Sveitarstjórn

15. fundur 20. febrúar 2019 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Skeiðalaug; ástandsskýrsla og mat á kostnaði við endurbætur. Ari Guðmundsson verkfræðingur frá Verkís kynnti skýrsluna. Í skýrslunni kemur fram að mikilla endurbóta sé þörf á Skeiðalaug. Ljóst er að kostnaður við þær, ef af verður, mun verða mikill. Skoðaðir verða möguleikar á að áfangaskipta verkefninu. Samþykkt að óska eftir nánari greiningu á hvort um alkalískemmdir séu til staðar í mannvirkinu.

2.     Samþykktir Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Breyting á 7. grein - fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti breytingar á 7. grein, samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 2013. Breytingu vísað til síðari umræðu.

3.     Hólaskógur ákvörðun um ráðstöfun – leiga eða sala. Oddviti lagði fram drög að auglýsingu um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu í Hólaskógi. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að fjallaskálinn í Hólaskógi verði auglýstur til sölu með tilheyrandi lóðarleiguréttindum. Leitað verði eftir lögfræðilegri ráðgjöf við að semja auglýsinguna. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

4.     Erindi frá Forsætisráðuneyti. Varðar vikurnám. Lagt fram bréf frá Forsætisráðuneyti undirritað af Sigurði Erni Guðleifssyni og Regínu Sigurðardóttur. Í bréfinu er greint frá áformum um að bjóða út vikurnám í Búrfells- og Skeljafellslandi. Óskað er eftir áliti sveitarstjórnar á þeirri fyrirætlan. Sveitarstjórn lýsir sig andvíga því að vikurnám í Búrfells- og Skeljafellslandi  verði boðið út nema gerð verði úttekt á því svæði sem nýtt hefur verið til vikurnáms og tryggt verði að þeir aðilar sem komi til með að taka að sér vikurnám kosti frágang á því svæði. Sveitarstjóra falið að útlista nánar fyrir tilheyrandi aðilum á grundvelli umræðna sveitarstjórnar um málið.

5.     Umsókn um lóð. Selásbyggingar. Lögð fram umsókn frá Selásbyggingum ehf um lóðir 2-4 við Holtabraut, undirrituð af Hákoni Gunnlaugssyni. Oddvita falið að ræða við Hákon um fleiri möguleika á úthlutun lóða.

6.     Fornleifaskráning í Þjórsárdal. Lögð var fram og kynnt skýrslan Þjórsárdalur, skráning fornminja úr lofti, unnin af Ragnheiði Gló Gylfadóttur og Garðari Guðmundssyni, fornleifafræðingum hjá  Fornleifastofnun Íslands. Við rannsóknina voru settar fram eftirtaldar rannsóknarspurningar: Getur loftmyndataka og greining loftmyndagagna aukið við þekkingu okkar á bæjarstæðum í Þjórsárdal?  Eru enn óuppgötvaðar minjar á og við bæjarstæðin sem hægt er að ná fram með þessum skráningaraðferðum? Getur þessi skráningaraðferð varpað öðru ljósi á uppblásnar minjar en skráning á jörðu niðri?

Niðurstöður verkefnisins eru samkvæmt skýrslunni þær að skráning uppblásinna fornleifa með loftmyndatöku og líkanagerð er mun fljótlegri og kostnaðarminni en hefðbundnar uppmælingar eða handteikningar og hefur marga kosti umfram þær aðferðir þó að hún komi ekki að öllu leyti í staðinn fyrir þær. Markmið verkefnisins Þjórsárdalur, skráning fornminja úr lofti var að afla frekari gagna

um byggðina í Þjórsárdal og halda áfram að þróa þær skráningaraðferðir sem fyrst voru kannaðar í verkefninu Friðlýstar fornleifar úr lofti: þróun skráningaraðferða á uppblásnum svæðum, árið 2016.

Fundargerðir

7.     Skipulagsnefnd 171. fundur. Mál nr. 20, 21 og 22 þarfnast afgreiðslu.

20. mál. Hellnaholt Fossnes nýjar lóðir deiliskipulag 1803004.

Sigrún Bjarnadóttir leggur fram umsókn um skipulag og deiliskipulagstillögu Eflu dagsetta 29.1.2019 fyrir Hellnaholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (landnr. 226725), sem tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar. Landeigandi hyggst byggja upp íbúðarhús og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Gnúpverjavegi nr. 325 og um núverandi aðkomuveg að frístundahúsum norðan hans. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Leita skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.

 

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að auglýsa tillöguna skv.1.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Leitað verður eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.

Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.

 

21. mál. Vorsabær 1 l166501; Afmörkun lóða og nýbyggingar; Deiliskipulag. – 1902010.

Lögð fram umsókn af Guðjóni Sigfússyni fyrir hönd Kleifarnefs ehf um skipulag og einnig deiliskipulagstillögu dags. 02.02.2019. Tillagan tekur til afmörkunar tveggja lóða, annarsvegar fyrir hesthús ásamt reiðskemmu og hinsvegar fyrir sumarhús sem mun hafa aðkomu af Vorsbæjarvegi. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnú.pverjahrepps 2004-2016.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
 

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda tillögu sem og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagskaga nr. 123/2010.

 

22. mál. Árnes, Deiliskipulagsbreyting. Endurskoðun deiliskipulags – 1902023.

Lögð fram umsókn af Guðbjörgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps um umsókn um skipulag ásamt tillögu dags. 06.02.2019.

Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Skeiða- Gnúpverjahrepps leggur fram umsókn um skipulag, og tillögu dagsetta 6.2.2019 að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýliskjarna í Árnesi, Skeið- og Gnúpverjahreppi.
Markmiðið með breytingunni er að laga skipulagsgrunninn til samræmis við raunveruleg lóðamörk skv. nýrri mælingu lóða og gatna innan þéttbýlisins í Árnesi. Nokkur eftirspurn er eftir lóðum undir par- og raðhús, en minni eftir stórum einbýlishúsalóðum. Nokkrar einbýlishúsalóðir eru því skoðaðar með það í huga og breytt í minni íbúðir. Deiliskipulagsbreyting þessi er í samræmi við Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps2004-2016, en þar koma fram reitir fyrir íbúðarbyggð, verslun- og þjónustu og stofnanir.
Helstu breytingar:
a) Lóðarmörk við Heiðargerði og Hamragerði breytast til samræmis við mælingu og við
það breytast einnig lóðarstærðir
b) Lega gatnanna Hamragerði og Heiðargerði breytist lítillega skv. hönnun
c) Byggingareitir á lóðum við Hamra- og Heiðargerði breytast
d) Gangstétt er færð austur fyrir Heiðargerði og ný gönguleið milli Heiðargerðis og Hamragerðis
e) Gönguleiðir breytast lítillega, nýjar gangbrautir yfir Skólabraut.
f) Lóðinni Hamragerði 1 er breytt í parhúsalóð
g) Lóðinni Heiðargerði 1 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð
h) Settar eru kvaðir um lagnir á lóðum
h) Bílastæði og aðkoma við Þjórsárskóla
i) Uppsetning skilmála breytist
Skilmálar á upphaflegu deiliskipulagi voru gefnir upp með bókstöfum og númerum sem var nánar útlistað í skýringum. Í nýlegum breytingum hafa verið settir skilmálar fyrir einstakar lóðir og eru þeir birtir hér. Ásamt því skilgreina skilmála með bókstöfum eru nú einnig birtir skilmálar fyrir lóðir og kvaðir.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

 

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingu á gildandi deiliskiplagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnfram að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga

 

 

8.     Stjórnarfundur BS UTU. Nr. 58. Fundargerð lögð fram og kynnt. Fram kemur í fundargerð að áformað er að taka í notkun One system skjalakerfi til notkunar við embættið. Sveitarstjórn samþykkir það fyrir sitt leyti.

