Sveitarstjórn

43. fundur 05. júlí 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

            Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. júlí 2017  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Landsnet. Sverrir Jan Norðfjörð og Helgi Þorvaldsson starfsmenn Landsnets mættu til fundar og sögðu frá starfsemi fyrirtækisins. Þeir ræddu einnig um viðhalds- og framkvæmdaáform á vegum þess. Að sögn þeirra mun færast í vöxt að línulagnir verði settar í jörð.

2.     Hvammsvirkjun. Matsskýrsla. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun undirritað af Jakob Gunnarssyni með því fylgdi Frummatsskýrsla um áhrif Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu, útivist, ásýnd og samfélag. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og almenn áhrif af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun.

Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun vegna frummatsskýrslu Hvammsvirkjunar Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands.

Þar sem niðurstöður matsins eru að um  óverulega neikvæð áhrif á  ferðaþjónustu og útivist sé að ræða og óverulega neikvæð til talsvert neikvæðra áhrifa á landslag og ásýnd lands sem og þess að samkvæmt orkuspá 2016-2050 er minni árleg aukning notkunar en fyrri spár töldu. Er það rétt að mati sveitarstjórnar að skoða betur mótvægisaðgerðir, áður en lengra er haldið. Sveitarstjórn telur ekki eðlilegt að tengja tilkomu brúar við virkjanaáform til grundvallar í spurningakönnun unninni af RRF um áhrif Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu útivist og samfélag. Bókun samþykkt samhljóða

Meike Witt lagði fram eftirfarandi bókun :  Að mínu mati liggja villandi og ófullnægjandi gögn (myndefni sem sýna fyrr og eftir) til grundvallar í spurningarkönnun RRF um Landslag og ásýnd lands. Varðandi Áhrif á ferðaþjónustu, útivist og samfélag: Tenging brúarinnar við virkjanaframkvæmdir er með öllu óeðlileg. Brúin sem slík er eðlileg samgöngubót og á að vera á áætlun óháð virkjanaframkvæmdum eins og hefur verið gert í nágrannasveitum. Að mínu mati þarf að endurvinna báðar viðhorfskannanirnar (Áhrif á á ferðaþjónustu, útivist, og samfélag og Landslag og ásynd lands) frá grunni til að gefa rétta mynd af framkvæmdum og áhrifum þeirra á þá þætti sem stóð til að rannsaka.

3.     Bréf Úrskurðarnefndar um kæru á samþ. Deiliskipulagsbreyting. Hjólhýsasvæði Skriðufelli. Lagt var fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, undirritað af Helenu Þráinsdóttur.

Efni bréfsins er kæra vegna breytinga á skilmálum á deiliskipulagi á hjólhýsasvæði við Skriðufell. Kæran lögð fram af Kolbrúnu Garðarsdóttur hdl fyrir hönd Félags leigutaka hjólhýsastæða í landi Skriðufells. Gerð er krafa um að deiliskipulagsbreyting verði felld úr gildi. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og senda umbeðin gögn.

4.     Framkvæmdaáætlun – viðauki.  Sveitarstjóri lagði fram viðauka við Framkvæmda/fjárfestingaáætlun yfirstandandi árs. Tilefnið er kaup á bifreið til skólaaksturs kaupverð allt að 4 mkr. Útgjöldum mætt með handbæru fé. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupum bílsins.

5.     Rauðukambar- viljayfirlýsing um samstarf. Lögð fram viljayfirlýsing
um uppbyggingu við Reykholt í Þjórsárdal milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps annars vegar og Rauðakambs ehf hins vegar, unnin af Áslaugu Árnadóttur lögmanni fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir framlagða viljayfirlýsingu samhljóða og felur oddvita að vinna að áfram að verkefninu.

6.     Friðlýsing Gjárinnar. Drög að friðlýsingu. Lögð voru fram drög að friðlýsingu Gjárinnar í Þjórsárdal. Samin af sérfræðingum í Auðlinda – og umhverfisráðuneytinu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að friðlýsingunni með til þess bærum aðilum.

7.     Samgöngumál ályktun. Sveitarstjóri lagði fram eftirgreinda bókun :

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir óánægju með ástand vega í sveitarfélaginu.

Í núgildandi samgönguáætlun er ekki getið um neina vegi í sveitarfélaginu. Sætir það undrun sveitarstjórnar og annarra íbúa sveitarfélagsins. Ástand margra vega í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er með þeim hætti að við það verður ekki unað lengur. Á það sérstaklega við um tengivegi og afleggjara að heimilum fólks og fyrirtækja. Kemur til aukið álag vegna ferðamannastraums og þungaflutninga.

Sveitarstjórn skorar á yfirvöld samgöngumála, þar með talda þingmenn kjördæmisins og ráðherra samgöngumála að leggja til aukið fé til samgöngumála í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ályktun samþykkt. Sveitarstjóra falið að senda hana til alþingismanna og viðeigandi ráðherra.

8.     Tilboð í gatnagerð í Brautarholti og Árneshverfum. Máli frestað til næsta fundar.

9.     Bréf frá Skipulagsstofnun. Stækkun á verslunar- og þj. svæði Árnesi.

Bréf lagt fram frá Skipulagsstofnun. Undirritað af Sigríði Björk Jónsdóttur. Tilgreina þarf að mati stofnunarinnar nánar stærð landnotkunarreita fyrir verslun, þjónustu og íbúðasvæði. Máli vísað til skipulagsráðgjafa til frekari vinnslu.

10.  Afgjald Hitaveitu Brautarholts. Í ársreikningi veitunnar fyrir árið 2016 var samþykkt 12 % afgjald af veltu til Sveitarfélagsins sem er eigandi veitunnar. Á árunum 2003 og 2004 og á árunum 2007- 2015 greiddi Hitaveitan ekki afgjald til eiganda. Sveitarstjórn samþykkir að greitt verði afgjald til eiganda sem nemur 12 %  af veltu áranna 2003 – 20004 og áranna 2007-2015. Auk þess samþykkir sveitarstjórn að afgjald verði 12 % af veltu framvegis.

Fundargerðir til umfjöllunar og staðfestingar

11.  Fundarg. 135. fundar Skipulagsn. Mál nr. 16,17,18 og 19 þurfa afgr.

16. mál  Kálfhóll lóð lnr 178950: 5 frístundalóðir: Deiliskipulag - 1701074

Fyrir Skipulagsnefnd var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. maí 2017 varðandi deiliskipulag frístundahúsalóðir úr landi Kálfhóls. Er óskað eftir því að sveitarstjórn taki afstöðu til athugasemda sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands auk þess sem bent er á að afmörkun byggingarreits einnar lóðar samræmist ekki ákvæðum skipulagsreglugerðar.

Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með þeirri breytingu að byggingarreitur efstu lóðar er færður fjær vegi til samræmis við skipulagsreglugerð. Ekki er talin þörf á að gera breytingar á deiliskipulaginu vegna umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins.

Sveitarstjórn samþykkir  deiliskipulagið með þeirri breytingu að byggingarreitur efstu lóðar verði  færður fjær vegi til samræmis við skipulagsreglugerð. Að mati sveitarstjórnar er ekki þörf á að gera breytingar á deiliskipulaginu vegna umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins

 

17. mál . Holtabraut 1-7: Holtabraut 1 og 3: Fækkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1704037. Máli frestað.

18. mál. Kílhraun land 191805 (Áshildarmýri): Borhola við Áshildarveg: Deiliskipulagsbreyting – 1705062

Lögð fram umsókn eigenda landsins Kílraun land lnr. 191805, dags. 30. maí 2017, sem er innan deiliskipulagssvæðis fyrir frístundabyggð sem kallast Áshildarmýri. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi sem felst í að afmörkuð verði 225 fm lóð utan um borholu þar sem fyrirhugað er að byggja 15 fm hús.

Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Áshildarvegar 27 og 29.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna  hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Áshildarvegar 27 og 29.

19. mál. Sandlækur 2 land 191848: Sandlækur 2 land 3: Stofnun lóðar – 1706019

Lögð fram umsókn Elínar Erlingsdóttur dags. 1. júní 2017 um stofnun 22,2 ha spildu úr landinu Sandlækur 2 land lnr. 191848. Upprunalandið er 64,8 ha að stærð með 21,5 ha ræktað land skv. lóðablaði en er skráð 74,2 ha fasteignaskrá með 23 ha ræktað land. Á nýrri spildu verður ræktað land 13,5 ha. Eftir skipti verður stærð upprunalands 42,6 ha með 8 ha ræktuðu landi. Gert er ráð fyrir að ný spilda fá heitið Sandlækur 2 land 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun nýrrar spildu og breytingu á afmörkun og stærð upprunalands, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. Jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir stofnun nýrrar spildu sem og breytingu á afmörkun og stærð upprunalands, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands. Sveitarstjórn samþykki landsskiptin skv. 13. gr. jarðalaga.

