Kennarastöður lausar í Þjórsárskóla

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-9. bekk. Nemendur eru rétt rúmlega 60 talsins og er þeim kennt í þremur kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Skólinn er stækkandi og stefnir í heildstæðan grunnskóla eftir eitt ár. Mikil þróun og vinna er í gangi við húsnæði og aðstöðu sem gefur mörg skemmtileg tækifæri í þróun kennsluhátta í samræmi við skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Óskum eftir kennurum í eftirfarandi stöður:

Umsjón á yngsta stigi, 80% staða í 1-4 bekk.

Útinám, list- og verkgreinar, 100% staða, kennsla í 1.-9. bekk.

Umsjón á miðstígi með kennslu í íslensku, dönsku, samfélagsfræði og upplýsingatækni, 80% staða, í 5.-7. bekk .

Umsjón á unglingastigi með kennslu í íslensku og dönsku, 40% staða, í 8-9 bekk.

Ráðið er frá 1. ágúst 2025.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og ánægja af starfi með börnum
  • Faglegur metnaður og færni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi í takt við aðalnámskrá og skólastefnu okkar.
  • Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda.
  • Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti.
  • Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda.
  • Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli.
  • Hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag og taka ábyrgð á eigin starfsþróun.
  • Hreint sakavottorð.

Fólk, óháð kyni, er hvatt til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch, skólastjóri, sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2025. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og upplýsingum um fyrri störf sendist í tölvupósti á bolette@thjorsarskoli.is.