Skipulagsauglýsing

Teikning og skipulag
Teikning og skipulag

Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2022 að kynna tillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Settir eru skilmálar um mannvirki á hverju svæði fyrir sig, uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.

    Aðalskipulagsbreyting-greinargerð

Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafit á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – greinargerð

Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205037

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205036

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétt. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202086

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs.

    Deiliskipulag – uppdráttur m. greinargerð

Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.

    Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.

Málin innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 29. desember 2022 til og með 20. janúar 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU