Atvinnuþróunarfulltrúi verður í Árnesi fimmtudaginn 22. febrúar

Eins og auglýst hefur verið hér á heimasíðunni er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, ásamt fleiri sjóðum, um þessar mundir. Að því tilefni ætlar Lína Björg atvinnuþróunarfulltrúi okkar að vera á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps fimmtudaginn 22. febrúar frá kl. 12.30 til  kl.15.00 og veitir bæði leiðbeiningar um sjóði og veitir ráðgjöf og aðstoð við umsóknir og fleira þess háttar.  

Hægt er að hafa samband við Línu á netfangið lina@sveitir.is

Á heimasíðuni www.sveitir.is má finna ágætis yfirlit yfir sjóði sem eru opnir fyrir umsóknir núna.

Nánari upplýsingar um Uppbyggingasjóð Suðurlands og sóknaráætlun Suðulands má finna hér: Uppbyggingarsjóður Suðurlands - SASS