Stóri plokkdagurinn

Mynd af heimasíðu plokkdagsins - plokk.is
Mynd af heimasíðu plokkdagsins - plokk.is

Stóri plokkdagurinn verður haldinn í sjötta sinn á sunnudaginn 30. apríl. Öll eru hvött til að drífa sig út að plokka og bæta og kæta þannig umhverfi okkar og náttúru. Þar sem snjórinn er aftur kominn og gerir plokkið ef til vill örlítið erfiðara þá hvetjum við öll til að skoða bara girðingarnar og trén í kringum okkur í staðin, á þeim hangir oft ýmislegt eftir veturinn og fínt að byrja þar!

Á sunnudaginn verður búið að koma fyrir kerru við grenndargámana í Brautarholti og pallbíl sveitarfélagsins við grenndargámana í Árnesi og þar má skilja eftir stóra poka og annað sem ekki passar í grenndargámana. Á kerrunni og pallinum verða plastpokar fyrir þá sem vantar poka undir plokkið!

Hér má finna ýmsan fróðleik og góð ráð um plokk:  Stóri plokkdagurinn - plokk.is