Sveitarstjórn

38. fundur 01. apríl 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Oddviti stjórnaði fundi
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sveitarstjóri lagði til að mál nr. 15 í auglýstri dagskrá yrði fært fremst á dagskrá. Það var samþykkt samhljóða

Árnesi, 1 apríl, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202003-0002

38. Sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Fundur haldinn með Teams fjarfundabúnaði. Fundur hófst kl 16:00

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga 2020

Lögð er fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda sveitarstjórnar og fastanefnda Skeiða- og Gnúpverjahrepps meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Með breytingunum er kveðið á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19 faraldurs. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga. Auglýsing um ákvörðun ráðherra var birt í B-deild Stjórnartíðinda 19. mars 2020.
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum er að finna á vefsíðu Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1147.html
Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f4cb3242-2fd9-4fa1-b70d-c1de5acee8f1

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fjarfundarbúnaður verði notaður á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda Skeiða – og Gnúpverjahrepps, er þetta gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og nefnda og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Hvað varðar samþykki sveitarstjórnarfulltrúa á fundargerðum sveitarstjórnar. Þá samþykkir sveitarstjórn að tekinn verði upp annar háttur tímabundið og vikið verði frá þeim fyrirmælum er fram koma í leiðbeiningum sveitarstjórnarráðuneytisins um ritun fundargerða, nr. 22 frá 2013.
Fundargerð skal deilt með fundarmönnum til yfirlestrar sem skal síðan staðfest með tölvupósti sem vistaður verður í málaskrá sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fulltrúi í samstarfshóp um verndun og stjórnun friðlýsingar í Þjórsárdal

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, undirritað af Hákoni Ásgeirssyni þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn tilefni fulltrúa við gerð stjórnunar – og verndunaráætlun fyrir friðlýst svæði í Þjórsárdal. Samþykkt samhljóða að skipa Björgvin Skafta Bjarnason sem fulltrúa í hópinn.

  1. Viðbrögð við Kovit 19 faraldri.

Samþykkt um frestun greiðslu fasteignagjalda.

Fasteignagjöld í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru með níu gjalddögum frá febrúar til október.

Sveitarstjórn samþykkir heimild til að veita frest á eindögum fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní 2020 hjá rekstraraðilum í sveitarfélaginu. Samþykkt þessi nær til fasteignagjalda í gjaldflokki C af eignum fyrirtækja sem hafa orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. sem bera fasteignaskatt í c flokki. Ákveðið verði síðar hvenær greiðslur samkvæmt ofangreindum gjalddögum eigi sér stað.

Stuðst verður við skilgreiningar sem ríkið mun beita við mat á því hvort og í hvað tilfellum sé um verulegt tekjutap sé að ræða sem við mat á því hvenær fyrirtæki sem um ræðið hafi getu til að greiða þá gjalddaga sem frestað verður.

Þess er vænst að Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórn komi sem fyrst á fót þjónustugátt þar sem umsókn um frestun eigi sér stað. Skal umsókn um ofangreinda frestun fara fram í gegnum slíka gátt.

Með því móti geti fyrirtæki sótt um frestun gjalda ríkis og sveitarfélaga á einum stað

Tekið verði tillit til breytinga á tekjustreymi með greiningu. Að svo stöddu eru ekki forsendur fyrir greiningu af því tagi.

Samþykkt samhljóða

Mötuneytisgjöld

Vegna áhrifa COVID-19 veirunnar á skipulag skóla- og leikskólastarfs samþykkir sveitarstjórn að mötuneytisgjöld verði ekki innheimt vegna leikskólabarna og nemenda í grunnskóla þegar börn eru heima vegna sóttkvíar, veikinda eða ákvörðunar foreldra enda séu fjarvistir vegna þessa ávallt í heilum vikum.
Samþykkt samhljóða

4. Beiðni um frestun á greiðslu fasteignaskatta vegna COVID-19.

Lögð fram erindi frá þremur aðilum í ferðaþjónustu sem óska eftir frestun á greiðslu fasteignagjalda. Beiðni þeirra verður mætt með samþykkt í dagskrárlið nr. 2.

5. Samningur um Hólaskóg. Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Rauðakambs ehf um leigu á fjallskálanum í Hólaskógi ásamt landspildu. Afgreiðslu málsins frestað.

6. Innkaupareglur. Sveitarstjóri lagði fram og útskýrði drög að nýjum innkaupareglum fyrir sveitarfélagið. Máli vísað til síðari umræðu.

