Umsjónaraðili Skeiðalaugar og félagsheimilis í Brautarholti

Félagsheimilið og Leikskólinn í Brautarholti
Félagsheimilið og Leikskólinn í Brautarholti

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur leitar eftir öflugum einstaklingi í starf umsjónaraðila með Skeiðalaug ásamt því að hafa umsjón með félagsheimilinu í Brautarholti.

Um er að ræða fast starf til framtíðar en framundan er mikil efling á starfsemi Skeiðalaugar. Gera má ráð fyrir að starfið þróist næstu 1-2 árin. Starfshlutfall er 50-100%.

Umsækjandi þarf að hafa brennandi áhuga á uppbyggingu Skeiðalaugar og starfsemi hennar til framtíðar, hafa ríka þjónustulund, góða samskiptahæfileika og mikinn áhuga á að vinna með fólki.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sundlaugarvarsla og önnur verkefni tengdu starfinu, s.s. eftirlit, afgreiðsla og þrif.
  • Skipulagning vakta.
  • Ábyrgð á gæðum og öryggi starfseminnar.
  • Þróun á nýrri þjónustu.
  • Umsjón og húsvarsla með Skeiðalaug og félagsheimilinu Brautarholti.
  • Umsjón með útleigu, undirbúningur viðburða í félagsheimilinu Brautarholti og frágangur eftir viðburði.
  • Upplýsingagjöf til viðskiptavina og samskipti við þá.
  • Samskipti við skóla, leikskóla, ungmennaráð, ungmennafélög og aðra hagaðila.
  • Vinna með sveitarstjóra að verkefnum sem koma upp í tengslum við rekstur Skeiðalaugar og félagsheimilisins Brautarholti.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur og menntun:

  • Lipurð og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð.
  • Sjálfstæði og fumkvæði.
  • Námskeið í skyndihjálp.
  • Hreint sakavottorð.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Önnur reynsla sem nýtist í starfi.

Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um ofangreint starf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í síma 486-6100.

Umsóknum ber að skila á netfang sveitarstjóra haraldur@skeidgnup.is fyrir 10. desember nk.