Sveitarstjórn

10. fundur 21. nóvember 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
 • Björgvin Skafti Bjarnason  Einar Bjarnason

             10. fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  miðvikudaginn 21. nóvember 2018  kl. 09:00. 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

 1. Votlendissjóðurinn kynning. Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins mætti til fundar, hann kynnti hlutverk sjóðsins. Verkefni sjóðsins er að minnka losun gróðurhúsategunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Sjóðurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Samkvæmt tillögu ESB skal ná markmiðum um minnkun losunar um 40 % árið 2030. Fram til ársins 2040 er markmið að kolefnisjafna allt Ísland. Áskoranir Votlendissjóðs eru að fá landeigengur í verefnið með sér. Sveitarstjórn sýnir málinu áhuga og samþykkir að stefna að íbúafundi um endurheimt votlendis innan skamms.  
 1. Aðalskipulag. Umfjöllun- Samþykkt til auglýsingar.  Lögð fram lýsing, forsendur og skipulagsupprættir að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Oddviti lagði fram  eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 ásamt umhverfisskýrslu. Tillaga að nýju aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga og síðan verði hún auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, Björgvin Skafti, Einar, Ingvar og Matthías samþykktu.  

Anna Sigríður lagði fram eftirgreinda bókun : Ég samþykki að tillaga að Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 verði send til auglýsingar með þeim fyrirvara að ég tel að ekki eigi að virkja vatnsföll frekar í sveitarfélaginu á því tímabili sem skipulagið nær yfir. Varðandi fyrirhugaða Hvammsvirkjun, komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að virkjunin hefði neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og verulega neikvæð áhrif á landslag. Ég tek undir niðurstöðu Skipulagsstofnunar og tel að umrætt svæði ætti að vera verndað fyrir slíkum áformum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að sveitarfélaginu er skylt að birta niðurstöður rammaáætlunar, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, inni á skipulagi en verð jafnframt að lýsa þessari afstöðu minni til þessara áforma. 

 1. Fossá, kynning og afgreiðsla útboða. Tilboð í veiðirétt í Fossá árin 2019- 2022 að báðum árum meðtöldum, voru opnuð 12. Nóvember sl. Eftirtaldir aðilar lögðu fram tilboð : 

Fish partner ehf, Heildarfjárhæð : 8.520.000 kr 

Jóhann Birgisson og Helgi Guðbrandsson, heildarfjárh : 8.520.000 kr. 

Flyingfish in Iceland -Guðm Ásgeirsson, heildarfjárh : 10.205.000 kr. 

Auk þess fólust í tilboðunum kostun á fiskirækt.  

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Flying fish in Iceland. Sveitarstjóra falið að leggja fram samningsdrög á næsta fundi sveitarstjórnar. 

 1. Íþrótta- og tómstundastyrkur 2019. Sveitarstjórn samþykkir að íþrótta- og tómstundastyrkur árið 2019 verði kr 75.000 á einstakling. Ekki verða gerðar breytingar á skilyrðum fyrir styrkveitingu. Tekið verður tillit til hækkunar í fjárhagsáætlun 2019. 
 1. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2019. Lagt fram til umræðu. Stefnt að því að lækka A flokk fasteignagjalda. Ákvörðun frestað til næsta fundar. 
 1. Útsvarshlutfall 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall ársins 2019 verði 14.48 %. 
 1. Tekjutengdir afslættir fasteignagjalda eldri borgara 2019. Lagt fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 
 1. Vegur að Húsatóftum, erindi frá Aðalsteini Aðalsteinssyni. Lögð fram umsókn frá Aðalsteini Aðalsteinssyni ábúanda á Húsastóftum 2 um aðkomu sveitarfélagsins að lagningu nýs héraðsvegar að bænum Húsatóftum 2. Afgreiðslu málsins, þar með talið lóðarblað er ekki lokið hjá skipulagsnefnd. Máli vísað til Skipulagsnefndar. 
 1. Ástand Skeiðalaug. Grófleg úttekt verkfræðings. Ari Guðmundsson verkfræðingur hefur gróflega skoðað ástand Skeiðalaugar og átt fund með Jes Einari Þorsteinssyni arkitekt sundlaugarinnar ásamt sveitarstjóra. Ari Guðmundsson lagði fram áætlun um kostnað við áætlun um úttekt og framkvæmdir við endurbætur sundlaugarinnar. Áætlaður kostnaður við úttektina er 500-700 þkr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úttektin verði unnin. Gert verði ráð fyrir kostnaðinum á fjárhagsáætlun 2019. 

Fundargerðir:

 1.  Skipulagsnefnd. 166. fundur, 14.11.18. mál nr 18 og 19. þarfnast afgreiðslu.  

Mál nr. 18. Kílhraunsvegur 1. L225907; Breytt notkun lóðar; Aðalskipulagsbreyting- 1811013. Sótt um óverulega breytingu sem felur í sér skv uppdrætti og greinargerð að landnotkun verði breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins og leggur til að óskað verði eftir nánari upplýsingum um málið.

Mál nr. 19. Árhraun lóð 3 L213871 og 3A L216918; Byggingamagn á lóð ;  Fyrirspurn -1811012. Lögð fram fyrirspurn um hvað megi byggja á ofangreindum spildum. Skipualagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að upplýsa fyrirspyrjendur um hvaða kostir séu í boði. 

Sveitartjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar  

 1.  Fundargerð 56. fundar. bs. Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita. Í fundargerðinni er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir Umhverfis – og tæknisvið 2019. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.   
 1.  Fundargerð oddvitanefndar Laugaráshéraðs.  Lögð fram fundargerð oddvitanefndarinnar frá 29.10.2018. Ásamt ársreikningi 2017. Fundargerð staðfest. 
 1. Fundargerð Umhverfisnefndar nr. 2. 05.11.18. Fundargerð lögð fram og staðfest. 
 1. Fundargerð Skólanefnar 2. fundur.Grunnskólamál. 19.11.18. Fundargerð lögð fram og staðfest. Í fundargerð var lagt fram nýtt skipunarbréf skólanefndar. Sveitarstjórn frestar staðfestingu skipunarbréfs. 
 1. Fundargerð Skólanefndar 2. fundur Leikskólamál. 19.11.18. Fundargerð lögð fram og staðfest. Í fundargerð var lagt fram nýtt skipunarbréf skólanefndar. Sveitarstjórn frestar staðfestingu skipunarbréfsins. 

Mál til umsagnar :

 1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, til sveitarstjórna. varðar viðauka við fjárhagsáætlanir. Bréf  undiritað af Eiríki Benónýssyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur fyrir hönd reikningsskila- og upplýsinganefndar. Í bréfinu er lögð áhersla á vinnulag við gerð viðauka við gerð fjárhagsáætlana. Lagt fram og kynnt. 
 1. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögð fram til umsagnar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lagt fram og kynnt. 
 1. Önnur mál löglega fram borin.
  1. Ingvar Hjálmarsson lagði fram eirindi fyrir hönd Leikdeildar Ungmennafélags Gnúpverjahrepps. Þar sem óskað eftir styrk í formi afnota af félagsheimilinu Árnesi og Þjórsárskóla veturinn 2018-2019. Erindi samþykkt samhljóða. 

 

Mál til kynningar :

 1. Afgreiðslur byggingafulltrúa. 18-89.
 2. Fundargerð 271. fundar Sorpstöðvar Suðurlands.
 3. Fundargerð 272. fundar Sorpstöðvar Suðurlands.
 4. B-deildarauglýsing.
 5. Aðalfundarboð Rangárbakka ehf.
 6. Skýrsla BÁ um ástand Þjórsárskóla.
 7. Áfangastaðaáætlun.
 8. Frumvarp 0005. Aðgerðaráætlun húsnæðismál.
 9. Frumvarp 0040. Sjóir og stofnanir.

Fundi slitið kl.12.05. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  5. desember, næstkomandi. Kl. 09.00. 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: