Sveitarstjórn

50. fundur 04. nóvember 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Fundargerð sveitarstjórnar Skeiða-
  • Gnúpverjahrepps haldinn með Teams fjarfundabúnaði:  
  • 50. sveitarstjórnarfundur 04.11.2020    Mætt til fundar:
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason. Oddviti stjórnaði fundi
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sveitarstjóri óskaði eftir að þremur málum yrði bætt við dagskrá: Samningur við Umhverfisstofnun um kostnaðarþátttöku við refaveiðar, ályktarnir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu  og erindi frá Sigþrúði Jónsdóttur. Var það samþykkt samhljóða

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Fjárhagsáætlun 2021-2024 umræða. Sveitarstjóri lagði fram og útskýrði gögn til fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar 2021- 2024. Allnokkrar umræður urðu um áætlunina. Ætla má að einhverjar breytingar verði á liðum milli umræða. Umræðu um fjárhagsáætlun vísað til annarrar umræðu.

2. Gjaldskrár Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2021. Rætt um gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2021 umræðu og ákvörðunum frestað.

3. Útsvar 2021. Undanfarin ár hefur útsvar sveitarfélagsins verið 14,48%. Hámarksútsvar er 14,52%. Ákvörðun um útsvarshlutfall frestað.

4. Hálendisþjóðgarður Herbert Hauksson. Lögð var fram áskorun frá Herbert Haukssyni til sveitarstjórnar að mótmæla áformum um fyrirhugaðan miðhálendisþjóðgarð. Herbert kynnti sitt mál á fundi með oddvita og sveitarstjóra. Vísað er til þess að málefni miðhálendis-þjóðgarðs hafa áður verið lögð fyrir sveitarstjórn. Áskorun lögð fram og kynnt.

5. Sorpþjónusta- útboð ráðgjöf. Lagt var fram bréf frá Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra Bláskógabyggðar auk fundargerðar frá opnunarfundi 30.október sl, er varðar verðkönnun í ráðgjöf við gerð sameiginlegs útboðs um sorpþjónustu fyrir sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu sem er í undirbúningi. Börkur Brynjarsson verkfræðingur átti lægsta boð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að tilboði Barkar verði tekið og gengið til samninga við hann. Gert verður ráð fyrir kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

6. Stytting vinnuviku vinnuferli – tillögur. Lögð fram gögn um styttingu vinnuviku. Slík stytting er liður í kjarasamningum. Farið yfir tillögur að vinnutilhögun við verkefnið. Samþykkt að sveitarstjóri, aðalbókari og formaður skólanefndar skipi nefnd fyrir hönd sveitarfélagsins um verkefnið. Auk þess vinni með þeim stjórnendur leik- og grunnskóla.

7. Bókun vegna lántöku á kaupum stigabíls fyrir Brunavarna Árnessýslu.

Lögð fram eftirfarandi bókun:  Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð  100.000.000 kr., í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Lánið er tekið í tvennu lagi, 30 millj.kr. á árinu 2020 og 70 millj.kr. á árinu 2021.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum stigabíl til slökkvistarfa sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Skeiða- og Gnúpverjahreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. 

Jafnframt er Kristófer Tómassyni  kt. 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

8. Lóðarleigusamningar vegna lóða við Árnes. Sveitarstjóri lagði fram drög að lóðaleigusamningum að stórum íbúalóðum neðan vegar við Árnes. Sveitarstjóri greindi frá því að unnið væri að því að stofna lóðablöð fyrir umræddar lóðir og veglagning að þeim væri í undirbúningi, sem og vinna við lagnir að lóðunum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

9. Þjónustumiðstöð í Þjórsárdal. UST. Lögð fram fundargerð samstarfshóps um málefni Þjórsárdals. Þar er meðal annars fjallað um áform Rauðakambs ehf um uppbyggingu þjónustustöðvar við Selhöfða. Einnig lögð fram jákvæð umsögn um verkefnið frá Umhverfisstofnun. Auk þess hefur Minjastofnun lýst áhuga sínum fyrir verkefninu. Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndirnar. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.

10. Girðingamál sveitarfélaga. Lagt fram erindi frá Pálma Sævarssyni formanni starfshóps um girðingamál. Starfshópurinn er skipaður af öllum ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Kallað er eftir kostnaðartölum frá sveitarfélögum fyrir árin 2015-2019 vegna nýbyggingar girðinga og viðhald girðinga auk upplýsinga um smalakostnað og helstu áskoranir í girðingamála. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.   

11. Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiða fundargerð. Lögð fram undirrituð fundargerð Afréttarmálanefndar Flóa og Skeiða frá 27. ágúst 2020. Í fundargerðinni eru fjallskil ársins 2020 pr kind og jarðarþúsund ákveðin. Fundargerð staðfest.

12. Samningur um rekstur Skeiðalaugar. Eyþór Brynjólfsson óskar eftir að samningur við hann um rekstur Skeiðalaugar verði framlengdur til nk. áramóta á sömu kjörum og verið hefur. Samningur samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

13. Starfslýsingar oddvita og sveitarstjóra. Starfslýsingar oddvita og sveitarstjóra lagðar fram. Þær voru unnar af Bjarna Ásbjörnssyni. Gerð er krafa um að þær verði lagðar fyrir og samþykktar af sveitarstjórn. Það er liður í jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Afgreiðslu starfslýsinga frestað til næsta fundar sveitarstjórnar þar til lagfæringar hafa farið fram.

14. Holtabraut 15 - breyting á dskl. v bílskúrs. Máli vísað til Skipulagsnefndar.

15. Skipulagsnefnd fundargerð 204. 28.10.2020. Mál nr 30 og 31 þarfnast afgreiðslu.

Mál. 30. Ásaskóli L 166524: Ásar L166523;stækkun lóðar – 2010039 Lögð fram umsókn eigenda Ásaskóla L166524 og Ása L166523 er varðar stækkun lóðarinnar Ásaskóli. Lóðin er í dag skráð 8.000 fm en verður 11.836 fm eftir stækkun skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stækkunin kemur úr landi Ása og byggir á mælingu á staðnum.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.

Sveitarstjórn samþykkir að ofangreind lóð verði stækkuð samkvæmt fyrirliggjandi umsókn og samþykkir jafnframt umrædda landskiptingu.

Mál. 31. Hæll 3 Ljóskolluholt L166571 og Hæll 3 Norðlingaflöt L 229847; Deiliskipulag 2010018. Lögð er fram umsókn frá Höllu Sigríði Bjarnadóttur er varðar deiliskipulag fyrir Hæl 3 Ljóskolluholt og Hæl 3 Norðlingaflöt. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining bæjarstæðis og byggingarheimilda að Ljóskolluholti auk skilgreiningar á svæði fyrir þrjú frístundahús að Norðlingaflöt. Málið var tekið fyrir á 203. fundi skipulagsnefndar þar sem því var frestað. Uppfærð gögn eru lögð fram vegna málsins.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

   
 

Sveitarstjórn samþykkir að ofangreint deiliskipulag og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa það samkvæmt 41. Gr. Skipulagskaga nr 123/2010

16. Blítt og létt - beiðni um styrk. Lagt fram erindi frá nemendafélaginu Mími við Menntaskólann að Laugarvatni þar er óskað eftir styrk til söngkeppninnar Blítt og létt. Samþykkt að styrkja félagið um 25.000 kr. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsáætlunar.

17. 13. Fundur skólanefnd Flúðaskóla 29.10.2020. Fundargerð lögð fram. Fjárhagsáætlun Flúðaskóla tekin fyrir í fundargerð. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Mál lögð fram til kynningar

18. Brunavarnir Árnessýslu fundargerðir

19. Frumvarp 25 gr almtr.

20. Afgreiðslur Byggingafulltrúa okt 2020

21. Frumvarp. Þingmál 206.

22. Frumvarp 209 mál

23. Frv. til laga um br. á lögum um almannatryggingar

24. 889. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga 16.10.2020

25. Ágóðahlutagreiðsla 2020 EBÍ

Málum bætt við til afgreiðslu:

26. Samningur Umhverfisstofnunar um refaveiðar. Lagður fram og kynntur undirritaður samningur milli sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar um þátttöku stofnunarinnar í kostnaði við refaveiðar árin 2020, 2021 og 2022. Samningur staðfestur.

27. Hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimils í uppsveitum. Í kjölfar erindis frá hópi er fjallar um hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum var á síðasta fundi sveitarstjórnar samþykkt að leita álits stjórnar félags eldri borgara í samfélaginu og jafnréttis- og velferðarnefndar um málið. Frá félagi eldri borgara barst álit þess efnis að standa eigi saman að uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi. Jafnrétts- og velferðarnefnd fagnar hugmyndum um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á svæðinu. Sveitarstjórn þakkar álit beggja aðilar og tekur undir rök stjórnar félags eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og felur sveitarstjóra að svara erindi hóps um uppbyggingu

28. Erindi frá Sigþrúði Jónsdóttur varðandi Umhverfisnefnd. Lagt fram erindi frá Sigþrúði Jónsdóttur. Sigþrúður á sæti í umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Hún gerir athugasemd við að nefndin hafi ekki starfað að undanförnu.

Matthías Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun: Við þökkum þessa þörfu ábendingu. Við hvetjum umhverfisnefnd til að taka sig taki og starfa betur og reglulega. Við teljum ekki þörf á því að skipta um formann eins og er, og hvetjum nefndina til að leysa úr sínum málum, og vinna hart að þeim þörfu umhverfismálum sem blasa við okkur.

Að bókuninni stóðu auk Matthíasar: Björgvin Skafti Bjarnason og Einar Bjarnason.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Ég vil þakka Sigþrúði fyrir að vekja máls á þessum misbresti á störfum umhverfisnefndar. Í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem umhverfisnefnd hefur að gegna og því að nefndin hefur ekki fundað í rúmt ár o.þ.l ekki skilað inn skýrslu til Umhverfisstofnunar í árslok eins og kveður á um í lögum um náttúruvernd nr 60/2019, hefði ég talið eðlilegt að sveitarstjórn gerði e-r tillögur að breytingum á skipan nefndarinnar. Þá hefur minnihlutinn áður kallað eftir að fjölga í nefndinni til að allir listar í sveitarstjórn fengju að tilnefna sína fulltrúa í nefndina, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræðislega skipan hennar, en því kalli hefur meirihlutinn heldur ekki svarað. Ingvar Hjálmarsson tók undir bókun Önnu Sigríðar.

 

29. Önnur mál.

A. Lausaganga hrossa. Sveitarstjórn lýsir þungum áhyggjum af lausagöngu hrossa á og við Þjórsárdalsveg við Núp sem veldur stórfelldri slysahættu á umferð um veginn. Ekki er lengur hægt að horfa framhjá aðgerðarleysi eiganda hrossanna til að koma í veg fyrir lausagöngu þeirra og þá stórhættu sem hún skapar. Sveitarstjóra og oddvita er falið að ganga strax í að leysa þetta mál fyrir fullt og allt.

Fundi slitið kl. 19:25. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 18. nóvember nk. Kl.  16.00 í Árnesi eða í fjarfundabúnaði.

 

 

 

 

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarsson              

 ________________________                      _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir

 

 

Gögn og fylgiskjöl: