Sveitarstjórn

57. fundur 07. mars 2018 kl. 14:00

             57. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. mars 2018  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Bókun með lánum með stofnunum Héraðsnefndar, vegna uppgjörs við Lífeyrissjóðinn Brú.

 Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku eftirfarandi stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, samtals kr. sem skiptist á eftirfarandi stofnanir :

Brunavarnir Árnessýslu að fjárhæð 15.900.000 kr

Byggðasafn Árnesinga að fjárhæð 14.300.000 kr.

Héraðsskjalasafn Árnesinga að fjárhæð 10.700.000 kr.

Listasafn Árnesinga að fjárhæð 4.300.000 kr.

Tónlistarskóli Árnesinga að fjárhæð 22.100.000 kr.

til allt að 40 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga. Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu, Byggðasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnananna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Afborgun lánanna verður mætt með hækkuðu mánaðarframlagi til Héraðsnefnd. Sveitarstjóra falið útbúa viðauka þegar upplýsingar um framlagið liggja fyrir.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni sveitarstjóra kt. 060865-5909, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamningana.

  1. Staðfesting lánaskjala frá Lánasj sveitarfélaga v. uppgjörs við Brú.

Lagðir fram lánasamningar um lán sveitarfélagsins að fjárhæð samtals 80,8 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgjörs við Lífeyrissjóðinn Brú. Sveitarstjórn samþykkir samningana og felur Kristófer Tómassyni sveitarstjóra kt. 0606865-5909 að skrifa undir skjölin fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. DMP áfangastaðaáætlun. Lögð fram Áfangastaðaáætlun Suðurlands DMP til umsagnar og athugasemda. Undirrituð af verkefnis-stjórunum Laufeyju Guðmundsdóttur og Önnu Valgerði Sigurðardóttur. Í drögunum koma fram helstu áherslur og þau þemu sem og meginmarkmið verkefnisins. Áætluninni fylgir einnig útskýringar á aðferðafræðinni sem notuð hefur verið í verkefninu.

Stefnt er að því að lokaútgáfa áætlunarinnar verði lögð fram 30 apríl næstkomandi.

Sveitarstjórn vill sjá aukna áherslu á samgöngumál í skýrslunni og lýsir samþykki við komugjöld farþega til landsins. Auk þess verði haldið áfram að byggja upp innviði þar með talið aðstöðu við ferðamannastaði. Sveitarstjórn leggur áherslu á að því fé sem varið er til uppbyggingar ferðamannstaða er ekki í neinu samræmi þá brýnu þörf sem er til staðar.

  1. Rekstur félagsheimilisins Árnes. Umsókn hefur borist um rekstur kaffihúss í Félagsheimilinu sameiginleg frá Birgi Birgissyni, Lofti Einarssyni og Idu Jul. Auk þess sækja þau um að annast umsjón með tjaldsvæðinu við Árnes og afnot af Gistiheimilinu Nónsteini. Samþykkt að auglýsa aðstöðu til veitinga í Árnesi.
  2. Skipan varafulltrúa í nefndir. Bjarni Másson hefur átt sæti í Skólanefnd sveitarfélagsins og Afréttarmálanefnd Gnúpverja. Varmaður hans í Skólanefnd var Georg Kjartansson. Varamaður hans í stjórn Afréttarmálafélagsins var Sigrún Bjarnadóttir. Þau hafa tekið sæti aðalfulltrúa í þeim nefndum. Samþykkt að skipa Höllu Sigríði Bjarnadóttur varamann í Skólanefnd og Gunnar Örn Marteinsson varamann í Afréttarmálanefnd.
  3. Ráðstöfun lands í eigu sveitarfélagsins. Fjallað var um land neðan við Árnes í eigu hreppsins. Komið hefur fram áhugi um kaup á landi á því svæði. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að selja umrætt land og  hafnar því að selja það að svo komnu máli.
  4. Atvinnuppbyggingarsjóður Skeiða- og Gnúpverjahrepps úthlutun.

Lögð fram framvinduskýrsla um átaksverkefni til atvinnusköpunar. frá Pizzavagninum ehf í Laxárdal Unnin af Petrínu Jónsdóttur og Björgvin Þór Harðarsyni. Umbeðin greiðsla er 750.000 kr. Áður var samþykkt að styrkja verkefnið um 1.500.000 kr. Þegar hafa 750.000 kr verið greiddar í styrk til verkefnisins. Framvinduskýrslur lagðar fram og samþykktar. Oddvita falið að ganga frá greiðslu styrksins.

  1. Erindi frá Hjónaballsnefnd 2018.  Lagt var fram erindi frá Bjarna Ásbjörnssyni Þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gangi í ábyrgð fyrir reksturs Hjónaballsins, eins og nefndin vill meina að gert hafi verið með rekstur þorrablóta í Árnesi.

Gunnar Örn Marteinsson og Halla Sigríður Bjarnadóttir lögðu fram eftirfarani bókun ,,Frá stofnun Skeiða-og Gnúpverjahrepps teljum við okkur vita með nokkurri vissu að sveitarstjórn hefur aldrei samþykkt að vera fjárhagslegur bakhjarl árlegra Þorrablóta sem haldin eru í Árnesi. Fyrir sameiningu sveitarfélaganna mun það í einhverjum tilfella hafa skeð að Gnúpverjahreppur styrkti þorrablót sem gengu illa fjárhagslega, hvort fyrir því hafi verið einhverjar samþykktir í sveitarstjórn á þeim tíma eða ekki skiptir ekki máli þar sem það á ekki lengur við eftir sameiningu sveitarfélaganna.

Sveitarfélagið getur ekki sjálfkrafa verið fjárhagslegur bakhjarl hvorki þorrablóts, hjónaballs eða annar sambærilegra samkoma þar sem slíkt er alls ekki hlutverk sveitarfélaga, komi upp ófyrirséðir hlutir sem aðstandendur slíkra samkoma ráða ekki við og valda því að tap verði á samkomunum er sjálfsagt að sveitarfélagið skoði að koma eitthvað til móts við þá sem að samkomunni standa. Almennt hljóta þeir sem að slíkum samkomum standa að miða við að umfang samkomunnar sé þannig að hún standi undir útlögðum kostnaði“

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókunina.

Fundargerðir

9. Fundargerð 151. Fundar Skipulagsnefndar mál nr. 9 og 10 þarfnast umfjöllunar. 

Mál nr. 9.  Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting - 170904Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels- og baðstaðar við Reykholt. Gerir Skipulagsstofnun ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst að teknu tilliti til ákveðinna ábendinga. Er einnig lögð fram endurskoðuð gögn aðalskipulagsbreytingar þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 10. Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021 sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við  afgreiðslu Skipulagsnefndar.           

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018 varðandi aðal- og deiliskipulag hótels- og baðstaðar í Reykholti. Þar kemur m.a. fram að það sé mat stofnunarinnar að deiliskipulagið falli undir ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Þá er lögð fram endurskoðuð greinargerð deiliskipulags þar sem gerðar hafa verið breytingar til koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og fól skipulagsfulltrúa að vera í sambandið við umsækjendur um framhald málsins.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

  1. Fundargerð 50. Fundar stjórnar BS skip og bygg. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  2. Umhverfisnefnd fundargerð 18.fundar. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  3. Menningar- og æskulýsðnefnd fundargerð 31. Fundar. Fundaregð lögð fram og staðfest
  4. Menningar- og æskulýðsnefnd fundargerð 32. Fundar. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  5.  Fundargerð NOS 22.02.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Styrktarmál

  1. Styrktarsjóður EBÍ. Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Þar eru aðildarsveitarfélög sjóðsins hvött til að sækja um framlag úr sjóðnum til þróunarstarfs í atvinnulífi, samgöngum, fræsðlu- og menningarmálum. Oddvita og sveitarstjóra falið að koma með hugmyndir að tillögum um umsóknir í sjóðinn. 
  2.  SÁÁ, beiðni um styrk. Óskað eftir stuðning við SÁÁ. Erindi undirritað af Arnþóri Jónssyni formanni SÁÁ. Samþykkt að styrkja samtökin um 8.000 kr. Syrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  3.  Neistinn- beiðni um styrk. Neistinn Styrktarsjóður hjartveikra barna óskar eftir stuðningi.  Erindi undirritað Fríðu Björk Arnardóttur framkvæmdastjóra sjóðsins. Samþykkt að leggja til 9.000 kr. Til samtakanna. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Umsagnir og annað.

  1. Ungt fólk og lýðræði UMFÍ.  Haldin verður ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýræði 21-23 mars nk. Samþykkt að senda tvo fulltrúa. Kostnaður 15.000 kr á þátttakanda. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  2. Breytingar á mannvirkjalögum- Umsögn Sambands. Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Stjórn SASS telur að fresta eigi gildistöku ákvæðisins um faggildinu um óákveðinn tíma. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun SASS.
  3. Þingsályktunartillaga um uppbyggingu raforkukerfis. Þingsályktunartillaga 0253, lögð fram og kynnt.
  4.  Frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Frumvarp Lagt fram og kynnt þingskjal 0264. Sveitarstjórn telur framlagða breytingu sveitarstjórnarlaga óþarfa.
  5. Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Lagt fram og kynnt.

Auk þess lögð fram og kynnt ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga. Undirrituð af Karli Björnssyni framkvæmdastjóra

Mál til kynningar :

  1. Afgreiðsla byggingafulltrúa 18-73.
  2. Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga.
  3. Virkjun vinorku á Íslandi- stefnumörkun.
  4. Fumvarp – þingskjal 157. Bætt stjórnsýsla í umgengnismálum.
  5. Útfæsla launaþróunartryggingar.
  6. Nýsköpunarkeppni grunnskóla.
  7. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  8. Leiðbeiningar persónuverndarlög.
  9. Fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
  10. Endurskoðunarskýrsla KPMG.
  11. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl. 16:00 næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn fimmtudaginn   05. apríl  næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: