Fjallaböðin í Þjórsárdal verða að veruleika

Fyrsta skóflustunga
Fyrsta skóflustunga

Í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna.    

Hér er á ferð metnaðarfull uppbygging í Þjórsárdal sem áætlað er að verði komin í gagnið árið 2025.  

Annars vegar er um að ræða Fjallaböðin; baðstað og 40 herbergja hótel, þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan en stór hluti byggingarinnar verður byggður ínni fjallið Rauðukamba. Hins vegar er um að ræða Gestastofu Þjórsárdals sem mun rísa í mynni Þjórsárdals. Þar verður reist 2000 fermetra þjónustubygging sem mun hýsa upplýsingamiðstöð ferðamanna, metnaðarfullt sýningarhald, og veitingaþjónustu ásamt fleiri gistimöguleikum, í smáhýsum og á tjaldstæði.  

  

Umhverfis- og sjálfbærnisjónarmið eru höfð að leiðarljósi við alla uppbyggingu. Allar byggingar verða BREEAM sjálfbærnivottaðar. Þannig er stefnt að lægra kolefnisspori en venja er til, vistvænum lausnum við byggingu og endurvinnslu á byggingarefni. Stefnt verður að kolefnisjöfnuðum rekstri frá fyrsta degi. Þegar hefur félagið plantað 120.000 trjám í Þjórsárdal til að tryggja bindingu kolefnis stax við opnun.  


Áætlaður kostnaður við uppbygginguna er á bilinu 6-8 milljarðar króna. Bakhjarlar verkefnisins eru Rauðukambar ehf en helsti eigandi þess eru Íslenskar heilsulindir ehf, dótturfélag Bláa Lónsins hf.  

 

  • Gestir