Álagning fasteignagjalda

Vetrarsól
Vetrarsól

Nú hefur vinnu við álagningu fasteignagjalda verið lokið í bili og búið er að senda út álagningaseðla. Að gefnu tilefni minnum við á að álagningaseðlana má finna inni á ísland.is  og hvetjum við alla til að skoða þá vel og vandlega. Breytingar urðu á gjaldskrá sorpgjalda núna um áramótin og álagning gjalda er alltaf að einhverju leyti handvirk svo villur geta alltaf orðið. Endilega hafið samband við skrifstofu sveitarfélagsins ef þið rekið augun í villur eða ef spurningar vakna. 

Gjaldskrár og álagningaforsendur fasteignagjalda má finna hér