 

 

12. Fundarg. 136. fundar Skipulagsn. Mál nr. 1,2,3,4,5,6 og 7 þurfa afgr. 

1.     Mál. Útverk lnr. 166499: Nýr byggingarreitur: Fyrirspurn – 1706053

Lögð fram fyrir Skipulagsnefnd fyrirspurn Odds Carl Einarssonar dags. 15. júní 2017 um byggingu gróðurskála/gróðurhús við bæinn Útverk. Meðfylgjandi erindi var  afstöðumynd sem sýndi afmörkun byggingarreits fyrir hús sem er 5x14 m og 7 m að hæð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út byggingarleyfi í samræmi við umsókn með fyrirvara um að það sé utan þekkts flóðasvæðis sbr. gögn sem til eru hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir gefið verði út byggingarleyfi í samræmi við umsókn með fyrirvara um að það sé utan þekkts flóðasvæðis sbr. gögn sem til eru hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.     Mál Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun: Aðalskipulagsbreyting – 1704045

Lögð var fram fyrir Skipulagsnefnd að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirhugað er að stækka íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis, fella út leikskólalóð norðan Skólabrautar, stækka svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins) auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 15. júní sl. Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist.

Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

3.     Mál. Nónsteinn og Bugðugerði: Árnes: Stækkun lóðar og fjölgun: Deiliskipulagsbreyting – 1706022

Lögð var fyrir Skipulagsnefnd tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Árnes til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem er í vinnslu. Í breytingunni felst m.a. að verslunar- og þjónustulóðin V3 (Nónsteinn) stækkar, gert er ráð fyrir 3 íbúða raðhúsi og parhúsi við enda Bugðugerðis og 4 íbúða raðhúsi við Skólabraut. Auk þess voru lagðar fram nokkrar breytingar sem varða afmörkun lóða og vega til samræmis við nákvæmari mælingar.

Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 

 

Mál. Búrfellsvirkjun 166701: Ýmsar breytingar í ferli: Deiliskipulagsbreyting – 1609042. Lögð fram  fyrir Skipulagsnefnd að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Um er að ræða breytingar víða um virkjanasvæðið sem varða m.a. stærðir lóða og afmörkun vinnubúðasvæða, legu jarðstrengs, afmörkun og efnismagni náma og efnislosunarsvæða, legu vega innan svæðis, stærð byggingarreita, legu og gerð frárennslisskurðar o.fl. Þá er einnig afmörkuð lóð fyrir þjónustuhús (salerni) við Hjálparfoss. Tillagan var auglýst 4. maí með athugasemdafresti til 16. júní, engar athugasemdir bárust en fyrir liggja nýjar umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Umhverfisstofnun. Tillagan var einnig send Skógrækt ríkisins og Fiskistofu til umsagnar en ekki hefur borist bréf frá þeim.

Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki breytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu og feli skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

4.     Mál. Búrfellsvirkjun 166701: Framkvæmd við háspennustreng: Fyrirspurn – 1706050.

Lögð fyrir Skipulagsnefnd,  fyrirspurn Landsvirkjunar dags. 15. júní 2017 þar sem óskað var eftir heimild til að hefja framkvæmdir við háspennustreng skv. legu eins og hún er sýnd i breytingu á deiliskipulagi sem er í vinnslu. Óskað er eftir að litið verði á framkvæmdina sem óverulegt frávík frá gildandi skipulagi sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fram kemur að málið hafi verið kynnt fulltrúa Umhverfisstofnunar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaleyfi í samræmi við umsögn enda sé um að ræða mjög óverulegt frávik frá gildandi deiliskipulagi og gert er ráð fyrir þessari legu í breytingu á skipulagi sem fengið hefur jákvæða umsögn Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar. Ekki er talið að framkvæmdin hafi áhrif á aðra hagsmunaaðila.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veitt verði  framkvæmdaleyfi í samræmi við umsögn. Sveitarstjórn tekur undir með Skipulagsnefnd og telur um sé að ræða mjög óverulegt frávik frá gildandi deiliskipulagi og gert er ráð fyrir umræddri legu í breytingu á skipulagi.

5.     Mál. Hjálparfoss: Vatnslagnir að salernishús: Framkvæmdaleyfi – 1706071.

Lögð var fyrir Skipulagsnefnd  umsögn Skógræktarinnar dags. 20. júní 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu kaldavatnslagnar frá Búrfellsvirkjun undir botn Fossár að fyrirhuguðu salernishús við Hjálparfoss. Fyrir liggur heimild Fiskistofu dags. 2. nóvember 2016 fyrir framkvæmdinni, með ákveðnum skilyrðum, og gildir leyfið til nóvember 2017. Í tölvupósti dags. 19. júní 2017 kemur fram að fara þurfi í framkvæmdir áður en veiðitímabilið hefst í ágúst.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi verði veitt í samræmi við umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi skriflegt samþykki landeigenda og veiðifélags Fossár.

Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt í samræmi við umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi skriflegt samþykki landeigenda og veiðifélags Fossár.

6.     Mál. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal: Deiliskipulag – 1511004

Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum og umsögnum.

 

13.  Fundargerð stjórnar Brunavarna Árn. Fundargerð lögð fram og staðfest.

14.  Fundargerð 24. Fundar Almannavarnanefndar. Lagt fram og staðfest.

15.  Fundargerð 24. Fundar Menningar – æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest.

16.  Fundargerð 21. Fundar Atvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest. Auk þess kynnt drög að atvinnumálastefnu sveitarfélagsins.

17.  Fundargerð Skóla- og Velferðarþjónustu Árn. 20.06.17. Lögð fram og kynnt. Fundargerð staðfest.

18.  Fundargerð NOS 15.06.17. Fundargerð staðfest.

Samningar – umsagnir.

19.  Samningur um refaveiðar. Lagður fram samningur um refaveiðar við Berg Þór Björnsson um refaveiðar. Framlenging eldri samnings. Samningur samþykktur.

20.  Samningur um leigu á íbúðarhúsinu Miðhús. Lögð fram drög að húsaleigusamningi um íbúðarhúsið Miðhús milli Krosshóls ehf og Sveitarfélagsins. Húseignin verður framleigð til starfsmanns sveitarfélagsins. Húsaleigusamningur samþykktur og sveitarstjóra falin undirritun.

21.  Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland. Fyrri umræða. Lögð fram drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög í umdæmi Sýslumannsins á Suðurlandi. Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa lögreglusamþykktinni til síðari umræðu.

22. Náms – og starfsráðgjafi. Oddviti kynnti áskorun frá skólastjórnendum um endurskoðun ákvörðunar um staðsetningu starfsstöðvar náms- og starfsráðgjafa. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að mæla með því að starfsstöðin verði í Flóaskóla. Skafti, Meike og Anna Þórný voru samþykk því að starfsstöðin verði áfram í Flóa. Halla og Bjarni greiddu atkvæði gegn því og samþykkja að starfsstöðin verði í Hveragerði.

23.  Leyfi vegna efnistöku í Fauskásalæmi. BM Vallá óskar eftir leyfi til efnistöku í Fauskásalæmi. Sveitarstjórn samþykkir að veita fyrirtækinu leyfi til efnistökunnar.

24.  Brunavarnir Árnessýslu. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánsjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 44.000.000 kr til 7 ára. Í samræmi við skilmála láns til ársins 2024 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. Heimild i 2 mgr 69 gr sveitarstjórnarlaga nr 138/2011 og er hún óskipt gagnvart kröfuhafa. Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir Lánasjóðnum  veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til að staðfesta fh Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritum lánssamningsins. Vísast að öðru leyti til fylgiskjals vegna máls.

24. Beiðni um styrk til kvikmyndagerðar. Lagt fram erindi frá Ólafi Ólafarsyni kvikmyndagerðarmanni. Þar sem hann kynnir áform um gerð kvikmyndar í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn fagnar framtakinu.

25.  Beiðni um styrk vegna hamfara á Grænlandi. Lögð var fram beiðni frá samtökunum Vináttu í verki þar sem óskað eftir stuðningi vegna hamfara á Grænlandi. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

26. Kambaslóð 6. Skipulagsmál.

Lögð fram að nýju umsókn eigenda lóðarinnar Kambaslóð 6 úr landi Hamarsheiðar 2 dags. 9. maí 2017 þar sem óskað er eftir að lóðinni verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Er einnig lagt fram bréf Guðbjargar Kolbeinsdóttur dags. 1. júní 2017, eigenda Hamarsholt, þar sem gefið er leyfi fyrir lagningu nýs vegar um landið að lóðinni.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Mál til kynningar

A.   Stjórnarfundur SASS nr 521. Fundargerð.

B.    Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ.

C.   Frumvarp. Tillaga að stefnumótun um eigendastefnu ríkisjarða.

D.   Afgreiðslur byggingafulltrúa. 22.05.2017.

E.    Afgreiðslur byggingafulltrúa. 07.06.2017.

F.    Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk.

G.   Ný persónuverndarlög.

H.   Sjóður innheimtur.

I.      Skoðun leikssvæða við skólastofnanir í SKOGN.

J.     Álagningarskrá.

K.   Tillögur um breytingar á reglugerð um lífeyrisskuldbindingar.

L.    Sjúkraþyrla.

M. Viðbragðsáætlun hópslys.

N.   Aðalskipulag – vinnufundur.

O.   Skýrsla sveitarstjóra

Fundi slitið kl 18:25.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  2. ágúst  næstkomandi. Kl 08.00 árdegis.

 

Gögn og fylgiskjöl: