23. desember Jólinn í Kövra.

Jólagjafirnar að lenda
Jólagjafirnar að lenda

 

Ég hef búið á Íslandi síðan 2004 og það er nánast jafn lengi ég hef búið í Svíþjóð, en hér ætlar ég að segja frá hvernig jólin voru í Svíþjóð þegar ég var barn.

Í Svíþjóð höldum við upp á jólin svipað og á Íslandi. Kveikum á aðventukertunum fjórum og höldum upp á jólin þann 24. Desember. 13 desember erum við með Lucia hátið, 23. desember á Þorláksmessu skreytum við jólatré en við tölum um að klæða tréð.

Á aðfangadag borðum við morgunmat yfirleitt “tomtegröt” sem er grjónagrautur. Eftir morgunmatinn förum við út að leika í snjónum, á skíði, rennum okkur á sleða, búum til snjókall eða eitthvað annað skemmtilegt.

Komum svo aftur inn og förum í jólabað og allir klæða sig í spariföt, allir nema pabbi hann er í síðum nærbuxum en yfirleitt nýjar sem hann hefur fengið í jólagjöf. Kl 15.00 er Kalle Anka, Andrés önd, í sjónvarpinu og þá fóru allir krakkar að horfa á, á meðan mamma og pabbi voru að undirbúa jólamatinn. Við borðum jólahlaðborð með allskonar gotterí eins og lax, síld, kjötbullur, heimagerða pylsur, lutfisk, bruna böner m. fläsk og það besta af allt julskinka.

Við borðum snemma, eða um 16.00 og eftir það kemur jólasveininn. Hann kom yfirleitt á sleða dregnum af hesti og það var alltaf mikill stemming. Eftir að það var búið að opna alla pakkana var yfirleitt spilað spil og borðað nammi, ostar og drukkið glögg.

En það mikilvægasti af öllu var að ekki gleyma að setja út graut og snafs handa jólasveininn.

Gleðileg jól og farsælt komandi á, frá Elin og fjölskylda á Húsatóftum