Stóra upplestrarkeppnin í Árnesi

Sigurvegararnir að taka við verðlaunum, frá vinstri: Boletta H. Koch skólastjóri Þjórsárskóla, Ásdís…
Sigurvegararnir að taka við verðlaunum, frá vinstri: Boletta H. Koch skólastjóri Þjórsárskóla, Ásdís María Birgisdóttir, Snorri Ingvarsson, Bergur Tjörvi Bjarnason og Karen Kristjana Ernstdóttir íslenskukennari.

Fimmtudaginn 27.apríl var Stóra upplestrarkeppnin haldin og að þessu sinni í Árnesi.  Keppendur voru 9 talsins frá þremur skólum en það eru Flúðaskóla, Flóaskóli og Þjórsárskóli. Okkar nemendur í Þjórsárskóla stóðu sig frábærlega vel og hnepptu öll verðlaunasætin. Eftir spennandi og jafna keppni varð Bergur Tjörvi Bjarnason í fyrsta sæti, Ásdís María Birgisdóttir í öðru og Snorri Ingvarsson í þriðja. Íslenskukennarinn þeirra í vetur er Karen Kristjana Ernstdóttir.