Skaftholtsréttir 2020 - Nýjar upplýsingar vegna COVID-19

Skaftholtsréttir
Skaftholtsréttir

Hámarksfjöldi í réttum verður 200 manns, einstaklingar fæddir 2005 og yngri eru undanskilin þeim fjölda en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Nöfn þeirra sem mæta í réttir fyrir hvern bæ, bæði fullorðna og börn, þarf að senda á arnorhans @gmail.com fyrir miðvikudaginn 9.september. 

Aðeins þeir sem eru á listanum fá að koma inn á réttarsvæðið. Skilgreint réttarsvæði er innan girðingar sem er í kringum réttirnar sjálfar sem og safngerði Gnúpverja.

Heimilt verður fyrir þá sem aka sínu fé heim að koma með bílstjóra að auki og er honum ekki heimilt að fara út úr farartækinu sem notað er til flutningsins fjárins heim úr réttinni.

Þeir fjáreigendur sem reka fé sitt heim meiga fá auka mannskap að réttum en þeim er ekki leyfilegt að koma inn á réttarsvæðið.

Hér fyrir neðan er leyfilegur fjöldi frá hverjum bæ.

Ásar 4

Brúnir  4         

Búrfell 6         

Eystra Geldingarholt  23       

Fossnes  3         

Gunnbjarnarholt  7         

Háholt 33       

Hlíð     3         

Hæll 1  15       

Hæll 2  5         

Hæll 3  6         

Laxárdalur 1   3         

Laxárdalur 2   3         

Minni Mástunga   9         

Sandlækjarkot 8         

Skaftholt         6         

Skarð   5         

Steinsholt 1     3         

Steinsholt 2     3         

Stóri Núpur     6         

Stöðulfell        6         

Vestra Geldingarholt  6         

Þrándarholt    10        

 

 Minnum á að  einstaklingar fæddir 2005 og yngri megi vera í umsjón forráða manna sem leyfi hafa til að mæta í réttina. Nöfn þeirra verða einnig á nafnalistanum í hliðinu.

Austurleitarar stoppa með sitt safn í safngerði við réttirnar en koma ekki inn á réttarsvæðið. Við sjáum um að draga fé sem tilheyrir þeim og rekum það svo inn í safngerðið til þeirra.

Sveitarfélagið lætur í té hreinsiefni, handsápur spritt, grímur, hanska sem og þann búnað sem þarf að vera til staðar bæði í fjallferð og réttum.

Með þessum útfærslum á smalamennsku og réttum ásamt því að fylgja leiðbeiningum sem gefnar voru út af Embætti landlæknis, Landsamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra teljum við að hægt verði að halda smithættu í algjöru lágmarki.

Afréttarmálanefnd Gnúpverja