17. desember Viðtal við Ann-Lisette

Bleikt og jólalegt Rauðbeðusalat
Bleikt og jólalegt Rauðbeðusalat

Ann Winter, Jólasaga

Eru jól í þínu heimalandi ?

Já það eru jól í Finnlandi

Hvernig eru jólin þín á Íslandi?

Ég reyni að hafa þau svipuð og heima í finnlandi, en auðvitað er ég búin að taka svolítið upp af íslenskum hefðum.

Hvaða jólasiði þykir þér vænst um, bæði hér og þar ?

Mér þykir vænst um að auðvitað hitta fjölskylduna, borða góðan mat og allt sem fylgir jólunum, ljósin og annað jólalegt.

Tókstu einhverja jólasiði með þér til íslands?

Jólasiðirnir mínir frá Finnlandi eru t.d. að borða Finnskan mat, en við í fjölskyldunni borðum bara það sem okkur þykir best. Í Finnlandi er jólamaturinn pínulítið öðruvísi en hér, en samt svipaður að mörgu leiti. T.d. er svínakjötið kalt, við borðum alltaf kalt kjöt, það er siður að steikja kjötið daginn fyrir á Þorláksmessu og borða það svo kalt á aðfangadagskvöld. Það sem er mjög svipað eru grænu baunirnar í dós, það er nákvæmlega eins og í Finnlandi. Svo erum við með rauðbeðusalat með ýmsu, t.d. síld.

Rauðkál ?

Nei ekki rauðkál, þetta eru rauðrófur skornar niður og settar í salat með mörgu öðru, gulrætur, epli og eitthvað slíkt sem er síðan borðað með þeyttum rjóma sem verður bleikur útaf rauðrófusafanum. En það sem við erum með heima hjá okkur er svínakjöt og rófustappa úr ofni, eitthvað sem er kallað skúffumatur í Finnlandi. Það þarf að vera rófustappa, svínakjöt, grænar baunir og ekki má gleyma sósunni með kjötinu. Það skiptir öllu máli.