Smávægileg breyting á sorphirðudögum

Samkvæmt sorphirðudagatali hefði átt að sækja almennt sorp í Gnúpverjahreppinn í dag og Skeiðin á morgun. Vegna frídaganna í kringum páska frestast þessi ferð um einn dag, svo þeir sækja í Gnúpverjahreppinn á morgun, fimmtudaginn 13. apríl og Skeiðin á föstudaginn 14. apríl.