Öldungaráð Uppsveita og Flóa

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

4. fundur 02. apríl 2025 kl. 14:00 - 15:50 Flúðir
Nefndarmenn
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir fulltrúi Grímsnes-og Grafningshreppi
  • Þröstur Jónsson fulltrúi Hrunamannahreppi varaformaður
  • Stefanía Hákonardóttir fulltrúi Bláskógabyggðar
  • Halla Kjartansdóttir fulltrúi Flóahrepps
  • Lilja Össurardóttir fulltrúi Skeiða-og Gnúpverjahreppi
  • Guðrún Alfreðsdóttir fulltrúi félags eldri borgara í Hrunamannahreppi
  • Elinborg Sigurðardóttir fulltrúi félagi eldri borgara í Bláskógabyggð
  • Anný Ingimarsdóttir fulltrúi Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings
Starfsmenn
  • Anný Ingimarsdóttir fulltrúi Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings
Fundargerð ritaði: Anný Ingimarsdóttir

4. fundur Öldungaráðs Uppsveita og Flóa kjörtímabilið 2022-2026
Haldinn á Hótel Hill á Flúðum 2. apríl 2025 kl. 14:00

Mættir eru:
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, fulltrúi Grímsnes-og Grafningshreppi, formaður
Þröstur Jónsson fulltrúi Hrunamannahreppi, varaformaður
Stefanía Hákonardóttir, fulltrúi Bláskógabyggðar
Halla Kjartansdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Lilja Össurardóttir, fulltrúi Skeiða-og Gnúpverjahreppi
Guðrún Alfreðsdóttir, fulltrúi félags eldri borgara í Hrunamannahreppi
Elinborg Sigurðardóttir, fulltrúi félagi eldri borgara í Bláskógabyggð
Anný Ingimarsdóttir, fulltrúi Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings, starfsmaður ráðsins
Ásta Oddleifsdóttir, fulltrúi heilsugæslunnar í Laugarási boðaði forföll,
fulltrúi félags eldri borgara í Skeiða-og Gnúpverjahreppi mætti ekki.

Formaður, Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, setti fundinn og óskaði eftir að Anný Ingimarsdóttir,
ritaði fundargerð og var það samþykkt.

1. Dagdvöl fyrir aldraða – hver er staðan
AI upplýsti að sveitarfélög uppsveita fengu utanaðkomandi aðila, Sólrúnu Erlu Gunnarsdóttur,
félagsráðgjafa og eiganda heimasíðurnar „aldur er bara tala“, til að kortleggja stöðuna. Hún er
byrjuð á greiningarvinnu og komin með góðar upplýsingar sem munu koma að góðu gagni við
vinnslu umsóknarinnar. Málið fór aðeins í biðstöðu þar sem ráðuneytið gat ekki svarað fyrr en
fyrir stuttu hvernig skiptingin á milli ráðuneyta yrði. Nú er komið í ljós að umsýsla almennra
dagdvalarrýma fer í gegnum félags-og húsnæðismálaráðuneytið en var áður hjá
heilbrigðisráðuneytinu verið er að skoða hvaða áhrif þetta getur haft t.d. í sambandi við
kostnaðarþátttöku sveitarfélaga og einnig hvaða gögn þurfa að liggja fyrir til ráðuneytis vegna
umsóknarinnar.
Bókun:
Öldungaráð fagnar því að þessi vinna sé komin af stað. Ráðið skorar á sveitarfélögin að finna
húsnæði sem fyrst, til að tryggja að opnun dagdvalar dragist ekki á langinn vegna
húsnæðisleysis. Ráðið telur mikilvægt að húsnæðið sem þjónusta á þessa starfsemi sé staðsett
miðsvæðis. Í því sambandi vill ráðið benda á að þegar heilsugæslan flytur úr húsnæðinu í
Laugarási, hvort möguleiki sé á að nýta þá aðstöðu fyrir dagdvöl.

2. Virkni og vellíðan eldra fólks á svæðinu
Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru megin áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á efri
árum. HappApp er smáforrit sem stuðlar að andlegri heilsu og hamingju. Hægt er að sækja
appið hér: https://www.happapp.is/#/login. Rætt var um ýmsar vefsíður sem hægt er að kynna
sér ýmis ráð sem tengjast heilsu og vellíðan s.s. heilsuveru og island.is. ES benti á netfund
sem haldin er í samvinnu við Landssamband eldri borgara (LEB) á teams 11. apríl nk. um
svefnlyf og notkun þeirra, en rannsóknir hafa sýnt að svefnlyf er ekki langtíma lausn við
svefnleysi, nánari upplýsinga um þessa rannsókn og fleirra sem tengist svefni má finna á
vefsíðunni www.sofduvel.is.

3. Fréttir úr sveitarfélögunum
a. SKO fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps sagði frá þeirri vinnu sem hefur verið í
gangi við að stofna félag eldri borgara í sveitarfélaginu. Stofnfundur verður haldinn á
næstu vikum.
b. ES, fulltrúi eldri borgara í Bláskógabyggð, sagði frá ýmsum fyrirlestrum sem U3A
(Háskóli þriðja æviskeiðsins) heldur. Hún sagði að hún hafi m.a. sýnt þessa fyrirlestra
á opnu húsi hjá þeim í aðstöðunni í Bergholti. Rætt var um að auka samstarfið með því
að bjóða öðrum félögum eldri borgara á svæðinu að koma og hlusta á þessa fyrirlestra
saman. Þá sagði ES frá vel heppnaðri árshátíð sem haldin var í Árnesi síðasta föstudag.
Þar komu félög eldri borgara í uppsveitum saman á sameiginlega árshátíð. Þau
byrjuðu á þessu fyrir nokkrum árum, árið 2024 var hún haldin í Aratungu, núna var
hún í Árnesi og árið 2026 verður hún á Flúðum. Um 120 manns mættu í ár.
c. HK, fulltrúi Flóahrepps, talaði um að ekki væri félag fyrir eldri borgara í Flóanum, en
það væri hugmynd að stofna slíkt félag. Hún sagði að haldið hefði verið þorrablót fyrir
60+ og var góð þátttaka, eða um 65 einstaklingar.

4. Önnur mál
a) ES þakkaði félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir að hafa boðið
öðrum eldriborgara félögum á svæðinu til fræðslufundar með Alzheimer-samtökunum.
Einnig voru svipaðir fundir haldnir á Selfossi og Hellu. Fundarmenn sem tóku þátt á
þessum fundum voru sammála um að þeir hefðu verið bæði fræðandi og gagnlegir.
b. Rætt var um hvernig ná mætti til eldri borgara með erlendan uppruna, þar sem þessi
hópur er ekki mjög sýnilegur og ekki er vitað hversu stór hann er. Farið var í
hugmyndir um að starfsmenn hjá sveitarfélögunum geta sent upplýsingar um viðburði
og aðra þjónustu til þessara hópa. Einnig var rætt um að fulltrúar eldri borgara gætu
farið í heimsóknir til að kynna starfsemina og viðburði sem í boði eru.
c. AI hvatti fundarmenn til að senda henni eða formanni SKO ráðsins erindi sem þeir
vildu að yrði tekið fyrir. AI minnti fundarmenn á að öldungaráðið sé formlegur
vettvangur fyrir samráð milli aldraðra, félagasamtaka þeirra, heilsugæslu,
félagsþjónustu og sveitarstjórna um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan
sveitarfélaganna
d. Næsti fundur er áætlaður 15. október kl. 14:30 í Þingborg

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 15:50

Elinborg Sigurðardóttir
Guðrún Alfreðsdóttir
Halla Kjartansdóttir
Lilja Össurardóttir
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir
Stefanía Hákonardóttir
Þröstur Jónsson
Anný Ingimarsdótti