Sveitarstjórn

10. fundur 16. nóvember 2022 kl. 09:00 - 13:00 Árnesi
Nefndarmenn
 • Haraldur Þór Jónsson
 • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
 • Gunnar Örn Marteinsson
 • Karen Óskarsdóttir
 • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
 • Sylvía Karen Heimisdóttir sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

 1. Skýrsla sveitarstjóra á 10. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Skóflustunga að Fjallaböðunum í Þjórsárdal.

Heimsókn til Landsvirkjunar í Búrfelli.

Skóla- og velferðarþjónusta Uppsveita og Flóa.

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga.

Opnun útboða við gatnagerð á Vallarbraut. 8 tilboð bárust. Kostnaðarmat var 63.736.500 kr. Yfirferð tilboða er í vinnslu.

Útboð vikurnáma í Búrfelli.

Fyrirhugaður fundur með framkvæmdastjórn Landsvirkjunar.

Fundur með Innviðaráðherra.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2022. Útkomuspá 2022

Lögð fram útkomuspá fyrir árið 2022. Gert er ráð fyrir að klára ákveðnar framkvæmdir fyrir lok árs og er áætluð rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 12,5 milj. kr. og samstæðu A og B hluta jákvæð um 20 milj. kr.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir yfir ánægju með að jafnvægi sé komið á reksturinn og að afkoma stefni í að vera jákvæð á árinu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir útkomuspá vegna ársins 2022.

 

 1. Gjaldskrár og álagningarforsendur 2023

Lögð fram drög að gjaldskrám og álagningarforsendum fyrir árið 2023. Lagt er upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt og verðskrár haldi í við verðlag. Lagt er

til að fasteignaskattur í A flokki lækki úr 0,45% í 0,40% sem mun draga úr fyrirséðum hækkunum á fasteignagjöldum á íbúðarhúsnæði sem jafngildir því að fasteignaskattur í A flokki hækki í samræmi við verðlag.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að útsvarsprósenta verði óbreytt í 14,52%. Aðrar gjaldskrár verði til grundvallar á vinnufundi fjárhagsáætlanagerðar og samþykkir sveitarstjórn með fimm atkvæðum að vísa gjaldskrám til síðari umræðu.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 - fyrsta umræða

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og 2024-2026 lögð fram til fyrri umræðu. Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Í áætlun er gert ráð fyrir áætlaðri viðhaldsþörf á Félagsheimilinu í Árnesi, Félagsheimilinu í Brautarholti, Þjórsárskóla, og Leikholti ásamt Skeiðalaug á árinu 2023. Gert er ráð fyrir fjárfestingum á árinu, samtals að fjárhæð 254 miljónir, m.a. við gatnagerð, á gámasvæði, á húsnæði Þjórsárskóla, húsnæði Leikholts í Brautarholti og Skeiðalaug. Fyrir liggur vinnufundur sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun á milli umræðna.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og áranna 2024-2026 til síðari umræðu.

 

 1. Staðfesting kjörinna fulltrúa á siðareglum SkeiðGnúp

Lagðar fram endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórn hefur samþykkt reglurnar og Innanríkisráðuneytið hefur staðfest nýjar siðareglur.

Sveitarstjórn staðfestir með fimm atkvæðum að starfa eftir siðareglum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Siðareglurnar voru undirritðar og hafa verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins. Öðrum nefndum sveitarfélagsins verða einnig kynntar siðareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 1. Staða yfirdráttarheimildar

Núverandi yfirdráttarheimild á reikningi sveitarfélagsins er 50 milj. kr. og rennur út 21. nóvember 2022. Heimildin er ónýtt en mikilvægt er að skammtíma fjármögnun sveitarfélagsins sé tryggð til lengri tíma. Sveitarstjóri óskar eftir að framlengja heimildina í 50 miljónum kr. til 31. desember 2023.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að yfirdráttarheimild á reikningi sveitarfélagsins hjá Landsbankanum að upphæð 50 miljónir kr. verði framlengd til 31. desember 2023. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram með lánastofnuninni.

 

 1. Fyrirhuguð uppbygging Íslandshótela á Brjánsstöðum

Forsvarsmenn Íslandshótela kynntu fyrir sveitarstjórn fyrirhugaða uppbyggingu á Brjánsstöðum. Búið er að hanna 131 herbergja hótel sem er áætlað að verði reist við hliðina á núverandi hóteli.

Sveitarstjórn þakkar forsvarsmönnum Íslandshótela fyrir góða kynningu og lýsa yfir ánægju með fyrirhugaða uppbyggingu.

 

 1. Samningur við Hitaveitufélag Gnúpverja

Lagður fram til staðfestingar fyrir sveitarstjórn nýr samningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Hitaveitu Gnúpverja.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir samninginn með fimm atkvæðum.

 

 1. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi í Árnesi

Breyta þarf ákveðnum greinum aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásamt því að hanna útfærslur að nýju deiliskipulagi í Árnesi. Fyrstu drög að nýju deiliskipulagi í Árnesi verða lög fram á íbúafundi í byrjun næsta árs. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að semja við verkfræðistofur um vinnuna sem er framundan.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að hafin verði vinna við aðalskipulagsbreytingu og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

 1. Vinnutímastytting í Leikholti.

Lögð fram tillaga að vinnutímastyttingu í Leikholti

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar málinu til umfjöllunar í skólanefnd.

 1. Ósk um tilnefningu í vatnasvæðanefnd

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun um tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skipar Gerði Stefánsdóttur sem aðalmann og Sigríði Björg Gylfadóttur sem varamann í vatnasvæðanefnd ásamt Vilmundi Jónssyni sem fulltrúa Loftslags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins.

 1. Styrkumsókn Sigurhæða

Lagt fram bréf frá Sigurhæðum, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, vegna starfseminnar 2023. Sigurhæðir óska eftir styrk að fjárhæð 197.000 kr. miðað við að einnig komi framlag í gegnum Sóknaráætlun Suðurlands á vettvangi SASS, en ella 287.000 kr. verði ekki um að ræða framlag úr Sókarnáætlun.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til Sigurhæða fyrir árið 2023 að fjárhæð 197.000 kr. Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.

 1. Beiðni Stígamóta um fjárstuðning

Lagt fram bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi Stígamóta fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til Stígamóta fyrir árið 2023 að fjárhæð 100.000 kr. Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.

 1. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita. Fundargerð 248. fundar.

27. Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2106076

 

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði í mynni Þjórsárdals. Innan svæðisins er gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustumiðstöð. Samhliða er lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til svæðisins. í breytingunni felst að sett er inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 og skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Settur er inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla en að öðru leyti er hún aðlöguð að nýjum vegi að Reykholti. Gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10).

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að staðið verði sérstaklega að kynningu málsins á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúasíðu á samfélagsmiðlum ásamt að uppdrættir af svæðinu liggi fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar.

 

28. Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag – 2110091

 

Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum ehf er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að staðið verði sérstaklega að kynningu málsins á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúasíðu á samfélagsmiðlum ásamt að uppdrættir af svæðinu liggi fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar.

29. Mið- og Árhraunsvegur; Breytt landnotkun; Aðal- og deiliskipulagsbreyting - 2201044

 

Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem tekur til Mið- og Árhraunsvegar eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að landnotkun landsins færist til fyrra horfs með þeim hætti að skilgreind landnotkun landsins verði landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis. Svæðið sem um ræðir tekur til um 19 ha. Samhliða er óskað eftir því að samþykkt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins í takt við breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun hefur nú þegar samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi. Óveruleg breyting á deiliskipulagi er lögð fram að nýju vegna uppfærslu á deiliskipulagi eftir athugasemd sem barst við grenndarkynningu málsins.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

30. Birkikinn L166577; Gráholt; Steinsholt II land L219054 (Birkikinn 2); Stofnun lóðar og breytt staðfang - 2210041

 

Lögð er fram umsókn um stofnun landeignar úr landi Birkikinnar L166577. Óskað er eftir að stofna 29,8 ha land og að það fái staðvísinn Gráholt sem er örnefni á holti innan spildunnar. Jafnframt er óskað eftir að Steinsholt II land L219054 fái staðfangið Birkikinn 2. Aðkoma að landinu er um land upprunalandsins eins og sýnd er á lóðablaði.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn eða staðföng. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

31. Stóra-Hof L203207; Deiliskipulagsbreyting - 2205041

 

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Stóra-Hofi eftir auglýsingu. Gerðar eru breytingar á uppdrætti og greinargerð skipulagsins. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Deiliskipulagsbreytingin tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32. Áshildarvegur 9 L230770; Deiliskipulagsbreyting - 2204056

 

Lögð er fram umsókn frá Rúnari Lárussyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Áshildarvegi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að skilgreindur er byggingarreitur á lóð Áshildarvegar 9.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.

33. Vorsabær 1 L166501; Deiliskipulagsbreyting - 2209104

 

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lands Vorsabæjar 1 L166501. Í umsókninni felst að heimild er veitt fyrir uppbyggingu íbúðarhúss í stað frístundahúss á byggingarreit 1 auk þess sem byggingarheimildir eru auknar úr 150 fm sumarhúsi í heimild fyrir íbúðarhúsi, gestahúsum og bílskúr innan 300 fm byggingarheimildar.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi gagna.

34. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Deiliskipulag; Fyrirspurn - 2210042

Lögð fram fyrirspurn frá Dazza ehf. er varðar uppbyggingu innan lóðar Brjánsstaða lóð 4 L213014. Gert er ráð fyrir uppbyggingu gistiþjónustu í formi lítilla útleiguhúsa og þjónustu húss.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við gerð deiliskipulags sem tekur til uppbygginu gistiþjónustu á lóð Brjánsstaða lóð 4 í takt við framlagða fyrirspurn. Samhliða samþykkir sveitarstjórn með fimm atkvæðum að breyting verði unnin á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði á reitnum.

 1. Héraðsnefnd Árnesinga. Fundargerði 1, 2, 3 og 4 fundar.

Fundargerðir 1, 2, 3, 4 og 5 lagðar fram til kynningar.

 1. Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 52. fundar stjórnar.

Fundargerð lögð fram til kynningar

 1. Umhverfis- og tæknissvið uppsveita. Fundargerð aðalfundar.

Fundargerð aðalfundar, ársreikningur og ársskýrsla Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita lögð fram til kynningar.

 1. Seyrustjórn. Fundargerðir 6. og 7. funda stjórnar.

Fundargerðir 6 og 7. funda seyrustjórnar lagðar fram til kynningar. Staðfesting á fjárhagsáætlun seyrustjórnar vegna árisns 2023 skv. 2. tl. 7. fundar seyrustjórnar frestað til næsta fundar.

 

Fundi slitið kl. 12.50. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. desember kl 09:00 í Árnesi.

Skjöl: