5. desember Jól á Sri Lanka í miðri heimsreisu

Ástrós (t.v.) og Hrafnhildur (t.h) og fílarnir á Sri Lanka
Ástrós (t.v.) og Hrafnhildur (t.h) og fílarnir á Sri Lanka

Þann 30. nóvember 2017 lögðum ég og vinkona mín af stað í 5 mánaðar ferðalag um heiminn. Þarf sem það var stutt í jólin þegar við lögðum af stað ákvað ég að taka smá forskot á jólin og nóvember það ár var alfarið tileinkaður jólunum. Ég horfið á fullt af jólamyndum, drakk jólaöl og borðaði nóg af mandarínum og alveg fullt af graflaxsósu því hún er nánast það besta við jólin. Helgina áður en ég hélt af stað í þetta langa ferðalag héldum við fjölskyldan smá jólakveðju brunch, þar sem ég fékk nokkrar jólagjafir.

Á meðan flestir voru að njóta í skötuboðum á Íslandi vorum við vinkonur staddar Udawalawe þjóðgarðinum í Sri Lanka að skoða vilt dýr, aðalega fíla, í sirka 25֠+ hita. Þar sem flestir í Sri Lanka eru búddistar eða hindúar var ekki mjög jólalegt um að litast. Það er reyndar meira um jólaskreytingar í höfuðborginni en þó alls ekki neitt í saman burði við það sem við erum vön hér heima . Við vorum hins vegar frekar langt inni landinu og langt frá höfuðborginni svo þar var, eins og ég segi, lítið um jól á þessum stað. Á aðfangadag slökuðum við á við sundlaugina og lásum bækur, bara allt frekar jólalegt, við heyrðum síðan í fjölskyldunum okkar heima á íslandi, maður er mjög þakklátur fyrir tæknina þegar maður er langt að heiman. Ég hafði pakkað með smá konfekti og laufabrauði bara til að fá smá jólafíling. Þar sem það var nú aðfangadagur ákváðum við sko heldur betur að gera vel við okkur og fá okkur eitthvað gott að borða, svo Pizza hut varð að sjálfsögðu fyrir valinu. Enduðum við svo kvöldið á að horfa á Harry Potter því hvað er jólalegra en það?

Á Jóladag nutum við þess að eyða tímanum við sundlaugina og skoða í kringum okkur en þetta var síðasti dagurinn áður en við héldum af stað til Colombo. Þessi jól voru frekar róleg og heldur betur laus við allt jólastress! En á öðrum degi jóla tók bara við annarskonar stress. Við ferðuðumst til Colombo í troðfullri lest þar sem önnur okkar komst næstum ekki með en það er nú önnur saga og bara byrjunin af öllum þeim ævintýrunum sem áttu eftir að koma upp en það mun bíða til betri tíma.

Jólakveðjur frá Hrafnhildi Jóhönnu Björg Sigurðadóttur frá Steinsholti