Sveitarstjórn

5. fundur 07. september 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Haraldur Þór Jónsson

Ekki voru gerðar athugasemdir við fundarboðið
Lagt var til að tekið yrði inn á dagskrá fundar erindi frá leikskólastjóra Leikholts um ósk um breytingu á skóladagatali Leikholts.  Verður það mál nr. 29 á dagskrá.  Var það samþykkt samhljóða

1. Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Framundan er vinna við fjárhagsáætlun.  Lagt fram minnisblað samband íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar. 

Sveitarstjórn mun hafa þessar upplýsingar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

 

2. Starfshópur um nýtingu vindorku - umsagnarbeiðni

Til starfa hefur tekið starfshópur til að gera tilllögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.  Hefja á samráðsferli strax til að aðilar sem hafa skoðanir á viðfangsefni hópsins geti komið þeim á framfæri í upphafi ferilsins.

Sveitarstjórn vísar erindinu til loftslags- og umhverfisnefndar og atvinnu- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

 

3. Ósk um tilnefningu í samstarfshóp v. Kerlingafjalla

Í samræmi við 4.gr. auglýsingar um landslagsverndarsvæði í Kerlingarfjöllum, óskar Umhverfisstofnun eftir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um verndarsvæðið.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að skipa Sigþrúði Jónsdóttur og Ísak Jökulsson sem fulltrúa í samstarfsnefndina.

 

4. Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um Þjórsárver

Í samræmi við 4.gr. auglýsingar um friðland í Þjórsárverum, óskar Umhverfisstofnun eftir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um friðlandið.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að skipa Vilmund Jónsson og Lilju Loftsdóttur sem fultrúa í samstarfsnefndina.

 

5. Stofnun umdæmisráðs á landsvísu

Vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum eiga öll sveitarfélög á landinu að hafa skipað umdæmisráð barnaverndar fyrir 1.október næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að taka þátt í stofnun sameiginlegs umdæmisráðs á landsvísu.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.   

 

6. Skipan sveitarstjórna í milliþinganefnd

Stjórn SASS hefur ákveðið að hafa milliþinganefndir að störfum fyrir komandi ársþing samtakanna á Hótel Höfn 27. – 28. október nk. Skipa þarf fulltúra í 7 nefndir sem gert er ráð fyrir að ljúki störum sínum viku fyrir ársþingið.

Sveitarstjórn skipar eftirfarandi aðila í nefndirnar:

Fjárhagsnefnd: Haraldur Þór Jónsson.

Allsherjarnefnd: Haraldur Þór Jónsson.

Mennta- og menningarmálanefnd:Vilborg Ástráðsdóttir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd:Gunnar Örn Marteinsson.

Velferðarnefnd: Karen Óskarsdóttir.

Atvinnumálanefnd: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson.

Samgöngunefnd: Gunnar Örn Marteinsson.

 

7. Sameiginleg atvinnustefna uppsveitanna

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur hafa undirbúið að vinna sameiginlega atvinnustefnu uppsveitanna.  Sveitarstjóri leggur til að Skeiða- og Gnúpverjahreppur taki þátt í verkefninu og þannig verði til sameiginleg atvinnustefna allra sveitarfélaganna í uppsveitunum.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að taka þátt í að vinna sameiginlega atvinnustefnu uppsveitanna og skipar Bjarna Hlyn Ásbjörnsson og Árni Má Einarsson sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í vinnuna.

 

8. Heimsókn sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaðurinn á suðurlandi, kom fyrir fundinn og kynnti starfsemi embættisins.

Sveitarstjórn þakkar Kristínu fyrir góða kynningu.

 

9. Áshildarmýri ehf - staða máls

Lagt fram til kynningar.

 

10. Umsókn um leikskóladvöl aðra hverja viku

Fyrir liggur fyrirspurn um hvernig leikskóladvöl aðra hverja viku fyrir barn sem hefur lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en einnig öðru sveitarfélagi sé háttað.  Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út álit um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskólum.  Þar kemur fram að beiðnum frá forsjáraðilum um tvöfalda grunnskólagöngu barna hafi fjölgað en það er mat sambandsins að tvöföld leik- eða grunnskólavist barna samræmist ekki ákvæðum viðkomandi laga. Ráðleggur sambandið því öllum sveitarfélögum að hafna slíkum beiðnum. Þá tekur embætti umboðsmanns barna undir það sem fram kemur í álitinu um að rétt sé að miða við að foreldrar lagi sig að aðstæðum barns, til að tryggja því samfellu í daglegu lífi, öryggi og festu fremur en að barnið aðlagi sig að aðstæðum foreldranna.

Sveitarstjórn vísar í ofangreind tilmæli frá Sambandi sveitarfélaga, 5.gr. laga um lögheimili nr. 80/2018 og 3.mgr. 32.gr. laga nr 75/2003. Sveitarstjórn felur skólanefnd að gera leiðbeinandi reglur um tvöfalda skólavistun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

11. Umsókn um leikskóladvöl fyrir 12 mánaða aldur

Óskað er eftir að fá pláss í Leikholti fyrir barn sem er ekki búið að ná 12 mánaða aldri. Leikskólastjóri hefur staðfest að geta tekið á móti barninu á þeim tíma sem foreldrar óska eftir. 

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að taka á móti barninu þar sem aðstæður leyfa það.  Sveitarstjórn felur skólanefnd að endurskoða reglur um inngöngu í Leikholt.

 

12. Kaup uppsveita á Sportabler

Lagt fram bréf frá Gunnari Gunnarssyni í Heilsueflandi samfélagi Uppsveitanna er varðar kaup á hugbúnaðinum Sportabler.  Með hugbúnaðinum mun sveitarfélagið geti komið frístundastyrkjum til íbúa í rafrænt ferli.  Annað markmið með tengingunni við Sportabler kerfið væri að safna saman á einn stað upplýsingum um allt íþrótta- og tómstundastarf í uppsveitunum til að auðvelda foreldrum að sjá hvað er í boði í nágrannasveitum.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að kaupta tengingu við Sportabler.

 

13. Bókun Byggðarráðs Skagafjarðar

Lögð fram bókun Byggðarráðs Skagafjarðar.  Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.

Sveitarstjórn tekur undir gagnrýni Byggðarráðs Skagafjarðar         og deilir áhyggjum Byggðarráðs Skagafjarðar um vaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks.  Þau framlög sem sveitarfélögin fá til að standa undir rekstri málaflokksins duga ekki til og margt sem bendir til þess að hallinn á málaflokkinum muni aukast enn frekar verði ekkert að gert. Sveitarstjórn styður tillögur Byggðarráðs Skagafjarðar um að nauðsynlegt sé að finna lausn á þessum aðkallandi vanda strax.

 

14. Aðalfundarboð Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenskra hestsins

Lagt fram aðalfundarboð. 

Gunnar Örn Marteinsson verður fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á aðalfundinum.

15. Boð á viðburðinn: Aðlögun að breyttum heimi

Lagt fram boð á viðburðinn Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Sveitarfélög, áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir.

16. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Lögð fram stefnumótun Samtand íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.

17. Dagskrá landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga

Lögð fram dagskrá um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2022.

18. Úrskurður umboðsmanns alþingis

Lagt fram til kynningar.

19. Upplýsingar v. starf talmeinafræðings

Lagt fram til kynningar.

20. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 244

 

Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts í Þjórsárdal. Í breytingunum felst að hliðra til byggingarreit B1, breyta lóðarmörkum lítillega án þess þó að breyta lóðarstærð, uppfæra byggingarmagn á byggingarreitum og skilmála um lón og að bæta inn byggingarreit yfir borholu. Tilgangur breytinganna er að fella megi byggingar fyrirhugaðra fjallabaða betur að landinu.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir viðkomandi breytingar með 5 atkvæðum. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

 

   

17.

  

Vorsabær 1 L166501; Vorsabær 1A L229266; Breytt notkun frístundalóðar og húss; Fyrirspurn – 2208043

 

Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar hugsanlega breytingu á deiliskipulagi að Vorsabæ 1. Í breytingunni felst að núverandi sumarhús á lóðinni Vorsabær 1A L229266 megi vera skráð sem íbúðarhús. Samhliða hefur verið send inn umsókn til byggingarfulltrúa um breytingu á skráningu hússins úr sumarhúsi í íbúðarhús með uppfærðum teikningum inn á gátt.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að unnið verði deiliskipulag með breytingum sem tekur til byggingarheimilda og breytta notkun lóðar innan svæðisins.

 

   

18.

  

Hraunvellir L203194; Byggingarreitur og mænishæð; Deiliskipulagsbreyting – 2208059

 

Lögð er fram umsókn frá Trix ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Hraunvalla L203194. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukin mænishæð.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem um svo óverulega breytingu er að ræða telur sveitarstjórn að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og er því ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna breytinganna.
Haraldur Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

 

21. Rammi um samræmda móttöku flóttafólksr

Lagt fram til kynningar.

22. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
 

23. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24. Fundargerð Seyrustjórnar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

25. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

26. Fundargerð Samráðsfundar fræðslustjóra ofl. nr. 19

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27. Fundargerð stjórnar SASS nr. 585

Fundargerð lögð fram til kynningar.

28. HSL - fundargerð 220.fundar

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

29. Ósk um breytingur á skóladagatali Leikholts

Leikskólastjóri Leikholts óska eftir því við skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps að fá að gera breytingu á skóladagatali með þeim hætti að færa tvo skipulagsdaga og gera starfsólki Leikholt kleift að skipuleggja endurmenntunarferð erlendis næsta vor. Haft hefur verið samráð við starfsfólk, foreldra og skólastjóra Þjórsárskóla vegna þessa. Allt starfsfólk leikskólans styður tillögu leikskólastjóra um að færa umrædda skipulagsdaga.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum breytingar á skóladagatali Leikholts

Fundi slitið kl. 12:10.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 21. september nk. Kl. 09.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: