Álagningaseðlar fasteignagjalda

Í lok janúar var lokið við álagningu fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og var keyrður út 2. gjalddagi núna um síðustu mánaðarmót.  Í einhvejrum tilfellum virðist hafa komið vitlaus eindagi á reikninga fyrirtækja, þannig að bæði gjalddagi og eindagi lentu á sama daginn. Það ætti að vera búið að laga það í flestum tilvikum, en mikilvægt er að láta vita ef svo er ekki.  

Eins og áður má finna álagningaseðil ársins með yfirliti yfir gjalddaga ársins, inni á Island.is  -en kröfuseðill hvers gjalddaga birtist undir rafræn skjöl á heimabanka einstaklinga.