Afsláttur af fasteignagjöldum

Arnarfell af Sprengisandsleið
Arnarfell af Sprengisandsleið

Samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar geta öryrkjar og eldri borgarar fengið afslátt af fasteignaskatti  þeirrar íbúðar sem þeir búa í og er ekki nýttur af öðrum. Afslátturinn er samkvæmt tekjuviðmiðum sem ákveðin eru árlega. Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum í gær þessi tekjuviðmið og má finna þau hér.

Ellilífeyrisþegar þurfa ekki að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Til viðmiðunar við lækkun á fasteignaskatti eru teknar allar tekjur viðkomandi, þar með taldar fjármagnstekjur, samkvæmt síðasta skilaða skattframtali og sækir álagningarkerfi fasteignagjalda þær upplýsingar til RSK. Hins vegar er gott að skoða vel álagningarseðilinn þegar hann kemur inn á island.is nú í lok mánaðar og láta vita ef hann virðist ekki réttur.