AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Ásahreppur, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur.

Aðalskipulagsmál Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

  1. Krókur L170822 - Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi – Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Króks L170822 . Innan lýsingar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að reisa 3,9 MW gufuaflsvirkjun. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði 3 borholur ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna.

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Krókur L170822 - Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi – Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4.nóvember að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Króks L170822 . Innan lýsingar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að reisa 3,9 MW gufuaflsvirkjun. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði 3 borholur ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna.

  1. Brúarhlöð L166757 – Móttaka ferðamanna – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. nóvember að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í landi Brúarhlaða. Í skipulagslýsingu felst lýsing deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á innviðum ferðamannaaðstöðu á svæðinu.

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Miðmundarholt 1-6 – Breytt notkun lóða - Deiliskipulagsbreyting 

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. nóvember breytingu á deiliskipulag fyrir Miðmundarholt 1-6 í Ásahreppi. Greinargerð skipulagsins hefur verið uppfærð í takt við athugasemdir sem bárust. Breytingar sem gerðar voru á skipulaginu koma fram í lið 3.2 innan greinargerðar deiliskipulags. Samhliða er unnið að gildistöku aðalskipulagsbreytingar innan svæðisins þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði.

  1. Vatnsholt 1, L166395 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember deiliskipulag sem tekur til jarðarinnar Vatnsholts 1.  Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, útihús, skemmu og gestahús á tveimur spildum. Markmið skipulagsins er að styrkja búsetu og styðja við minniháttar atvinnureksturs og áhugabúskap.

  1. Hæll 3 Ljóskolluholt, L166571 og Hæll 3 Norðlingaflöt, L229847 – Deiliskipulag Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember deiliskipulag fyrir Hæl 3 Ljóskolluholt og Hæl 3 Norðlingaflöt.           Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining bæjarstæðis og byggingarheimilda að Ljóskolluholti auk skilgreiningar á svæði fyrir þrjú frístundahús að Norðlingaflöt.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.asahreppur.is/, https://www.floahreppur.is/, https://www.gogg.is, https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/  

Skipulagslýsingar eru í kynningu frá 18.11.2020 til og með 9.12.2020 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 9.12.2020

Deiliskipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafresti frá 18.11.2020 til og með 31.12.2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 31.12.2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU