Sveitarstjórn

55. fundur 03. febrúar 2021 kl. 12:10
Nefndarmenn
 • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
 • Björgvin Skafti Bjarnason
 • Einar Bjarnason
 • Ingvar Hjálmarsson
 • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
 • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Oddviti stjórnaði fundi. Undir fyrsta lið mættu íbúar á bæjunum Minni-Mástungu, Steinsholti og Laxárdal

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 1. Viðhorf íbúa Minni- Mástungu og annarra nágrannabæja við fyrirhugaðri Hrútmúlavirkjun.

Finnbogi Jóhannsson í Minni Mástungu óskaði eftir að fá að mæta til fundarins. Ásamt honum mættu til fundar, Olga Andreasen, Jón Marteinn Finnbogason, Karen Óskarsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Kari Torkildsen og Björgvin Harðarson. Finnbogi tók til máls. Finnbogi vísaði til kynningar á áformum um Hrútmúlavirkjun, vindmyllugarð á jörðinni Skáldabúðum á síðasta fundi sveitarstjórnar. Hann greindi frá því að hann hefði áhyggjur af þeim áformum og væri mótfallin þeim. Í sama streng tóku, Gunnar Örn, Jón Marteinn, Björgvin og Olga. Nokkrar umræður áttu sér stað um málið.

 1. Samantekt vinnu við sorpútboð.

Lagt var fram minnisblað unnið af Berki Brynjarssyni verkfræðingi um útboð sorpþjónustu, þar sem lagt var upp með sameiginlegt útboð uppsveita Árnessýslu. Fyrir liggur að ákveða þarf hvort bjóða skuli út sameiginlega eða í sitthvoru lagi. Þar sem ekki er líklegt að samþykkt verði í öðrum sveitarfélögum sem í hlut eiga að bjóða út sameiginlega samþykkir sveitarstjórn að Skeiða- og Gnúpverjahreppur bjóði sjálfstætt út sorphirðuþjónustu.  Engu að síður leggur sveitarstjórn áherslu á samræmingu milli áðurnefndra sveitarfélaga um ákveðin atriði er varða samningagerðina.

 1. Aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands – drög.

Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Sorpstöðvar suðurlands um meðhöndlun úrgangs. Farið var ítarlega yfir drögin. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við gögnin að svo stöddu.

 1. Tillögur að leikskólagjöldum.

Lögð fram tillaga sveitarstjóra að leikskólagjöldum öðru sinni. Nokkur umræða var um málið. Sveitarstjórn hafnar tillögunni að svo stöddu með fjórum atkvæðum. Ingvar Hjálmarsson samþykkir tillöguna í ljósi þeirra aðstæðna sem liggja fyrir í rekstri sveitarfélagsins.

 1. Fjárhagsáætlun 2021 viðauki.

 Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun, sem sýnir hækkun um 25,8 mkr, 3,8 mkr vegna félagsmála og 22 mkr vegna lagfæringa á húsnæði  leikskóla við myglu. Viðauki samþykktur. Björgvin Skafti, Einar og Matthías  samþykktu viðaukann.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir, G-lista og Ingvar Hjálmarsson, A-lista lögðu fram svohljóðandi bókun: 

Við sitjum hjá við afgreiðslu um viðauka vegna leigu á bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskólann Leikholt. Ferli málsins var ekki til umfjöllunar hjá sveitarstjórn né var minnihlutinn upplýstur um ákvarðanir fyrr en eftir að þær höfðu verið teknar og þ.a.l. var minnihlutinn ekki hafður með í ráðum um úrlausn þessara mála. Við óskum þess hins vegar að málið hljóti farsælan endi. Við ítrekum þó enn fyrir okkar leyti að ferlið og niðurstaðan ekki hafin yfir gagnrýni og vafa. 

 

 1. Drög að rekstrarafkomu 2020.

Sveitarstjóri lagði fram drög að rekstrarafkomu ársins 2020. Yfirlit bendir til tapreksturs um 25,9 mkr. Sveitarstjóri lagði áherslu á að um fyrstu drög væri að ræða og margt geti komið til breytinga á endanlegri rekstrarniðurstöðu.

 1. Hrafnshóll íbúð boðin SKOGN.

Lagt fram tilboð Hrafnshóls ehf um íbúð til kaups sem stendur til að byggja við Skólabraut 5. Sveitarstjórn hafnar tilboðinu að svo stöddu.

 1. Erindi vegna eignar.

Eigendur Holtabrautar 27, Elín Anna Lárusdóttir og Elvar Svansson, lögðu fram erindi þar sem bent er á að mygla sé til staðar í húsnæðinu. Eigendur keyptu húsnæðið af sveitarfélaginu árið 2018. Þau benda á að um leyndan galla hafi verið að ræða við kaup þeirra á eigninni og höfðar til ábyrgðar sveitarfélagsins sem seljanda eignarinnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna lagalegar skyldur sveitarfélagsins vegna málsins.

9. Umsókn um lóðina Hamragerði 12.

Lögð fram umsókn um lóðina Hamragerði 12 í Árneshverfi frá Sigurlaugu  Reimarsdóttur kt.230986-2669 og Grétari Ólafssyni kt. 061283-3079. Umsóknin samþykkt samhljóða. Auk þess óska þau eftir að skila inn lóð neðan vegar við Árneshverfi. Samþykkt samhljóða.

 1. Samningur um húsnæði að Blesastöðum.

Lagður fram undirritaður samningur við South central ehf um leigu á húsnæði að Blesastöðum fyrir leikskóla. Samningur staðfestur af Björgvini Skafta, Einari og Matthíasi. Anna Sigríður og Ingvar sátu hjá og vísa til bókunar undir lið nr.5 á fundinum.

 1. Samningur Árnes.

Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Árnes Íslandi um leigu á húsnæði félagsins. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 1. Samþykkt um gatnagerðargjöld.

Máli frestað.

 1. Stjórn UTU Fundargerðir funda nr 81 og 82.

Máli frestað.

 1. Skólanefnd - leikskólamál 13. Fundur.

Fundargerð lögð fram og staðfest

 1. Skólanefnd Grunnskólamál 12. Fundur.

Fundargerð lögð fram og staðfest.

 1. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 30.01.21.

Fundargerð lögð fram og staðfest.

 

17. Fundargerð skipulagsnefndar fundur 208.

Mál 14. Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag - 2008048

Lögð var fyrir Skipulagsnefnd umsókn frá Landsvirkjun er varðar deiliskipulag virkjunar í neðanverðri Þjórsá. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km² að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU frestaði afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa var falið að óska eftir ítarlegri kynningu á verkefninu að hálfu Landsvirkjunar auk þess sem mælst er til þess að nefndin fari í vettvangsferð um svæðið.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar. Vísað er til þess að fundargerð skipulagsnefndar nr. 209 hefur þegar verið tekin til afgreiðslu en þar er ofangreint mál til umfjöllunar.  

Mál 15. Holtabraut 15 L166453; Stækkun byggingarreits fyrir bílskúr; Deiliskipulagsbreyting - 2009057

Lögð var fyrir sveitarstjórn umsókn Vignis Svavarssonar er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð Holtabrautar 15. Athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagsbreytingar sem hefur verið svarað af skipulagsfulltrúa. Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og mælist til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar

 

 

 

18. Fundargerð skipulagsnefndar fundur 210 27.01.2021. Ekki voru mál frá sveitarfélaginu til umfjöllunar

19. 209. fundur Heilbrigðisn. Suðurlands fundargerð og samþykktir. Lagt fram og staðfest.

20. Frumvörp frá Alþingi til umsagnar. Lögð fram frumvörp um nokkur mál. Umsögnum frestað.

21. Afgreiðslufundur UTU 20.01.2021

22. Umsögn SÍS um frumv. um stofnun Miðhálendisþjóðgarð. Lagt fram og kynnt.

23. Boð á landsþing SíS 26.03.2021

24. Ósk um hækkun yfirdráttarheimildar.

Sveitarstjóri lagði fram sjóðsstreymisáætlun til 1. maí nk. Vegna útgjalda er þörf á hækkun yfirdráttar úr 70.000.000 kr í 90.000.000 kr frá 4. febrúar til 5. mars. Sveitarstjóri lagði fram erindi þess efnis. Björgvin Skafti, Einar og Matthías samþykktu erindið. Anna Sigríður og Ingvar sátu hjá og vísuðu til bókunar undir lið nr 5 á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 19:10.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  17. febrúar nk. kl  16.00. í Árnesi.

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarson               

 ________________________                              _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: