Auglýsing um skipulagsmál í Skeiða-og Gnúpverjahrepp

Skipulag
Skipulag

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Búðanáma E13; Aukið umfang efnistöku; Aðalskipulagsbreyting – 2203049

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2022  að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistökusvæðis E13. Í breytingunni felst stækkun á fyrrgreindu efnistökusvæði E13 merk Búðarnáma á aðalskipulagi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er stærð námunnar allt að 50.000 m3. Með breyttu aðalskipulagi verði efnismagn námunnar allt að 125.000 m3.

Tillagan er í kynningu frá 27. apríl 2022 til og með 18. maí 2022

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting – 2104010

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Brautarholti.  Í breytingunni felst m.a. að gatan Vallarbraut færist um 10-12 m til austurs og suðurs. Bætt er við gönguleiðum, útivistarsvæði og leiksvæði bæði vestan við byggðina og eins sunnan við núverandi borholu hitaveitunnar auk þess sem skilgreint er svæði fyrir grenndargámasvæði norðan sundlaugar.

Tillagan er auglýst frá 27. apríl til og með 10. júní 2022

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is auk fylgigagna. 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU