Sveitarstjórn

20. fundur 02. maí 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Anna Maria Flygenring
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Ársreikningur 2018 Seinni umræða

Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2018.

Sveitarstjóri lagði fram ársreikning 2018 til síðari umræðu. Samhliða lögð fram sundurliðunarbók

Helstu niðurstöður ársreiknings eru eftirfarandi.

Rekstrarniðurstaða samstæðu eða A og B hluta er jákvæð um 114,4 milljónir króna. Um talsverðan afkomubata er að ræða frá fyrra ári.

Rekstrareikningur: Heildartekjur A og B hluta  námu 794,5 milljónum króna. Þar af námu skatttekjur 794,5 mkr. Rekstrargjöld fyrir afskriftir námu 646,2 mkr. Þar af laun og launatengd gjöld 273,2 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (framlegð) 148.3 mkr. Fyrir A hluta  133 mkr. Afskriftir námu  25,5 mkr og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 7,9 mkr. Samkvæmt Efnahagsreikningi eru eignir samstæðu metnar á samtals 990,1 mkr. Fastafjármunir  891,7 mkr. Veltufjármunir 98,4 mkr. Langtímaskulir námu 149,8 mkr. Eigið fé  nam 763,2 mkr. Fjárfest var á árinu í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 122,3 mkr. Eiginfjárhlutfall  79,2%. Skuldahlutfall 26,6 %. Skuldaviðmið 4,5%. Veltufé frá rekstri 18,1 %. Eigið fé á íbúa 1.248 þkr. Skuldir á íbúa 327 þkr. Skattekjur á íbúa 1.081 þkr. Fjöldi stöðugilda 28. Sveitarstjóri fór yfir helstu stærðir ársreikningsins. Nokkrar umræður urðu um hann og einstaka málaflokka. Sveitarstjórn fagnar góðri afkomu sveitarfélagsins á árinu 2018. Ársreikningur samþykktur samhljóða og undirritaður af sveitarstjórn í framhaldinu.

2. Aðalskipulag Skeiða og Gnúpverjahrepps Viðbrögð við bréfi skipulagsstofnunar

Sveitarstjórn sendi drög að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2017-2029 til Skipulagsstofnunar 16. janúar sl. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun dags 14. mars sl. þar sem fram koma viðbrögð stofnunarinnar við drögunum. Bréfið er undirritað af Hafdís Hafliðadóttur og Birnu Árnadóttur. Skipulagsstofnun staðfestir að farið hafi verið yfir drög aðalskipulagsins. En með drögunum bárust umsagnir frá nokkrum stofnunum. Skipulagsstofnun bendir á að útskýra þurfi betur eftirtalda kafla í drögum að aðalskipulaginu: Samræmi við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, íbúðabyggð í dreifbýli og þéttbýli, frístundabyggð, heimild til veitinga- og gistiþjónustu í frístundabyggð og í þéttbýli, landbúnaðarsvæði og skógrækt, svæði fyrir verslun og þjónustu, mat á áhrifum stefnu um byggð á vistgerðir og jarðsminjar sem njóta verndar, iðnaðarsvæði, stqakar framkvæmdir í byggð, efnistaka, samgöngur og vegir í náttúru Íslands í byggð og á hálendi, rafveitur, verndarsvæði og minjar í byggð og á hálendi, afþreyingar- og ferðaþjónustusvæði á miðhálendinu, stakar framkvæmdir á miðhálendinu, verslun og þjónusta í þéttbýli og skýringaruppdrætti.

Gísla Gíslasyni skipulagsráðgjafa var falið að semja drög að uppfærslu á greinargerð um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 þar sem fram komi viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Gísli sat ásamt Inigbjörgu Sveinsdóttur frá Eflu vinnufund með sveitarstjórn. 25. mars sl. þar sem lögð voru fram drög að breyttri greinargerð um aðalskipulagið. Drögin lögð fram. Drög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda drögin til Skipulagsstofnunar.

3. Hjálparfossvegur

Nýtt vegstæði að Hjálparfossi;Tilkynning til ákvörðunar um matskyldu-flokkur C

Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram tilkynningu til Skeiða- og Gnúpverjahrepps um matskyldu í flokki C, í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Framkvæmdin er talin falla undir tl. 10.10 og 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, svokallaðan C-flokk, og sé því tilkynningarskyld til sveitarfélagsins til ákvörðunar um matsskyldu. Jafnframt er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og færslu vegarins.

Lýsing framkvæmdar:

Í tengslum við framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar (Búrfellsvirkjun II) þurfti hluti efnisflutninga að fara eftir núverandi Hjálparvegi (frá Þjórsárdalsvegi að Hjálparfossi). Eftir að framkvæmdum við virkjunina lauk var ljóst að vegurinn þurfti endurbóta við og eftir samkomulag við sveitarfélagið Skeiða og Gnúpverjahrepp var ákveðið að ráðast í endurbætur á veginum og gera hann jafnframt í leiðinni að heilsársvegi eða vegi samkvæmt vegflokki C7 (tengivegur) í flokkun Vegagerðarinnar. Tillaga að nýrri veglínu gerir ráð fyrir lágmarks umhverfisraski á svæðinu þar sem forðast er að fara yfir gróðurbelti og gervigíga eins og kostur er. Núverandi vegur verður að lokum jafnaður út og svæðið lagað til eftir framkvæmdir. Aðgengi að Hjálparfossi verður tryggt á framkvæmdatíma og umferð veitt um hjáleið. Leyfi Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna liggur nú þegar fyrir, frá desember 2018. Leyfi liggur fyrir frá Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendna. Samráð hefur verið haft við Minjastofnun og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Og verður náið samráð haft við Minjavörð Suðurlands á framkvæmdatíma.

Bókun:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  telur að Landsvirkjun hafi með tilkynningu um matskyldu í fl. C, og þeirri greinargerð sem fylgdi með, gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmdaþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Þó að um uppbyggðan veg sé að ræða þá muni sjónræn áhrif verða hverfandi þegar fram líða stundir. Færsla vegarins er talin vera óveruleg. Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er framkvæmdin ekki talin af þeirra stærðargráðu að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum  Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdina samhljóða.


 

4. Færsla brúar við Sultartanga

Tilkynning til ákvörðunar um matskyldu-flokkur C

Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram tilkynningu til Skeiða- og Gnúpverjahrepps um matskyldu í flokki C, í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Framkvæmdin er talin falla undir tl. 10.10 og 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, svokallaðan C-flokk, og sé því tilkynningarskyld til sveitarfélagsins til ákvörðunar um matsskyldu.

Jafnframt er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og færslu vegar auk byggingu brúar.

Lýsing verkefnis:

Við reglulegt eftirlit með frárennslisskurði Sultartangastöðvar hefur komið í ljós hrun úr hraunlagi á bökkum skurðarins og skemmdir á steypu á afmörkuðu svæði rétt ofan við núverandi brú, undir brúnni og nokkur hundruð metra niður fyrir hana. Alvarlegustu skemmdirnar eru taldar vera undir brúnni, einkum að norðanverðu (á eystri bakka). Hægt er að styrkja bakkana með bergboltum, víkka skurðinn staðbundið og hreinsa laust grjót úr skurðbotni. Ekki er mögulegt að beita þeirri aðferð á kaflanum við sjálft brúarstæðið.
Vegna þessa hefur verið til athugunar að byggja nýja brú um 95 metrum ofar í skurðinum og tengja þá brú með samtals um 1 km löngum vegi, sambærilegum og núverandi vegi (veggerð C7). Við það skapast aðstæður til að gera við framangreindar skemmdir og hreinsa skurðinn af grjóti og möl án þess að stöðva þurfi rennsli í skurðinum og rekstur Sultartangastöðvar, sem annars þyrfti og tryggja jafnframt öryggi brúarinnar til lengri tíma litið.
Tilgangur og markmið framkvæmdarinnar er að færa núverandi brústæði yfir Sultartangaskurð, byggja nýja brú og leggja nýjar vegtengingar svo hægt sé að gera nauðsynlegar viðgerðir á bökkum
Sultartangaskurðar og um leið að tryggja öryggi brúarinnar yfir skurðinn til lengri tíma.  Fyrir liggur að Landsvirkjun hefur haft samráð við Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Fiskistofu, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðina. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar frá desember 2018, auk leyfis frá Forsætisráðuneyti. Þá hefur verið haft samráð við Skipulagsstofnun vegna hugsanlegrar matsskyldu. Náið samráð verður haft við Minjavörð Suðurlands á framkvæmdatíma.

Bókun:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að Landsvirkjun hafi með tilkynningu um matskyldu í fl. C, og þeirri greinargerð sem fylgdi með, gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmdaþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ljóst er að nauðsynlegt er vegna skemmda í núverandi brú og frárennslisskurði að fara í ofangreindar framkvæmdir, þ.e. færslu á vegi og byggingu nýrrar brúar.

Það er mat skipulagsnefndar/ sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að færsla vegarins og bygging brúar sé talin vera óveruleg og verður nýtt vegstæði fært inn á aðalskipulagsuppdrátt í endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun.

Að mati Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er framkvæmdin ekki talin af þeirra stærðargráðu að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdina samhljóða.

5. 04. Fundur Skólanefndar Grunnskólamál 15.04.2019

Fundargerð frá 15. apríl 2019 lögð fram og staðfest.
 

6. 04. Fundur Skólanefndar Leikskólamál 15.04.2019

Fundargerð frá 15. apríl 2019 lögð fram. Óskað er eftir að skýrar verði bókað við liði nr. 7 í fundargerð. Bréf til nýrra foreldra.


 

7. Fundargerð oddvitanefndar 10. apríl 2019

Lögð fram fundargerð oddvtianefndar uppsveita Árnessýslu frá 10.04.2019 ásamt ársreikningi nefndarinnar 2018. Lið nr. 2 í fundargerð varðar fjármal og tillögu um útgreiðslu  til aðildarsveitarfélaga úr sjóði Laugaráslæknishéraðs.


Liður 2. Oddvitanefnd leggur til við sveitarstjórnir að greiddar verði út 30 mkr úr sjóði læknishéraðsins til aðildarsveitarfélaganna í samræmi við skiptingu efnahagsreiknings. Hlutur Skeiða- og Gnúpverjahrepps er 24,9 % eða  7.470.000 kr. 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti  tillögu oddvitanefndarinnar. Tekið verður tillit til innkomu fjármunanna í viðauka við fjárhagsáætlun.

8. Brautarholt deiliskipulagsbreyting Apríl 2019

Lögð fram og kynnt tilkynning frá Skipulagsfulltrúa um gildistöku breytingar á deiliskipulagi í Brautarholtshverfi. Dagsett 10. apríl sl.

9. Svæðisskipulag hálendis tilnefning fulltrúa

Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra SASS, þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa og eins til vara í nefnd um svæðisskipulag suðurhálendisins.

Samþykkt samhljóða að tilnefna Björgvin Skafta Bjarnason og Ingvar Hjálmarsson sem aðalfulltrúa og Önnu Sigríði Valdimardóttur til vara.

10. Umhverfisnefnd fundargerð (athugasemdir við friðlýsingu)

Lögð fram og kynnt fundargerð frá Umhverfisnefnd dagsett 8. apríl sl. Í fundargerðinni er lögð áhersla á að Gjánni í Þjórsárrdal verði lokað sem fyrst til að draga úr frekari gróðurskemmdum.  Auk þess er fjallað um mörk friðlýsingarsvæðis. Talsverðar umræður urðu um efni fundargerðarinnar. Einkum lokun Gjárinnar. Anna María Flygenring fulltrúi Grósku lagði mikla áherslu á að lokun Gjárinnar yrði framkvæmd sem allra fyrst. Samþykkt að vísa frekari umræðum til fundar í friðslýsingarteymi um Þjórsárdal. Fundargerð staðfest.

11. Afréttarmálanefnd fundargerð 04.03.2019

Fundargerð Afréttarmálanefndar frá 4. mars sl. lögð fram og staðfest

12. Afréttarmálanefnd fundargerð 16.04.2019

Lögð fram og staðfest fundargerð Afréttarmálafélags frá 16. apríl sl. Efni fundarins var girðingamál í Þjórsárdal og nágrenni og samstarf við Skógrækt og Landsvirkjun hvað það varðar.

13. Samningur við Landbótafélag- þarfnast staðfestingar

Samningur milli Landbótafélags Gnúpverja og sveitarfélagsins undirritaður og Hrönn Jónsdóttur fyrir hönd Landbótafélagsins og Kristófer Tómassyni fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samningurinn nær til ársins 2024. Samningur staðfestur.

14. Lög um opinber innkaup

Lögð fram og kynnt lög um opinber innkaup.

15. SASS fundargerð 545 til kynningar

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

 

 

Fundi slitið kl. 10:40.    Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn   15 maí nk. kl  09.00. í Árnesi.

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                        Ingvar Hjálmarsson                                                                         

 ________________________                    _______________________

 Matthías Bjarnason                                                  Anna María Flygenring

 

Gögn og fylgiskjöl: