Óskað er eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu og félagslega heimaþjónustu

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu í uppsveitum og Flóa.

Um er að ræða allt að 80 % stöðu, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Einnig vantar starfsfólk í sumarafleysingu.

Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Veita félagslegan stuðning og hvatningu
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega
 • Hreint sakavottorð

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Skilyrði að umsækjandi hafi reynslu af almennum heimilisstörfum
 • Að vera 20 ára eða eldri og hafa bíl til umráða.
 • Mælst er til að viðkomandi geti talað íslensku

Umsóknir berist fyrir 20.apríl nk. á sigrun@arnesthing.is

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Símonardóttir í síma 480-1180

eða sendið fyrirspurn í tölvupósti á sigrun@arnesthing.is