7. desember Ungversk fjölskylda á Íslandi

Bendegúz hér greinilega byrjaður að undirbúa jólaskreytingarnar
Bendegúz hér greinilega byrjaður að undirbúa jólaskreytingarnar

Jól í Ungverjalandi – og hjá okkur

Að venju voru ungversk jól mótuð af rómverskum kristnum hefðum, þannig að það er hátíð fæðingar Jesú og hátíð ásts og kærleikans. Það er þó ólíkt íslenskum hefðum í mörgum. Við höldum upp á aðventuna með kransum og kertaljósum, börnin setja stígvélin sín í gluggann 5. desember og að morgni 6. desember setur Santa Claus pakkann inni í. Í pakkanum finna góðu börnin nammi, óþekk börnin kol eða þurra grein. Jólatré er sett upp að kvöldi 24. desember, venjulega kom það börnunum á óvart og það er sagt við þau að Jesú barnið og englar hans hafi komið með tréð og gjöfina.

Uppáhalds æskuupplifunin mín tengst þessu: Þann 24. desember borðuðum við kvöldmatinn snemma, síðan horfðum við á fjölskyldumyndina í sjónvarpinu saman. Þetta heillaði mig og yngri bróðir minn mjög, því við máttum ekki horfa á kvikmyndir í annan tíma. Stundum spurði ég foreldra mína að einhverju og stundum svöruðu þau ekki því þau hurfu á meðan, en ég tók ekki eftir því, ég datt fljótt aftur inn í myndina. Svo þegar myndin var búin, voru foreldrar mínir þar aftur og jólatónlist var í gangi í barnaherberginu. Við kíktum inn og sáum, þarna var jólatréð og gjafirnar – það var galdur! Dagana 25. – 26. desember heimsækja fjölskyldur og vinir hvort annað. Hefðbundnir jólaréttir eru m. a. fyllt hvítkál, gæsalifur, steikt önd, serbó, bejgli, piparkökur, marengs og heitt vín.

Jólin bæði í fjölskyldunni minni og hjá István voru full af hlaupum, þrifum, mikið var eldað og borðað svo mikið að olli magakveisu! Heimsóknir til ættingja og auðvitað voru gjafir og jólatré, en aðallega jólastressið og það sem þurfti að gera. Þegar við urðum fjölskylda fórum við að byggja upp okkar eigin jólahefðir og höfðum aðallega í huga hvað við vildum og hvernig við vildum hafa. Þannig sleppum við jólaþrifunum, löngum stundum í eldhúsinu og mestu hlaupunum eftir gjöfum, jólin eru róleg og kyrrlát hátíð hjá okkur. Tengdamma kemur til okkar þegar hún getur. Þann 5. desember setur Bendegúz stígvélin sín út í gluggann og deilir með okkur að hann sé ákveðinn í að fanga „Santa Claus” í ár, því hann vill endilega hitta hann. Hingað til hefur Santa tekist að forðast gildrurnar og skilið eftir pakka hlaðinn nammi í stígvélunum. Eftir það, frá og með 11. desember koma Jólasveinarnir, sem skilja líka eftir smáhluti í stígvélunum. Þeim tekst líka að forðast gildrurnar, stundum fá þeir sér smáköku eða mjólkurglas. Á dimmum kvöldum í desember kemur Jólaköttur líka í heimsókn til okkar, hann ræðir við dýrin okkar um hvernig hafi það gengið hjá þeim á liðnu ári og hvort öll börnin hafi farið vel með þau. Ef hann kæmist að því að barn væri að lemja og elta dýr myndi hann efast um það alvarlega.

Við fáum jólatréð frá Jesúbarninu og það er frekar erfitt að bíða eftir því, því jólabarnið kemur ekki fyrr en að morgni 24. En það kemur líka með gjafirnar á sama tíma og við opnum þær strax. Ég reyni að eyða ekki meiri tíma í eldhúsinu en venjulega, reyndar minna ef hægt er, þannig að það er enginn margréttaður jólamatseðill. Undanfarin tvö ár var pizza jólamaturinn því okkur langaði í það.

Fyrsta veturinn minn á Íslandi varð ég undrandi á þessari geggjuðu jólaskreytinga- og ljósakeppni sem ég sá í kringum mig. Þá áttaði ég mig á því að þetta gæti verið svarið við vetrarmyrkrinu – nokkuð gott svar við því og síðan þá höfum við verið að lýsa upp húsið með jólaljósum með mikilli ánægju. Yfirleitt kveikjum við á þeim þegar ég á fyrst í vandræðum með að finna húsið þegar ég kem heim á kvöldin og halda þeim áfram þar til vorbirtan byrjar. Ég læt Bendegúz eftir að sjá um jólaskrautið innandyra, þ.e.a.s. það er eins mikið af jólaskreytingum og hann langar og hann er til í að búa til, að sjálfsögðu með minni hjálp.

Jólakveðjur frá Sára, Instván og Bendegúz í Áshildarmýrinni