Beitarstykki til leigu

Folöld þurfa góða beit - Mynd tekin af vef Bssl.is
Folöld þurfa góða beit - Mynd tekin af vef Bssl.is

Nokkur beitarstykki í eigu sveitarfélagsins eru nú laus til leigu. 

Spilda nr. 2 - við Tröð (í fyrrum landi Réttarholts) ca. 3 hektarar

Spilda nr. 3 - við Flatir, ca 5,5 hektarar

Spilda nr. 4 - við Flatir, ca 6 hektarar

Spilda nr. 5 - Austan við Löngudælaholt, ca 3,5 hektarar

Spildurnar eru allar auglýstar til leigu - með fyrirvara um að þær teljist beitahæfar í úttekt Landgræðslunnar. 

Frekari upplýsingar um leiguverð, staðsetningu og fleira má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknir þurfa að berast í netfangið skeidgnup@skeidgnup.is í síðasta lagi miðvikudaginn 31. maí nk.