9.     Skólanefnd. 3. fundur. Grunnskólamál. 12.02.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.

10.                       Skólanefnd. 3. fundur. Leikskólamál. 12.02.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

Umsagnir, boð og fyrirspurnir

11.                        Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða. Beiðni um umsögn. Lagt var fram bréf frá Samandi sveitarfélaga um um umsögn um sérkröfur til skólabifreiða undirritað af Vigdísi Hä.

12.                        Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks. Lagt var fram bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands undirritað af Þuríði Hörpu Sigurðardóttur. Þar er spurt um skipun notendaráðs í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóra Árnesþings falið að svara fyrirspurninni. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu á grundvelli upplýsingar forstöðumanni skóla og velferðarþjónustu.

13.                        Boð á ungmennaráðstefnu. Ungmennafélag Íslands býður til ungmennaráðstefnu 10.-12. april nk. í Borgarnesi. Samþykkt að senda erindi til ungmennaráðs og óska eftir tilnefningum á ráðstefnuna.

14.                        Minjastofnun. Friðlýsingar. Kristín Huld Sigurðardóttir, Þór Hjaltalín og Uggi Ævarsson mættu til fundarins.  Þór, Kristín og Uggi útskýrðu fyrirhugað friðlýsingarferli minja í Þjórsárdal. Minjastofnun hefur sent hagsmunaaðilum bréf  þess efnis. Í framhaldi tekur stofnunin við athugasemdum frá hagsmunaðilum og heldur samráðsfund með hagsmunaaðilum, sveitarfélaginu og Umhverfisstofnun. Uppkast að friðlýsingartillögu verður unnin eftir það. Talsverðar umræður urðu um friðlýsingarmálin milli frummælenda og sveitarstjórnar. Unnið verður í athugasemdum til Minjastofnunar í framhaldinu.

Annað

15.                        Íþróttasamband fatlaðra beiðni um styrk. Íþróttasamband fatlaðra óskar eftir styrk vegna heimsleika Special olympics. Vísað til formlegrar afgreiðslu samkvæmt úthlutunarreglum sveitarstjórnar.

16.                        Sóknaráætlun Suðurlands. Beiðni um tilnefningu. Samráðsvettvangur sóknaráætlunar Suðurlands. 2020-2024 verður haldinn 4. apríl nk. Óskað er eftir tilnefningu fjögurra fulltrúa úr sveitarfélaginu. Þar af tveggja kjörinna fulltrúa.

Samþykkt að tilnefna Önnu Sigríði og Skafta frá sveitarstjórn. Oddvita og Ingvari falið að leita eftir og ræða við líklega fulltrúa.

17.                        Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga undirritað af  Óttari Guðjónssyni framkvæmdastjóra þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Lagt fram og kynnt.

18.                        Vorsabær – Erindi. Lagt fram bréf frá Eiríki Þórkelssyn,i eiganda og ábúanda í Vorsabæ 1. Hann óskar eftir  að nafni lóðar verði breytt úr Vorsabæ 1 lóð í Vorsabæ 1.

Samþykkt af sveitarstjórn.

19.                       Önnur mál löglega fram borin

 

 

    Mál til kynningar :

A.   Breyting á lögum um persónuvernd. Þingskjal 811.

B.   Þingsályktun um heilbrigðisstefnu. Þingskjal 835.

C.   ICert – Jafnlaunavottun

D.   Afgreiðslur byggingafulltrúa 19-94.

E.    Skýrsla um vinnuskóla.

F.    Ársreikningur Tónlistarskóla Árn

G.   Fundur stjórnar SASS nr. 543.

H.   Sjálfbærni – Kynnin Mannvit.

I.       Fundur stjórnar TÁ nr. 191.

J.      Jarðkönnun í Brautarholti.

 

 

    Fundi slitið kl. 12:30 . Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn

6. mars næstkomandi. Kl. 09.00.

     __________________________

Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarsson                          

 ________________________                           _______________________

Anna Sigríður Valdimarsdóttir                                  Matthías Bjarnason

Gögn og fylgiskjöl: