefni er rétt að fram komi  að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að  álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var  lögð fram í dag,  19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.

Álagningarskráin sýnir stöðu álagningar á einstaka skattaðila miðað við álagningardag, 31. maí sl., sbr,. auglýsingu um lok álagningar á einstaklinga sem birt var í Lögbirtingablaðinu þann sama dag. Fjárhæðir einstakra skatta eða gjalda kunna að taka breytingum síðar, s.s. vegna skattkæra eða leiðréttinga af öðrum tilefnum.

Kærufrestur rennur út mánudaginn 2. september 2019.