Sveitarstjórn

30. fundur 16. október 2019 kl. 08:30
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
  • Anna María Gunnþórsdóttir er sat fundinn í fjarveru Önnu Sigríðar Valdimarsdóttur
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Árnesi, 16. október, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201909-0033

Fundargerð:  

30. sveitarstjórnarfundur

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Búsetuúrræði fyrir fatlaðan einstakling. Lagt var fram minnisblað unnið af Áslaugu Árnadóttur um búseturétt fólks með langvarandi stuðningsþarfir og skyldur sveitarfélaga.  Sveitarstjórn leggur til að nokkrir möguleikar vegna málsins verði skoðaðir til hlítar. Ákvörðun verði tekin á næsta fundi sveitarstjórnar.

2. Jafnlaunavottun. Rætt um möguleika á samstarfi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu auk Flóahrepps um vinnufyrirkomulag við að fá jafnlaunavottun, ásamt verkáætlun. Lögð fram verkefnalýsing og samantekt um undirbúning undir jafnlaunavottun umræddra sveitarfélaga. Leitað hefur verið til Strategíu ráðgjafar. Reiknað er með að verkefnið taki um þrjá mánuði. Hugmyndir hafa komið fram um að ráðinn verði verkefnisstjóri er haldi utan um verkefnið. Verkefnahópar verði auk þess starfandi í hverju sveitarfélagi fyrir sig er aðstoði við verkþætti á borð við öflun gagna, og flokkun starfa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfi með áðurnefndum sveitarfélögum um verkefnið.

3. Árhraun fyrirspurn um byggingaleyfi. Lagt fram bréf frá Brynju Haraldsdóttur og Sigurði Agli Sigurðssyni. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til landnýtingar lóða úr jörðinni Árhraun. Þar er átt við Skógrækt, útivistarsvæði, beitiland, frístundabyggðar, ferðaþjónustu og byggingu íbúðarhúss til fastrar búsetu. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og samþykkir að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum um áform þeirra. 

4. Gatnagerðargjöld bréf til lóðarhafa. Sveitarstjóri lagði fram drög að bréfum til lóðarhafa í þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu, varðandi álagningu gatnagerðargjalda. Er um framhald að ræða frá 28. fundi sveitarstjórnar. Um tvær útgáfur að bréfum er að ræða. Annars vegar til handhafa lóðarleigusamninga sem undirritaðir voru 2004 eftir gildistöku gjaldskrár. Hins vegar bréf til þeirra sem undirrituðu lóðarleigusamninga fyrir umrædda gildistöku. Fyrir liggur álit frá Lögmönnum Suðurlandi þess efnis að handhöfum lóðarleigusamninga sem gerðir voru fyrir gildistöku gjaldskrár gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu beri ekki lagaleg skylda til að greiða gatnagerðargjöld verði þau lögð á. Samþykkt er engu að síður að mælast til þess að handhafar lóðarleigusamninga sem gerðir voru fyrir gildistöku gjaldskrá greiði gatnagerðargjöld samkvæmt gjaldskrá. Hins vegar beri, samkvæmt álitinu, handhöfum lóðarleigusamninga sem gerðir voru eftir gildistöku gjaldskrárinnar að greiða þau gatnagerðargjöld sem lögð verða á í samræmi við skilmála tilheyrandi lóðarleigusamninga.  Drög að bréfum samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda bréfin til hlutaðeigandi aðila. Sveitarstjóra heimilað að veita greiðslufresti á gatnagerðargjöldunum.

5. Tré lífsins ehf  - Minningagarðar. Lagt fram bréf frá samtökunum tré lífsins, undirritað af Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur. Erindi bréfsins er að leita eftir áhuga sveitarfélagsins á svonefndum minnigargörðum fyrir ösku látins fólks og möguleika á aðstöðu fyrir slíkan garði. Sveitarstjórn hafnar erindinu að svo stöddu.

6. Fundargerð oddvitanefndar 11.09.2019. Lögð fram fundargerð frá fundi oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs frá 11. september 2019. Á fundinum var fjallað um undirbúning sameiginlegrar atvinnustefnu uppsveita Árnessýslu, samhlíða vinnu við sóknaráætlun SASS. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að unnin verði sameiginleg atvinnustefna í uppsveitum.

Auk þess var óskað eftir styrk til söguskilta í Laugarási kr. 500.000. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að styrkurinn verði veittur.

7. Vatnsmál í uppsveitum. Lögð fram fundargerð frá 20. September um mögulega sameiginlega vatnsveitu í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Leitað er eftir afstöðu hvers sveitarfélagsins til þátttöku í verkefninu. Á fundinum var auk þess lagt til að stofnaður verði starfshópur um verkefnið og jafnframt óskað eftir tilnefningu 2-3 fulltrúa frá hverju sveitarfélagi í starfshópinn. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Kristófer Tómasson sveitarstjóra og Bjarna Jónsson forstöðumann þjónustustöðvar í starfshópinn.

8. Samningur um fornleifaskráningu okt 2019. Undirritaður samningur lagður fram og staðfestur.

9. Bergrisinn fundarboð- kjör fulltrúa. Lagt fram boð um aðalfund Bergrisans byggðasamlag um málefni fatlaðra ásamt dagskrá, 23. október kl 14.30. Samkvæmt samþykktum samlagsins á Skeiða- og Gnúpverjahreppur rétt á setu þriggja fulltrúa á aðalfundinum. Eftirtaldir voru kjörnir fulltrúar á aðalfundinn: Björgvin Skafti Bjarnason, Matthías Bjarnason og Anna Sigríður Valdimarsdóttir. Til vara Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson og Anna Kr Ásmundsdóttir.

Mál lögð fram til kynningar:

10. Skipulagsnefnd 184. fundur. 25.09.19. Ekki voru tekin fyrir mál frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

11. Fundargerð NOS 08.10.2019

12. Skóla- og velfþj Fundargerð 25.09.19

13. Skóla- og velfþj Fundargerð fundar 09.10.2019

14. 17. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagins Brunabótafélag Íslands

15. Fundargerð 284. stjórnarfundar SOS 04.09.2019

16. Fundargerð 285. stjórnarfundar SOS 02.10.2019

17. Heilbr. nefnd 199.fundur

18. Fundur um framtíð Árnes

19. Umsögn Samband svf

20. Uppl um framlög til stjórnmálaflokka

21. Tónlistarskóli Árnesinga

22. Alþingi frv. rannsóknir á þunglyndi eldri borgara

23. Alþingi frumvarp, breytingar á VSK

24. Alþingi frumvarp um br. lög um verslun með áfengi og tóbak

25. Alþingi, frumvarp. Búsetuöryggi á dvalar- og hjkrúnarheimilum

26. Alþingi, frumvarp  um br á skráningu einstaklinga

27. Alþingi, frumvarp um orlofshúsnæði örorkulíferyisþega

28. Alþingi, frumvarp um uppbyggingu háhraðanets

29. Lögreglan - varúð við tölvupóstsvindli

Fundi slitið kl. 10:20   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 6. nóvember, kl  08.30. í Árnesi.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: