Opinn fundur um leiksvæðið í Brautarholti

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20:00 verður opin fundur um endurhönnun leiksvæðisins við Leikskólann í Brautarholti. Öll áhugasöm hvött til þess að mæta á fundinn. Um er að ræða hugmynda- og hugarflugs fund þar sem fólki gefst tækifæri að koma með hugmyndir sem snúa að endurhönnun leiksvæðisins.
Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið sem undirrituð stýrir og er fundurinn haldinn af stýrihópnum.
Fundurinn hefur verið stofnaður sem viðburður á facebook og hér er hlekkur inn á viðburðinn: https://fb.me/e/6MNphNccH
 
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Anna Greta leikskólastjóri
Leikskólinn Leikholt