Sveitarstjórn

32. fundur 20. nóvember 2019 kl. 08:30
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Árnesi, 20. nóvember, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201911-0007

32. sveitarstjórnarfundur

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Rauðikambur samkomulag. Lagt fram undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins og Rauðakambs ehf um lóðarleigu við Reykholt í Þjórsárdal til uppbyggingar ferðaþjónustu. Landið er þjóðlenda og er það því einnig undirritað af fulltrúa forsætisráðuneytis. Samningur staðfestur með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun: Eins og ég hef áður lýst, tel ég að með því að heimila uppbyggingu einkaaðila á þjóðlendu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sé sveitarfélagið að setja fordæmi sem erfitt geti verið að standa undir, 

komi til þess að fleiri sæktu eftir að njóta viðlíka forréttinda. Þess fyrir utan þykja mér þessi áform ógæfuspor með tilliti til náttúru og menningarminja sem fyrirfinnast á svæðinu. En það eru önnur sjónarmið en þau að varðveita náttúru og menningu sem ráða för hér. Eftir sem áður, tel ég hins vegar óeðlilegt að greiða atkvæði í þessu máli vegna nokkurra afskipta af framtíðaráformum svæðisins áður en ég settist í sveitarstjórn. 

2. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2020. Lögð fram drög að gjaldskrá sveitarfélagsins.

3. Fasteignagjöld álagningarprósentur 2020. Lögð fram tillaga að álagningarprósentu Fasteignagjalda í sveitarfélaginu 2020.
A-flokkur.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,40% af heildar fasteignamati.

B-flokkur.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,32 % af heildarfasteignamati.
C-flokkur.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildarfasteignamati.
Gjalddagar fasteignagjalda 2020 verði 10. í samræmi við það sem lög og reglur heimila. Álagningarhlutfall fasteignagjalda samþykkt samhljóða.

Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7. febrúar 2006. Samkvæmt 3.grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af öðrum, tekjuviðmið er í lið 7.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2019 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2018 til 1.des 2019. Tillaga um afslætti af fasteignagjöldum samþykkt samhljóða.

4. Útsvar 2020. Lögð fram tillaga um að útsvarsprósenta fyrir árið 2020 verði 14,48%. Samþykkt samhljóða.

5. Fjárhagsstaða – sjóðsstreymi. Sveitarstjóri lagði fram áætlun um sjóðsstreymi frá 20.11.2019- 01.02.2020. Auk þess lagði sveitarstjóri fram beiðni um heimild til hækkunar yfirdráttar í 50.000.000 kr frá 20.11.2019 til 02.01.2020. vegna mikilla útgjalda. Samþykkt samhljóða.

6. Fjárhagsáætlun önnur umræða. Sveitarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 og greindi frá framvindu við vinnslu áætlunarinnar. Talsverðar umræður urðu áætlunina. Vinnufundur var haldinn í sveitarstjórn 19. nóvember sl. Samþykkt að lokaumræða fjárhagsáætlunarinnar fari fram 4. desember næstkomandi.

7. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Máli frestað.

8. Samþykktir fyrir Almannavarnanefnd Árnessýslu 2019. Lagðar fram samþykktir fyrir Almannavarnarnefnd Árnessýslu. Öll sveitarfélög í sýslunni standa að nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir drögin samhljóða fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita drögin fyrir hönd sveitarfélagsins.

9. Landgræðslan - Bændur græða landið. Lögð fram beiðni um 24.000 kr styrk til verkefnisins ,,Bændur græða landið“ undirrituð af Garðari Þorfinnssyni fulltrúa hjá landgræðslunni. Samþykkt  með fjórum atkvæðum að veita umbeðinn styrk til verkefnisins. Styrkveiting rúmast innan fjárhagsáætlunar. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá af þeirri ástæðu að hún er starfsmaður Landgræðslunnar.

10. Heilsueflandi samfélag. Í undirbúningi er að sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu sameinist um ráðningu verkefnisstjóra að verkefninu ,,Heilsueflandi samfélag“. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í undirbúningi að þátttöku verkefnisins. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um verkefnið. Þar með talið að afla upplýsinga um kostnað sveitarfélagsins við verkefnið. Í framhaldi verði gert grein fyrir kostnaði í fjárhagsætlun næstu ára.

11. Áshildarmýri - erindi um skipulagsmál. Lagt fram erindi frá Áshildarmýri ehf. Undirritað af Hlyni Árnasyni. Þar er óskað eftir skipulagsbreytingu á lóðum við Áshildarmýri nr. 2,4,6,8,10,12,14,18,20,22,24 og 26 á þann veg að þær færist úr frístundabyggð í íbúðasvæði. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa.

12. Skipulagsnefnd 186. fundur 14.11.19. Mál nr. 18 og 19. Þarfnast afgreiðslu.

Mál nr. 18. Hraunvellir L203194; Aukið byggingamagn og frístundasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting 1911012.

Umsókn Trix ehf að deiliskipulagsbreytingu að Hraunvöllum sem fellst í að svæði fyrir frístundabyggð er fellt niður í samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Svæði til landbúnaðarnota stækkar í 28,3 hektara. Auk þess gerð breyting á ákvæði um skipulagsskilmála um húsagerðir og húsastærðir. Ákvæði um frístundabyggð gilda ekki eftir breytingu. Byggingarmagn á reit bæjatorfunnar er aukið úr 1300 fermetrum í 1520 fermetra.

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda ofangreinda tillögu til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur ekki tilefni til grenndarkynningar

Mál nr. 19. Ásólfsstaðir 2. lóð 1 L218810; Deiliskipulagsbreyting- 1909032.

Fyrir hönd Skallakots ehf er óskað eftir deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér að gildandi deiliskipulagi fyrir Ásólfsstaði 2 verði breytt á þann hátt að skipulögð lóð nr. 1 er færði innan skipulagssvæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir umrædda breytingu á deiliskipulagi sem óverulega skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur ekki þörf á grenndarkynningu í ljósi þess að fyrir liggur samþykki stjórnar Skallakots ehf og hefur tillagan verið kynnt hlutaðeigandi aðilum á svæðinu.

13. UTU. Ársfundur. Samþykktir og fjárhagsáætlun byggðasamlagsins.

Ársfundur UTU haldinn 30. október 2019, afgreiða þarf sérstaklega samþykktir UTU og fjárhagsáætlun samlagsins.

Fundargerðin var lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingum á samþykktum byggðasamlagsins fyrir sitt leyti. Sveitarstjórn samþykkir einnig samhljóða fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir sitt leyti.

14. Fundargerð UTU 69. fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt

15. Fundargerð stjórnar UTU nr. 70. Fundargerð lögð fram og kynnt

16. Skóla- og velferðarnefnd fundargerðir 34. og 35. Fundargerðir lagðar fram. Í fundargerð 34. er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir skóla- og velferðarþjónustu árið 2020 ásamt starfsáætlun. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir sitt leyti.

17. Samningur við Loftmyndir. Samningur staðfestur

Mál til kynningar.

18. Breyting á lögum um þjóðlendur þingskjal 0360. Stefnt að umsögn á næsta fundi sveitarstjórnar.

19. Frumvarp um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

20. Vatnsgjald umfjöllun ráðuneytis. Lagt fram minnisblað frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

21. Fundargerð 200. fundar Heilbrigðisnefndar 12. nóvember 2019.

22. Sorpstöð fundargerð. 287. fundar. 13. nóvember 2019

23. Bergrisinn fundargerð aðalfundar 23. október 2019

 

Fundi slitið kl. 10:35.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  4. desember. kl  08.30. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: