Ný skólastefna til umsagnar

Unnið hefur verið að nýrri skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Vinnan hófst strax haustið 2022 á skólaþingi þar sem allir sem vildu gátu tekið þátt í mótun stefnunnar. Nú eru tilbúin til kynningar drög að nýrri skólastefnu má finna hér  - Öll sem vilja láta sig málið varða eru hvött til að lesa og senda línu í tölvupósti ef eitthvað er sem betur mætti fara, ábendingar um innihald og stefnuna sjálfa í litlu og stóru samhengi. Ábendingar má senda á netföngin vilborg@skeidgnup.is eða hronn@skeidgnup.is  en þær þurfa að berast fyrir föstudaginn 16. júní.