7. Breyting á samþykktum sveitarfélagsins. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að breytingum á samþykktum 40. greinar  samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Vísað til síðari umræðu.

8. Húsnæðisáætlun 2020-2025. Máli frestað, beðið afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

9. Holtabraut 10 og Holtabraut 29: Stjórnsýslukærur vegna álagningar gatnagerðargjalda 2020, mál lögð fram og kynnt.

10. Klettar framkvæmdir. Framhald frá fyrri fundum. Ásgeir Eiríksson hefur í hyggju að byggja þvottahús og starfsmannaíbúðir vegna ferðaþjónustu sem hann rekur. Lagt var fram samþykki íbúa í Sandlækjarkoti fyrir framkvæmdinni. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdir verði leyfðar.

11. Samningur milli SKOGN og LV um brú fyrir ofan Þjófafoss. Lögð fram drög að samningi milli. Landsvirkjunar, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps auk Sveins Sigurjónssonar um þverunarmannvirki yfir gamla farveg Þjórsár við Þjófafoss. Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.

12. Samningur um refaveiðar. Samningar um refaveiðar við núverandi verktaka eru runnir út. Sveitarstjóra falið að ræða við núverandi verktaka um endurnýjun samninga. Gerð verði krafa í samningum um GPS merkingu grenja í sveitarfélaginu.

13. Viðbragðsáætlun. Lögð fram viðbragðsáætlun sveitarfélagsins við samfélagsáföllum ásamt nafnalista viðbragðsaðila. Viðbragsáætlun samþykkt samhljóða.  

14. Skólabraut – lóðir. Lögð fram og kynnt drög að breytingu lóðar við Skólabraut 5. Rætt um þörf á að taka tilliti til slysahættu við Skólabraut. Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita eftir úrræðum til að draga úr slysahættu við Skólabraut.

15. Styrktarsjóður EBÍ 2020. EBÍ óskar eftir umsóknum um styrki í styrktarsjóðinn. Sjóðurinn veitir styrki til sérstakra framfaraverkefna í þágu byggðarlaga. Hugmynd kom fram um sækja um styrk til að tryggja verndunar birkis í Búfellsskógi.  Sveitarstjóra falið að semja  að umsókn um verkefni og senda inn umsókn.

16. Skilyrt húsaleigutrygging. Máli frestað.

17. Heilsueflandi samfélag fundargerð - erindisbréf drög. Fundargerð staðfest. Drög að erindisbréfi lagt fram og samþykkt samhljóða.

18. Íþrótta- og fótboltafélag Uppsveita Beiðni um styrk. Lagt fram erindi frá stjórn nýstofnaðs íþróttafélags Uppsveita. Undirritað af Sólmundi Sigurðssyni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að félagið fái frí afnot af íþróttaaðstöðu í eigu sveitarfélagsins til æfingahalds. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að styrkja félagið um 100.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

19. Ungmennaráð -erindisbréf. Lagt fram erindisbréf ungmennaráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Erindisbréf samþykkt samhljóða.

20. Oddvitanefnd -fundargerð. Lögð fram fundargerð Oddvitanefndar Uppsveita frá 21. febrúar sl. Fjallað er um kostnaðarskiptingu seyruverkefnis milli sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarskiptinguna samhljóða. Taka þarf tillit til breytinga á útgjöldum í viðauka við fjárhagsáætlun.

21. Fundargerð Almannavarna Árnessýslu 03.02.2020. fundargerð lögð fram og kynnt.

22. Fundargerð NOS. Lögð fram fundargerð NOS, frá 10. mars sl. Í fundargerð er fjallað um heimild til ráðningar félagsráðgjafa og ritara. Sveitarstjórn samþykkir það fyrir sitt leyti. Fundargerð staðfest.

23. Skólanefnd Flúðaskóla 10 fundur 12. Mars 2020. Fundargerð lögð fram og staðfest.

24. Frv. um breytingu á Kosningalögum. Lagt fram og kynnt.

25. Raunverulegir eigendur fyrirtækja. Lögð fram bréf ríkiskattsstjóra þar sem óskað er eftir að eigendaskráning þriggja félaga í eigu sveitarfélagsins fari fram. Samþykkt að óska eftir að félögin verði lögð niður.   

26. Fundargerð 879  stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Fundi slitið kl. 18:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 15 apríl. kl 16.00.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: