Sveitarstjórn

18. fundur 05. apríl 2023 kl. 09:00 - 13:30 Árnes
Nefndarmenn
 • Haraldur Þór Jónsson
 • Vilborg Ástráðsdóttir
 • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
 • Gunnar Örn Marteinsson
 • Gerður Stefánsdóttir - í forföllum Karenar Óskarsdóttur
Starfsmenn
 • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 1. Skýrsla sveitarstjóra á 18. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Sjónvarps- og blaðaviðtöl sveitarstjóra.

Fundur með umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.

Fundur með fjármálaráðherra.

Fundur með þingflokksformanni vinstri grænna.

Fundur með fjölda annarra þingmanna.

Grænvangur ársfundur.

Fundir með Rauðukömbum.

Skólastefna – lokafundur.

Ferð til Egilsstaða v/Orkumál.

Ársfundur Landsnets.

Kynning orkusveitarfélaga fyrir stjórn SASS.

Fundur með forsætisráðuneytinu.

Kynning starfsnefndar samtaka orkusveitarfélaga.

Kynning orkusveitarfélaga fyrir stjórn SÍS.

Landsþing SÍS.

Verndaráætlun Þjórsárdalsins í auglýsingu.

Fundur með Vegagerðinni.

Fundur með forstjóra Landsvirkjunar.

Hvammsvirkjun - staða á framkvæmdaleyfis umsókn.

Drög að ársreikningi.

Innleiðing á WorkPoint.

 

 1. Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Í samráðsgátt stjórnvalda er drög að frumvarpi til laga varðandi endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið leggur fram. Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Tilgangurinn er að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna sínum lögbundnu verkefnum.

Ljóst er að fyrirhugaðar breytingar munu hafa veruleg áhrif á fjárhag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ef frumvarpið verður að lögum munu framlög frá Jöfnunarsjóði til Skeiða- og Gnúpverjahrepps lækka um rúmar 40,5 miljónir á ári miðað við árið 2022. Ljóst er að það mun hafa veruleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita lögbundna þjónustu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum þá umsögn sem sveitarstjóri sendi í samráðsgáttina til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Bæði núverandi og fyrirhugaðar reglur Jöfnunarsjóðs sem snúa að sveitarfélögum með stórar virkjanir í sínu nærumhverfi gerir það að verkum að sveitarfélagið geti borið beint fjárhagslegt tjón af starfssemi orkuvinnslu. Ljóst er að slík staða skapi lagalega óvissu um hvort sveitarfélögum sé yfir höfuð heimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að skipuleggja og heimila framkvæmdir sem valda sveitarfélaginu tjóni. Þá er átt við bæði beint fjárhagslegt tjón en einnig samfélagslegt tjón gagnvart íbúum í nærumhverfi orkuvinnslu. Sú orkuvinnsla sem á sér stað í sveitarfélaginu er undirstaða lífsgæða allra íbúa landsins en getur á sama tíma ekki átt að orsaka skert lífsgæði í nærumhverfi orkuvinnslunnar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á innviðaráðherra að tryggja að samhliða breytingum á regluverki um Jöfnunarsjóðs verði tryggt að reglurnar valdi ekki sveitarfélögum með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi skaða á þeirri starfssemi.

 1. Húsnæðisáætlun 2023

Lögð fram Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps til næstu 10 ára. Framundan er mikil uppbygging í sveitarfélaginu þar sem fjölgun starfa verður veruleg á næstu árum. Samkvæmt húsnæðisáætluninni er áætluð íbúðaþörf á næstu 5 árum 148 íbúðir og áætluð íbúðaþörf á næstu 10 árum verða 356 íbúðir. Raungerist sú áætlun er gert ráð fyrir að íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði í kringum 1.400 árið 2033 og verður því geta sveitarfélagsins til að veita þjónustu og byggja innviði verulega sterkari heldur en í dag.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum húsnæðisáætlun til næstu 10 ára. Hefja þarf vinnu við að skilgreina þörf fyrir leiguíbúðir fyrir eldri borgara, námsmannaíbúðir, félagslegar íbúðir, búseturéttar íbúðir, almennar leiguíbúðir fyrir tekju- og eignalága ásamt íbúðum fyrir sértæk búsetuúrræði. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram áætlun fyrir sveitarstjórn um komandi uppbyggingu í samræmi við umræðu að fundinum.

 1. Ósk um lóð undir atvinnuhúsnæði

Fyrir liggja tvær umsóknir um atvinnulóð fyrir uppbyggingu á atvinnuhúsnæði. Búnaðarfélag Gnúpverja hefur óskað eftir lóð til uppbyggingar á atvinnuhúsnæði sem getur hugsanlega orðið sambærilegt og húsnæðið á Tvísteinabraut 2. Rauðukambar ehf. hafa óskað eftir lóð til uppbyggingar á u.þ.b. 1.000 fm atvinnuhúsnæði fyrir lager o.fl.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi beggja aðila og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 1. Ósk um lóð til uppbyggingar á matvælaframleiðslu

Landnýting ehf. hefur óskað eftir því að fá lóð til uppbyggingar grænmetisframleiðslu á stórum skala með nútíma tækni. Töluverður hluti starfa við ræktunina verða hátæknistörf og áætlað er að megnið af framleiðslunni verði til útflutnings. Óskað er eftir allt að 30 hektara lóð sem áætlað er að byggja á í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga yrði byggt 1ha gróðurhús sem mun skila um 24 störfum og verður komið í rekstur 2025. Í öðrum áfanga yrði byggt 4ha gróðurhús sem mun bæta við 64 störfum og verður komið í rekstur 2028. Í þriðja áfanga yrði byggt 20ha gróðurhús sem mun bæta við 196 störfum og verða komið í rekstur 2032. Heildarfjöldi starfa verður því um 284 þegar búið er að byggja upp alla starfssemina.

Sveitarstjórn tekur vel í óskir Landnýtingar ehf. um stórfellda uppbyggingu á matvælaframleiðslu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Verði verkefnið byggt að fullu mun áætluð raforkuþörf verða u.þ.b. 32 MW af rafmagni og yrði því fyrsti stórnotandi af rafmagni á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu sem er stærsta raforkuframleiðslusvæði landsins. Sveitarstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

 1. Tillaga að endurbótum á erindisbréfi Skólanefndar

Lögð fram tillaga að endurbættu erindisbréfi skólanefndar.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 1. Veiðifélag Þjórsár fylgir eftir áskorun vegna undirbúnings Hvammsvirkjunar

Lögð fram áskorun frá Veiðifélagi Þjórsár vegna umsóknar Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það er mat Veiðifélags Þjórsár að rétt sé að fresta meðferð umsóknar Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi á meðan kæra Veiðifélags Þjórsár á virkjanaleyfi Orkustofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er enn í vinnslu Sú kæra skapar óvissu um hvort ákvörðun Orkustofnunar um virkjanaleyfið muni halda gildi sínu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Veiðifélagi Þjórsár fyrir áskorunina og mun hafa innihald hennar til hliðsjónar við meðferð umsóknar Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi.

 

 1. Heimsókn vegna athugasemda við undirbúning Hvammsvirkjunar

Kristín Ása Guðmundsdóttir kemur inná fundinn og kynnir hennar sjónarmið á ágöllum við undirbúning og gögn tengd hönnun og umsókn við Hvammsvirkjun.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Kristínu fyrir erindið og mun hafa innihald kynningar hennar til hliðsjónar við meðferð umsóknar Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi.

 

 1. Breyting á gatnagerðargjöldum - fyrri umræða

Framundan er mikil uppbygging á húsnæði í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að gatnagerðargjald standi undir kostnaði við nýjar götur sem er fyrirliggjandi að stofna og úthluta. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 153/2006 skal gatnagerðargjald vera 15% af verðgrunni sem Hagstofa Íslands uppfærir með mældri breytingu vísitölu byggingarkostnaðar í næstliðnum mánuði, nema sveitarstjórn hafi mælt fyrir um lægra gjald í samþykkt sinni. Lagt er til að gatnagerðargjald verði:

 

 

 

 

Einbýlishús

8%

Par-, rað-, tvíbýlis, og keðjuhús

8%

Fjölbýlishús

6%

Verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhús

2%

Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði

2%

Aðrar byggingar

2%

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá og vísar breytingum á gatnagerðargjöldum til annarrar umræðu.

 1. Drög að atvinnustefnu Uppsveita

Drög að atvinnumálastefnu uppsveita Árnessýslu lögð fram til kynningar

 1. Umsókn um Hamragerði 4.

Umsókn hefur borist að lóðinni Hamragerði 4, sem er einbýlishúsa lóð, frá Helga Bjarti Þorvarðarsyni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni Hamragerði 4 til Helga Bjarts Þorvarðarsonar.

 1. Samningur um Reykholt

Leigusamningur um Reykholt ásamt samkomulagi um afnotarétt í þjóðlendu lagt fram til staðfestingar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum bæði samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu og leigusamning um Reykholt.

 1. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Réttarholti A

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokk II – H Frístundahús í Réttarholti A, 804 Selfoss.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II.

 

 1. Félagssamningur og erindisbréf stjórnar Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Lagður fram félagasamningur fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs til seinni umræðu ásamt erindisbréfi til staðfestingar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi félagasamning Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. eftir seinni umræðu ásamt því að samþykkja með fimm atkvæðum erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

 

 1. Útleiga beitarhólfa

Fyrirspurn hefur borist um hvort beitarstykki verði leigð út aftur eins og undanfarin ár.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að leigja út beitarstykki sumarið 2023 með ákveðnum skilyrðum og í samræmi við ástandsmat Landgræðslunnar. Sveitarstjóra falið að útbúa gjaldskrá og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 1. Hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fagnar umræðunni um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Hluti af þeim tillögum sem skýrsla verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa hafa nú þegar verið innleiddar hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

 1. Reglur um vinnu-, hlífðar- og einkennisfatnað

Lagðar fram reglur um hlífðar-, vinnu- og einkennisfatnað starfsmanna Skeiða- og Gnúpverjahrepps til samþykktar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum reglur um hlífðar-, vinnu- og einkennisfatnað.

 1. Erindi frá sönghópnum Tvennum tímum

Söngsveitin Tvennir Tímar sem er kór eldri borgara í Uppsveitum Árnessýslu óskar eftir styrk til að standa straum af hluta kostnaðar við að halda úti starfinu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur skv. fjárhagsáætlun styrkt kórastarf og félagasamtök í sveitarfélaginu í formi styrkfærðar húsaleigu með aðgengi að húsnæði sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að Söngsveitinni Tvennum Tímum verði veitt sambærilegur styrkur í formi styrkfærðar húsaleigu og aðgengis að húsnæði sveitarfélagsins.

 1. Tilkynning til hluthafa um frest til að neyta forkaupsréttar

Lagt fram bréf frá Vottunarstofunni Tún ehf um tilboð Finns Sveinssonar stjórnarformanns Túns í 6,93% eignarhlut í félaginu. Skeiða- og Gnúpverjahreppi er sem hluthafi í félaginu gefinn kostur á að neyta forkaupsréttar að hinum selda hlut í hlutfalli við eignarhluta skv. ákvæði 7. gr. samþykkta félagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

 1. Fundarboð - fundur með fulltrúum forsætisráðuneytis vegna Þjóðlendna

Borist hefur fundarboð frá forsætisráðuneytinu um fyrirhugaðan fund mánudaginn 22.maí nk. kl. 9:00 í Félagsheimilinu Aratungu, Reykholti. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna. Kjörnir fulltrúar og forsvarsmenn fjallskilanefnda er boðið á fundinn.

Sveitarstjóra falið að boða forsvarsmenn fjallskilanefndar á fundinn.

 1. Minnisblað Landsnets um flutningskerfi raforku á Suðurlandi

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Landsneti sem útskýrir hvaða áhrif komandi tengivirki við Hvammsvirkjun mun hafa á svæðið. Afhendingaröryggi raforku á svæðinu mun batna verulega og mikil tækifæri myndast með möguleika á stórnotendum rafmagns á atvinnusvæðinu í Árnesi.

Gerður Stefánsdóttir vék af fundi.

 1. Fundargerðir og gögn Seyrustjórnar

Fundargerð 8. fundar Seyrustjórnar, minnisblað um rekstarform sameiginlegs seyruverkefnis og ársskýrsla Seyruverkefnisins lagt fram til kynningar.

 

 1. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita. Fundargerð 257. fundar.

28.

Löngudælaholt frístundasvæði; Endurskoðun deiliskipulags – 2104081

 

Lögð er fram tillaga er varðar breytingu og samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti úr landi Réttarholts að lokinni auglýsingu. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fjórum atkvæðum. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

29.

Grandi L166643; Votadæl 1, 3 og 5; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2211025

 

Lögð er fram umsókn frá Hrafnhildi Loftsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Granda L166643 (Votadæl) úr jörð Sandlækjar. Í breytingunni felst fjölgun lóða og byggingarreita innan svæðisins. Eftir breytingu er gert ráð fyrir 3 lóðum á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 3 hús á hverri lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilt er að byggja íbúðarhús m/bílskúr, gestahús og skemmu/geymslu í samræmi við nýtingarhlutfall

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fjórum atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

 

 

 

 

30.

Álfsstaðir II L215788; Nýbyggingar; Deiliskipulag – 1806055

 

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fjórum atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

31.

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010

 

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjaráss veiðihúss L233313 í Laxárdal við Stóru-Laxá eftir auglýsingu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi á lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags- og skipulagsuppdrætti. Umsagnir bárust á auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu með fjórum atkvæðum. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Að mati sveitarstjórnar er ekki þörf á að bregðast við umsögn Umhverfisstofnunar vegna breytinganna enda kemur fram í umsögn stofnunarinnar við deiliskipulag svæðisins að Umhverfisstofnun telji að svæðið sem deiliskipulags-tillagan nái til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Sveitarstjórn óskar verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulags-breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

32.

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur 1b og Laxárdalur 2; Deiliskipulag – 2203038

 

Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til veiðihúss að Bæjarási, úr landi Laxárdals 1B og 2, eftir auglýsingu. Innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 300 fm veiðihús á einni hæð sem þjónar starfsemi tengdri veiðifélagi árinnar. Hús sem gestir geta haft tímabundna gistingu í og þegið þá þjónustu sem verður í boði. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna allt árið um kring. Umsagnir bárust á auglýsingatíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fjórum atkvæðum. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.

Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302014

 

Lögð er fram umsókn frá Vesturkoti - Rekstur ehf er varðar tillögu nýs deiliskipulags að Minni-Ólafsvöllum. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fjórum atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

   

34.

Árnes; Þéttbýli; Landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting - 2303052

 

Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 vegna þéttbýlisins í Árnesi. Markmiðið með breytingunni er að svara eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í Árnesi.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 1. Loftslags- og umhverfisnefnd. Fundargerð 1. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 1. Loftslags- og umhverfisnefnd. Fundargerð 2. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 1. Loftslags- og umhverfisnefnd. Fundargerð 3. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 1. Loftslags- og umhverfisnefnd. Fundargerð 4. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 1. Loftslags- og umhverfisnefnd. Fundargerð 5. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 1. Aðalfundarboð Veiðifélags Þjórsár

Aðalfundarborð Veiðifélags Þjórsár lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerð Samtaka Orkusveitarfélaga

Fundargerð 58. fundar Samtaka Orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 1. Fundargerð starfsnefndar Samtaka Orkusveitarfélaga

Fundargerð starfsnefndar Samtaka Orkusveitarfélaga frá 21.03.2023 lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð 920 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 1. Fundargerðir stjórar SASS

Fundargerðir 592. og 593. fundar stjórnar SASS lagðar fram til kynningar.

 1. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu

Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu nr. 4., 5., og 6. lagðar fram til kynningar.

 1. Ársreikningur og fundargerð Listasafns Árnesinga

Fundargerð stjórnar Listasafn Árnesinga frá 17. mars 2023 og ársreikningur Listasafn Árnesinga lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerðir 7. og 8. fundar lagðar fram til kynningar.

 1. Fundargerð stjórnar Byggðarsafns og Ársskýrsla 2022

Fundargerð 4. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga ásamt ársskýrslu Byggðasafns Árnesinga lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 13.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. apríl, kl 09.00. í Árnesi.

Skjöl