- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Rauðukambar ehf., dótturfélag Bláa Lónsins h.f. býður íbúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á opinn dag í Fjallaböðunum við Reykholt þann 12. október næstkomandi.
Hvernig miðar framkvæmdum í Þjórsárdal og hvernig lítur nánasta framtíð út? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara á opnum degi fyrir íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Aðspurður segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna, að um mikilvæga vörðu sé að ræða á leið Fjallabaðanna frá hugmynd til framkvæmda. „Nú eru Fjallaböðin hægt og rólega að rísa og viljum við leyfa ibúum að fylgjast með hvernig framkvæmdinni miðar. Nú er því góður tími til að koma, skoða sig um og spjalla saman um Fjallaböðin og Gestastofuna.“ segir Magnús Orri.
Áhugasömum er boðið að mæta í Reykholt þann 12. október klukkan 14, þar sem gengið verður um hótelbygginguna og Fjallaböðin. Þá gefst kostur á að spyrja spurninga um verkefnið, njóta veitinga og virða framtíðina fyrir sér.
Við bendum á að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér. Skráningu lýkur þann 6. október.
https://forms.office.com/e/JYPkb5UZV3
Allir íbúar og hagsmunaaðilar eru hjartanlega velkomnir.