Auglýsing um skipulagsmál í Skeiða-og Gnúpverjahrepp

Teikning og skipulag
Teikning og skipulag

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Miðhúsa 1 og Miðhúsa 2. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha.

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Miðhús 2 L166580; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2204032

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags innan lands Miðhúsa 2. Samhliða er auglýst breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða fyrir frístundahús sem byggir á samkomulagi landeigenda um skiptingu svæðisins.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/

Málin eru auglýst frá 16. júní 2022 til og með 29. júlí 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU