Minnum á íbúafund á morgun

Árnes úr lofti
Árnes úr lofti

Minnum á íbúafundinn á morgun, þriðjudaginn 11. júní kl. 20:00, í Árnesi um uppbygginguna sem er framundan í Árnesi.

Á fundinum verður farið yfir vinnuna sem hefur átt sér stað frá síðasta íbúafundi og kynntar hugmyndir að því hvernig framtíðarskipulag í Árnesi geti litið út. Hönnun á íþróttamiðstöð er langt komin og verður kynning á skipulaginu og þeirri starfssemi sem hugsuð er í húsinu ásamt því að sýna húsið í þrívíddarumhverfinu bæði að innan og utan.

Meðfylgjandi eru tvær skýrslur sem voru unnar í framhaldi af síðasta íbúafundi. Önnur skýrslan inniheldur niðurstöður spurningalista sem gestir fylltu út og hin skýrslan fjallar um aðdraganan og upphafsár Árnes.

Niðurstöður spurningarkönnunar má finna hér

Skýrsla um upphafsár byggðar í Árnesi