Íbúafundur um uppbyggingu og skipulag í Árnesi

Íbúafundur um uppbygginguna sem er framundan í Árnesi, verður haldinn í Árnesi laugardaginn 16. mars kl. 10.30-12.30

Á fundinunum verða kynntar mismunandi hugmyndir að uppbyggingunni sem framundan er og verður opið samtal til þess að koma á framfæri hugmyndum og sjónarmiðum í vinnunni sem er í gangi. 

Páll Jakob Líndal dr. í umhverfissálfræði fer yfir vinnuna og þá hugmyndafræði sem unnið er eftir. Uppbygging umhverfis fyrir fólk þarf að mæta þörfum þess. Með vísindalega þekkingu á samspili fólks og umhverfis, og uppbyggilegt samráð við hagsmunaaðila að vopni, tökum við upplýstari ákvarðanir og sköpum betra umhverfi. 

Með öflugri þrívíddartækni má birta hvaða umhverfi sem er og með rannsóknarhugbúnaði  er hægt að safna gögnum um áhrif umhverisins á upplifun og atferli í gegnum allan feril hönnunar og skipulags.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð - hvetjum öll til að mæta