Sveitarstjórn

68. fundur 06. október 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið
  • svo reyndist ekki vera
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason ritaði fundargerð

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarmálabók.

2. Vikurnám- náma við Reykholt

Eftir skoðunarferð og fund með Skógræktinni, Landgræðslunni og fulltrúum afréttarmálafélags Flóa og Skeiða er það álit sveitarstjórnar að ríkari ástæður séu fyrir því halda námunni lokaðri áfram og er það samþykkt af sveitarstjórn.

Oddvita falið að fylgja eftir lagfæringu á aðalskipulagi.

3. Erindi til sveitarstjórnar. Skil á lóð - Heiðargerði 1

Forsendur hafa breyst  á umsókn Selásbygginga ehf. vegna lóðar við Heiðarbraut 1 Árnesi, undritaður óskar eftir að skila inn umrædda raðhússalóð og fella þá niður innheimtur á gatnagerðargjöldum.
Ástæður uppsagnar: frá því að umsókn var send inn eru liðinn 2 ár + og félagið getur ekki tekið þessa lóð núna og hafist handa við byggingu.

f.h.
Selásbygginga ehf.
--
Hákon Páll Gunnlaugsson Húsasmíðameistari og byggingastjóri
 

Staðfest af sveitarstjórn og sveitarstjóra falið að auglýsa lóðina.

 

4. Erindi til sveitarstjórnar. Skil á lóð- Vallarbraut 11a-11c

Í ljósi þess sem á undan er gengið held ég að það sé best að þið takið aftur við þessari lóð frá Murneyri ehf.
Við erum verulega  óhressir með hvernig haldið var á okkar málum, og við teljum að þetta sé búið að kosta okkur nóg í tíma og fjármunum.

Kv Guðni Vilberg.

 

Staðfest af sveitarstjórn og sveitarstjóra falið að auglýsa lóðina.

 

5. Erindi til sveitarstjórnar. Gögn á heimasíðu

Guðni Vilberg óskar eftir því að póstur sem var sendur á fyrrverandi sveitarstjóra af veraldarvefnum verði fjarlægður.  - sem upphaflega var fylgiskjal með sveitarstjórnarfundi nr. 16, mars 2019 og birt með þeim fundi á heimasíðu.

Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

6. Styrkbeiðni v. Landsmóts hestamanna 2022

     Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 

7. Sorpþjónusta- lífrænn úrgangur

Á 57. fundi sveitarstjórnar þann 3, mars sl. var eftirfarandi bókað um svokallaða hörputurna
"Svokallaðir Hörputurnar hafa verið notaðir um nokkurra ára skeið til að afsetja lífrænt sorp við heimili í dreifbýli. Hörputurnar eru plaströr 45cm  í þvermál, sveitarfélagið hefur lagt turnana til ásamt vinnu við það. Nú liggur fyrir að sú aðferð er ekki lengur viðurkennd sem jarðgerð á lífrænum úrgangi. Sveitarstjórn samþykkir að leggja af umrædda aðferð við afsetningu á lífrænu sorpi. Unnið er að öðrum útfærslum í þessum efnum."

Hægt og illa hefur gengið að vinna að öðrum lausnum. Lausn sem átti að vinna með Skaftholti við jarðgerð á lífrænu sorpi gekk ekki eftir. Verið er að skoða aðra möguleika en hægt gengur að finna varanlega lausn. Ein lausn er þó bokahsi jarðgerð þar sem íbúar sjá sjálfir um að af setja lífrænt sorp. Oddviti segir nánar frá þessu verkefni. Ljóst er að um tilrauna verkefni væri að ræða og því ekki hægt að setja alla íbúana undir þetta verkefni í einu heldur færa þetta smátt og smátt til íbúanna. Spurning um heimild til að taka aftur upp eina borun til viðbótar á hörputurnum hjá þeim sem það kjósa eða þar til reglugerð tekur gildi. Margir íbúar eru nú þegar komnir með fulla turna svo það þarf að  leita lausna fyrir þá aðila hratt og vel.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila eina borun fyrir hörputurn í viðbót meðan viðunandi lausn er skoðuð og þróuð áfram.

 

8. Fjárhagsáætlun 2021- Afskriftir krafna

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að afskrifa og niðurfæra kröfur v. álagningu gatnagerðargjalda sem var talin ólögmæt með úrskurði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðnuneytis. Það láðist hins vegar að bóka um afskriftir á kröfum sem áður höfðu verið taldar ólögmætar á grundvelli eldri lóðarleigusamninga. Búið var að niðurfæra kröfurnar í rekstri ársins 2020 og því eiga þær ekki að koma inn í rekstrarniðurstöðu ársins 2021. Um tilfærslu í efnahagsreikningi er að ræða þar sem kröfur á einstaklinga verða afskrifaðar út úr kerfinu. Um er að ræða kröfur samtals að fjárhæð 12.625.301 kr. (sjá í excel undir "Samningar undirrit f. 1997"). Sveitarstjórn þarf að samþykkja þessa færslu.

 

Sveitarstjórn samþykkir afskriftir á viðkomandi kröfum.

 

9. Stafrænt sveitarfélag. Endurskoðun ákvörðunar um þátttöku

Oddviti lagði til að taka málið upp og endurskoða. Meðfylgjandi eru einnig kynningar á verkefnum um stafræn sveitarfélög sem spennandi er að skoða

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.

 

10. Erindi til sveitarstjórnar. Umsagnarbeiðni. Nýting jarðhita í Áshildarmýri

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 

11. Skólanefnd. Fundargerð 15. fundar Þjórsárskóla

Lagt fram og kynnt.

Formanni skólanefndar falið að ákveða með skólastjóra og fulltrúum skólabílstjóra endanlega útfærslu á tilhögun skólakeyrslu í Brautarholti.

 

12. Skólanefnd. Fundargerð 16. fundar Leikholts

Lagt fram og kynnt.

2. liður (trúnaðarmál) fært í trúnaðarmálabók.

3. liður (trúnaðarmál) fært í trúnaðarmálabók.

 

Tekið skal fram að vegna fjarveru þriggja kjörinna fulltrúa af 5 á þessum fundi telst fundurinn ekki ályktunarhæfur.

 

13. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita. Fundargerð 89. fundar stjórnar og kynning á nýjum samþykktum

Meðfylgjandi er undirrituð 89. fundargerð stjórnar UTU bs.
Liður 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna, þ.e. staðfesting á breytingum á samþykktum UTU bs. eins og áður hefur verið kynnt.

Í viðhengi eru samþykktirnar eins og þær eru samþykktar af stjórn UTU bs. og einnig eru í viðhengi dæmi um nýleg mál þar sem byggingarfulltrúi hefði getað nýtt sér þær valdheimildir sem nýjar samþykktir myndu veita honum – ef þær hefðu verið í gildi á þeim tíma.
Sömuleiðis eru í viðhengi útskýringar Vigfúsar skipulagsfulltrúa á einstökum liðum í viðaukum 2 og 3 í samþykktinni og dæmi um nýleg mál þar sem skipulagsnefnd og/eða skipulagsfulltrúi hefðu getað nýtt sér þær valdheimildir sem nýjar samþykktir veita.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á samþykktum UTU.

 

14. Skipulagsnefnd UTU. Fundargerð 224 fundar.

18. Steinsholt 1C (L231690); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús-geymsla - 2109074

Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Steinholtsbúsins ehf., móttekin 13.09.2021, um byggingarleyfi til að byggja 934 m2 fjárhús/geymslu á landinu Steinsholt 1C L231690 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að umsóknin fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr skipulagslaga nr. 123/210 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar verði málinu vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa berist engar athugasemdir.

 

15. Húsnæðissjálfseignarstofnun

Lagt fram til umsagnar. Umsagnarfrestur er til lok október.

Úr bréfi frá stjórn SÍS:
,,Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandi um hana fyrir lok október."

Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga frá málinu.

 

16. Samlausn Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Ósk um umsögn og athugasemdir á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlum úrgangs á Suðvesturlandi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir um svæðisáætlunina.

 

17. Ungmennaráð. Fundargerð 15. fundar

Lagt fram og kynnt.

 

18. Nefnd oddvita og sveitarstjóra. Fundargerð

Lagt fram og kynnt.

 

19. Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 304. og 305. fundur stjórnar

Lagt fram og kynnt.

 

20. Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerðir 16, 17, 18 og 19 stjórnarfundar

Lagt fram og kynnt.

 

21. Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 200. fundur stjórnar

Lagt fram til kynningar

 

22. Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerðir stjórnar og fundargerð aðalfundar

Lagðar fram og kynntar

 

23. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Breyting á reglugerð um smávirkjanir

Lagt fram til kynningar

 

24. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Tillaga að landbúnaðarstefnu Íslands

Kristján Þór kynnti tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

 

25. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið- Stefna um aðlögun samfélagsins að áhrifum loftslagsbreytinga

Lagt fram til kynningar.
Hvítbók um aðlögun samfélagsins að áhrifum loftslagsbreytinga

 

26. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skýrsla um líffræðilega fjölbreytni

Hvatning til að efla vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt fram til kynningar


Sveitarstjórar og Oddvitar,

Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var að berast meðfylgjandi tækniskýrsla frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi.

Ráðuneytið vonast til þess að sveitarfélög kynni sér efni skýrslunnar og nýti til þess að vinna að eflingu og aukinni vernd líffræðilegrar fjölbreytni í sveitarfélaginu. Ráðuneytið er ávallt reiðubúið til þess að leiðbeina og vinna með sveitarfélögum um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni og annarra náttúruminja. Ykkur og starfsmönnum sveitarfélaganna er velkomið að leita til ráðuneytisins um eftir ítarlegri upplýsingum um efni skýrslunnar og þetta samstarf um líffræðilega fjölbreytni í borgum.

Hér að neðan, í framsendum pósti samningsins, er hlekkur á skýrsluna.

Bestu kveðjur,
Sigurður Á. Þráinsson

 

Lagt fram og kynnt.

 

27. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu

Lagt fram til kynningar og umsagnar

 

Önnur mál

Miðhús landbúnaðarland / Frístundabyggð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði aðalskipulagsbreyting í samræmi við viðkomandi fylgigögn.

Vegamál í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á Vegagerðina að bæta slæmt ástand malarvega í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir gerist afskaplega lítið. Margir vegakaflar eru nánast ókeyrandi. Sumir þurfa ofaníburð en í einhverjum tilfellum dygði að hefla vegina

 

Fundi slitið kl.    Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  20. okt kl. 14.00. í Árnesi.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: