Sveitarstjórn

58. fundur 24. mars 2021 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
Starfsmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir Björgvin Skafti Bjarnason

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Einar Bjarnason óskaði eftir að bæta við afgreiðslu fundargerðum skólanefndar frá 23.03. Sveitarstjóri óskaði eftir að bætt yrði við einu máli. Kaupsamningur vega sölu á Vallarbraut 9 B. Var það samþykkt. Oddviti stjórnaði fundi

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Hrútmúlavirkjun- viðbrögð við athugasemdum.

Þrír gestir sátu fundinn undir þessum lið. Sveitarstjórn þakkar erindið og skýringar sem bréfriturum var gefið tækifæri á að koma á framfæri á fundi með sveitarstjórn þann 3. mars sl.

Hvað varðar hugmyndir eiganda Skáldabúða um uppbyggingu vindorkuvers á jörðinni þá er rétt að eigandi jarðarinnar kynnti sveitastjórn hugmyndir sínar um slíka uppbyggingu í september 2019. Eins og tíðkast var umsækjanda bent á að setja málið í formlegt ferli. Í kjölfarið sendi eigandi jarðarinnar erindi þar sem óskað var heimildar til að leggja fram lýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi. Erindið var tekið fyrir í skipulagsnefnd þann 8. apríl 2020. Vísaði nefndin málinu til sveitarstjórnar sem samþykkti þann 15. apríl 2020 veita umsækjanda slíka heimild. Sveitarstjórn telur þetta eðlilegt fyrsta skref þegar upp koma slík skipulagsáform og í samræmi við ákvæði laga. Slík kynning sé fyrsta stig samráðskynningar á slíkum áformum fyrir hagsmunaaðilum. Hins vegar hefði sveitarstjórn mátt vera ljóst að án formlegrar stefnu um þessi mál, hefði eftir á að hyggja verið æskilegt að setja slík áform á bið þangað til slík stefna lægi fyrir. 

Þann 27. maí 2020 var tillaga að skipulagslýsingu lögð fyrir skipulagsnefnd sem lagði til við sveitarstjórn að lýsingin yrði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, annarra umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Á fundi sínum þann 10. júní 2020 samþykkti sveitarstjórn þá málsmeðferð og var lýsingin send til umsagnar opinberra aðila.

Skipulags- og matslýsingin var einnig, í samræmi við ákvæði laga, auglýst til kynningar fyrir almenning í Dagskránni þann 8. júlí 2020 með athugasemdafresti til 20. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust við þá kynningu.

Eins og lög gera ráð fyrir og óskað hafði verið eftir sendi Skipulagsstofnun sveitarfélaginu umsögn sína um skipulagslýsinguna, dags. 28. ágúst 2020. Í umsögninni gerir Skipulagsstofnun nokkuð mörg atriði til frekari skoðunar í skipulagsferlinu og við mótun tillögunnar og umhverfismat hennar. Bréfið var lagt fram á fundi sveitastjórnar þann 30. september 2020. Í fundargerð var m.a. bókað að Skipulagsstofnun beindi því til sveitarfélagsins að taka mið af fyrirhugaðri tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu um vindorkunýtingu og viðmið við ákvarðanir um staðsetningu vindorkuvera með tillit til landslagssjónarmiða við mótun skipulagshugmynda. Sveitarstjórn vísaði málinu til umsækjanda og óskaði eftir að tekið yrði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Þann 20. janúar sl. var málið svo á ný tekið fyrir í sveitarstjórn þar sem staða verkefnisins var kynnt fyrir sveitarstjórn m.a. farið yfir tæknileg atriði varðandi virkjunina, sjónræn áhrif, hljóðvist o.fl. eins og fram kemur í bókun sveitarstjórnarfundar. Tekið er fram að stefnt sé að íbúakynningu innan skamms.

Sveitarstjórn harmar að eigendur Steinsholts 1 og 2 telji að samráð og kynning hafi ekki verið nægilegt á þessum fyrstu stigum málsins. Sveitarstjórn mun af sinni hálfu tryggja ítarlegra samráð verði málinu fram haldið af hálfu umsækjanda.

Bókun sveitarstjórnar frá 30. september vegna bréfs Skipulagsstofnunar frá 28. ágúst 2020 hefði mátt vera nákvæmari

Um er að ræða athugasemdir við lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða – og Gnúpverjahrepps vegna vindorkuvers á jörðinni Skáldabúðum.

Í athugasemdum bendir Skipulagsstofnun á að hún vinni að gerð stefnu um vindorkuver í tengslum við endurskoðun og viðauka við landsskipulagsstefnu.  Enn fremur „ Skipulagsstofnun beinir  því til Skeiða og Gnúpverjahrepps  að taka mið af tillögunni  við frekari mótun skipulagshugmynda í landi Skáldabúða“

Athugasemdum Skipulagsstofnunar vegna lýsingarinnar er vísað til höfunda hennar.  Sveitarstjórn mun taka mið af tillögu Skipulagsstofnunar í Landskipulagsstefnu þegar að hún verður birt.

Síðan gerðist  það að Skipulagsstofnun hætti við vindmyllukaflann í Landskipulagsstefnunni og lætur það alfarið í hendur sveitarstjórnar að marka stefnu  í vindorkumálum.

Það er því næsta skref sveitarstjórnar að setja fram stefnu í vindorkumálum annað hvort sér eða í samvinnu við nágrannasveitarfélögin  eins og fram kemur í aðalskipulagi Skeiða – og Gnúpverjahrepps  2017 – 2029.

Ákvörðun um hvort framhald verður á skipulagsvinnu við vindmyllur  verður  ekki tekin fyrr en að þeirri stefnumótun er lokið.

Hvað varðar spurningar þær sem settar eru fram í bréfi eigenda Steinholts þá skal tekið fram að það er auðvitað ekki markmið sveitarstjórnar að eigendur lands séu settir í þá stöðu að þurfa að verja hendur sínar gagnvart sveitarfélaginu. Það sé hins vegar eðli skipulagsmála að nauðsynlegt sé að kynna mál fyrir hagsmunaaðilum og leita eftir sjónarmiðum þeirra við meðferð mála.

Hvað varðar stefnu sveitarstjórnar gagnvart landbúnaði og vernd ræktarlands, eignarhaldi og nýtingu bújarða í sveitinni vísast í megin atriðum til nýlega samþykkts aðalskipulags sveitarfélagsins sem staðfest var á árinu 2020.

Hvað varðar stefnu sveitarstjórnar um uppbyggingu vindorkumannvirkja í sveitarfélaginu þá er rétt að taka fram að þegar vinna við aðalskipulagið stóð jafnframt yfir vinna við gerð stefnu ríkisvaldsins í þessum málum sbr. m.a. umfjöllun í bréfi Skipulagsstofnunar. Ekki ítarlega fjallað um þessi mál í aðalskipulaginu.

 

Auk þess var lagt fram annað erindi vegna málsins, undirritað af eigendum og ábúendum eftirtalinna jarða: Laxárdals 1, Laxárdals 2, Minni-Mástungu, Stóru-Mástungu, Stóru- Mástungu 1, Steinsholts 1 og Steinsholts 2. Bréf dagsett 21. mars 2021. Í erindinu er ferill málsins rakinn. Undirritaðir aðilar lýsa fullri andstöðu við umrædd áform og benda á að þau muni skerða hagsmuni þeirra og búsetugæði. Skorað er á sveitarstjórn að stöðva þegar þá skipulagsvinnu er varðar verkefnið, þar til stefnumörkun á svæðis- eða landsvísu um vindorkunýtingu liggur fyrir. Sveitarstjórn vísar til ofangreindrar bókunar.

2. Hitaveita Brautarholts – gjaldskrá.

Sveitarstjóri lagði fram samanburð á gjaldskrám nokkurra hitaveitna. Gjaldskrá hitaveitu Brautarholts hefur verið óbreytt frá árinu 2010. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að breyttri  gjaldskrá sem tekur mið af breytingu á vísitölu frá árinu 2010 og verðskrá annarra hitaveitna. Vísast til fylgiskjals. Framlögð tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Brautarholts. Sveitarstjóra falið að auglýsa gjaldskrána til staðfestingar í B deild stjórnartíðinda.

3. Rekstrarleyfi Hraunvellir – umsögn.

Lögð fram beiðni frá sýslumanninum á Suðurlandi, undirritað af Agli Benediktssyni um umsögn um rekstrarleyfi að Hraunvöllum fnr. 229-1029 til gistingar í flokki IV. Umsækjandi Haraldur Þór Jónsson fyrir hönd Trix ehf, kt 610600-2120.  Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við að umrætt rekstrarleyfi verið veitt.

4.Vikurnámur

Máli frestað.

5. Fjárhagur - rekstur

Sveitarstjóri lagði fram til kynningar sjóðsstreymisáætlun til næstu mánaða og samanburð á rekstri nokkurra málaflokka til síðustu ára.

6. Samningar og gögn v. Seyruverkefnis.

Fundargerð oddvitanefndar UTU haldinn 10 mars 2021. Efni – seyrumál. Liður 2 í fundargerð. Beiðni um að verkefni er varðar tengingu botnplötu við hreinsimannvikri við aðkeyrsludyr Seyrustaða á Flúðum verði samþykkt sem fjárfesting. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 3 mkr. Lagt er til að hann skiptist á aðildarsveitarfélögin í tilgreindum hlutföllum í samningi um seyruverkefnið. Sveitarstjórn samþykkir fjárfestinguna fyrir sitt leyti og tilheyrandi viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaði mætt með lækkun á handbæru fé. Að öðru leyti er ofangreind fundargerð lögð fram og kynnt. Jafnframt eru drög að samstarfssamningi um seyruverkefnið, ásamt skiptayfirlýsingu og lóðarleigusamningi um Flatholt 2, lögð fram til afgreiðslu undir liði nr 10 og 11 á fundinum.

Samstarfssamningur um seyruverkefni. Samningur um sameiginlegan seyrurekstur milli aðildarsveitarfélaganna sex sem standa að verkefninu. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur Kristófer Tómassyni sveitarstjóra kt 060865-5909, að undirrita hann.

Lögð fram skiptayfirlýsing og lóðarleigusamningur vegna Flatholts 2 fasteignanr. 2506274. Sveitarstjórn samþykkir lóðarleigusamninginn og skiptayfirlýsinguna og felur Kristófer Tómassyni sveitarstjóra kt. 060865-5909 að undirrita skjölin.

 

 

7. Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v. Vinnubúða.

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar nr. 10/2020 um fasteignamat starfsmannahúsa við Búrfellsvirkjun. Undirritað af Björgu Finnbogadóttur. Yfirfasteignamatsnefnd felldi úr gildi ákvörðun Þjóðskrár um fasteignamat á starfsmannahúsum við Búrfellsvirkjun. Landsvirkjun kærði á sínum tíma ákvörðun Þjóðskrár að skrá og meta vinnubúðir til fasteignamats.

Þjóðskrá óskar eftir því að ráðuneytið taki niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndar til sérstakrar skoðunar með það fyrir augum að sú niðurstaða gangi gegn ákvæði lögheimilislöggjafar.

 Sveitarstjórn tekur undir áherslur Þjóðskrár vegna málsins.

8. Villikettir – beiðni. Dýraverndunarfélagið Villikettir lögðu fram ósk eftir styrk fyrir útlögðum kostnaði að fjárhæð 70.000 kr, vegna umönnunar í dýraverndunarskyni. Bréf undirritað af Ásu Nönnu Mikkelsen og Guðnýju Tómasdóttur. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra af afla nánari upplýsinga um málið.

9. Stöðugjöld – áskorun. Bréf frá Samtökum iðnaðarins undirrituð af Sigurði Hannessyni. Í því er skorað á sveitarfélög að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar. Sveitarstjórn samþykkir að taka málið til skoðunar.

10. Skipulagsnefnd 213. Fundur. Mál nr. 23 og 24 þarfnast afgreiðslu.

Mál. 22. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal Deiliskipulag - 1511004

Fyrir skipulagsnefnd var lagt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Þjórsárdal eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir komu fram við auglýsingu skipulagsins. Farið er yfir helstu breytingar eftir auglýsingu og samráð við umsagnaraðila í 6. kafla greinargerðar deiliskipulagsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir ofangreint deiliskipulag. Sveitarstjórn leggur til að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B- deild stjórnartíðinda eftir tilheyrandi yfirferð Skipulagsstofnunar.       

Mál. 23. Gunnbjarnarholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag - 2103020

Lögð var fyrir skipulagsnefnd umsókn og skipulagslýsing frá Fjölskyldubúinu ehf. er varðar deiliskipulag sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ8 í landi Gunnbjarnarholts. Samkvæmt lýsingu er gert ráð fyrir uppbyggingu eldsneytisafgreiðslu, en einnig verði boðið upp á fjölbreyttari orkugjafa s.s. hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Þá verði gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustubyggingar m.a. til veitingaafgreiðslu og upplýsinga/kynningamála.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsingu  vegna ofangreinds máls til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn leggur áherslu á að hugað verði að umferðaröryggi á aðliggjandi vegamótum.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að öll opinber gögn er varða þau skipulagsmál sem eru til umfjöllunar hverju sinni verði sett á vef sveitarfélagsins.

11. Stjórn UTU. Fundargerð 83. fundar.

Fundargerð 83. fundar stjórnar UTU dags. 24.02.2021 lögð fram og staðfest.

12. Stjórn UTU. Fundargerð 84. fundar

Fundargerð 84. fundar stjórnar UTU dags 10.03.2021 lögð fram.

Taka þarf til afgreiðslu liði nr.5 og 6 í fundargerð.

Liður. 5. Drög að samþykktum UTU vegna stöðuleyfa. Sveitarstjórn samþykkir samþykktir um stöðuleyfi fyrir sitt leyti.

Liður. 6. Gjaldskrá byggingafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

Fundargerð að öðru leyti staðfest.

13. Beiðni um framlag til útgáfu.

Lagt fram erindi útgáfufyrirtækinu SagaZ. Unnið er að útgáfu veglegs rits sem ber heitið Ísland atvinnuhættir og menning 2020. Fyrirtækið býður sveitarfélaginu að taka þátt í útgáfu ritsins gegn gjaldi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14. Fasteignasjóður - aðgengi fatlaðra

Lagt fram og kynnt.

15. Nónsteinn og mötuneyti – samningar.

Lagðir fram undirritaðir samningar milli sveitarfélagsins og Árnes Íslandi ferðaþjónustu ehf um Leigu á gistiheimilinu Nónsteini og rekstur skólamötuneytis. Samningar staðfestir.

16. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa 03.03.2021.

Lagt fram og kynnt.

17. Skólamötuneyti Áskorun

Lögð fram áskorun frá Bændasamtökum Íslands til skólamötuneyta um að nota innlend matvæli í máltíðir. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áskorunina.

18. Frumvörp til laga.

Lögð fram til kynningar eftirtalin frumvörp til laga.

Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 942.

Frumvarp til laga um persónuvernd nr. 993.

Frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 822.

Frumvarp um lög varðandi áfengisframleiðendur nr. 826.

Frumvarp til laga um Kristnisjóð nr. 793.

19. Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrrar jafnréttislöggj.

Lagt fram og kynnt.

20. Samtök Orkusveitarfélaga fundargerð 45. Fundar

Lagt fram og kynnt

21. Heilbr. nefnd. Fundargerð 210 fundar

Lagt fram og kynnt

22. Bergrisinn Fundargerð 27. fundar stjórnar

Lagt fram og kynnt

23. Byggðasafn Árnesinga fundargerðir stjórnar

Lagt fram og kynnt

24. Fundargerð 80. fundar SNS

Lagt fram og kynnt

25. 14. Skólanefndarfundur Leikskólamál 23. mars 2021.

Fundargerð lögð fram. Erindi frá leikskólastjóra fylgdi með fundargerðinni. Í erindinu er bent á að þörf sé á að fjölga stöðugildum í leikskólanum. Ástæður væru margþættar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og formanni skólanefndar að finna leiðir til úrlausnar.

26. 13. Skólanefndarfundur Þjórsárskóli 23.03.2021.

Fundargerð lögð fram og staðfest.

27. Vallarbraut 9B. Sala fasteignar.

Kauptilboð lagt fram um fasteignina Vallarbraut 9B. Fasteinganr 2510300. Sveitarstjórn samþykkir kauptilboðið og felur Kristófer Tómassyni sveitarstjóra kt. 060865-5909 að undirrita kaupasamning. Andvirði eignarinnar verði varið til hækkunar á handbæru fé.

Fundi slitið kl. 19:50.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 7. apríl næstkomandi. kl  16.00. í Árnesi.

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarson                

 ________________________                      _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir

 

 

Gögn og fylgiskjöl: