Laus staða deildarstjóra í Leikholti


Leikskólinn Leikholt í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starfshlutfall frá 1. janúar 2026.

Sýn okkar í Leikholti er sú að í skólanum fari fram framúrskarandi skólastarf byggt á umhyggju, fagmennsku og öflugu fólki, studd með aðbúnaði og umgjörð sem sómi er að. Leikholt er þriggja deilda leikskóli. Á hverri deild eru um 7 – 16 börn. Á leikskólanum eru um 50 nemendur frá 1. árs aldri. Leikskólinn er staðsettur í Brautarholti í um 20 mín fjarlægð frá Selfossi.

Meginverkefni deildarstjóra eru að:
Skapa hvetjandi námsumhverfi og vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, byggt á lögum um leikskóla og aðalnámskrá.
Vinna að og leggja mat á stöðu og framfarir nemenda.
Vinna að fagmennsku að farsæld, velferð og menntun nemenda.
Vinna markvisst að því að byggja upp jákvæðan skólabrag og öryggt skólaumhverfi, auk þess að hafa frumkvæði að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við foreldra.

Hæfniskröfur:
• Starfsleyfi kennara, skilyrði
• Búa yfir sérhæðri hæfni á leikskólastigi, æskileg.
• Kennslureynsla, æskileg.
• Vinnusemi og stundvísi.
• Færni í að vinna náið með öðrum og að fjölbreyttum verkefnum.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.

Umsóknir skal senda á leikholt@leikholt.is, Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2025.
Ráðið í er stöðuna frá og með 1. janúar 2026 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið með möguleika á fastráðningu að ráðningatíma liðnum. Áskilur leikskólinn sér rétt til þess að falla frá ráðningu eða ráða leiðbeinenda eða leikskólaliða til starfa, sæki enginn kennari um. Starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar.
Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Nánari upplýsingar veitir Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri leikholt@leikholt.is og í síma 486 55 86. Fólk, óháð kyni er hvatt til að sækja um.