Gjaldskrá Fjarskiptafélags Skleiða- og Gnúpverjahrepps

Gjaldskrá Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf.

  1. Almennt

Verðskrá þessi gildir fyrir starfssvæði Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf.

Virðisaukaskattur samkvæmt gildandi reglum um virðisaukaskatt bætist við gjöld skv. gjaldskrá þessari miðað við gildandi reglur á hverjum tíma.

  1. Áskriftargjald

Mánaðarleg áskriftargjald er 3.300 kr. m. vsk.  (Greiðist af fjarskiptafélögum sem tengjast ljósleiðara Fjarskiptafélagsins)

  1. Gjöld fyrir breytingar

Ef færa þarf heimtaug notanda í kerfismiðjum Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf. frá einu porti yfir í annað, t.d. frá fjarskiptabúnaði fjarskiptafélags yfir í fjarskiptabúnað annars fjarskiptafélags, þá er innheimt breytingargjald að fjárhæð 12.097 kr. auk vsk. (15.000 kr. m. vsk), og greiðist það gjald af notanda þjónustunnar.

  1. Tengigjald nýrra notenda

Dreifbýli: Fyrir hverja nýja tengingu í dreifbýli greiðist stofngjald 362.904 kr., auk vsk. (450.000 kr. m. vsk), fyrir allt að 300 metrum frá stofnstreng að tengistað. Greiða skal kostnaðarverð við að tengja ljósleiðara frá stofnstreng að tengistöð umfram 300 metra.

Heimilt er að jafna út kostnaði í sumarhúsahverfum þannig að hver tengistaður greiði sama gjald óháð raunkostnaði.

Þéttbýli: Fyrir hverja nýja tengingu í þéttbýli greiðist stofngjald 201.613 kr., auk vsk. (250.000 kr. m. vsk).

  1. Leiga á ljósþráðum innan kerfisins

Fjarskiptafélögum stendur til boða að leigja ljósþræði til annarra nota en tengingu endanotenda. Vegalengdir miðast við loftlínu á milli staða og miðast gjalddata við hvern hafinn kílómeter. Miðað er við að ekki þurfi að gera breytingu á streng. Ef gera þarf breytingar þá bætist við tíma- og tækjakostnaður í samræmi við umfang breytinga. Að öðru leyti er ekkert stofn- eða upphafsgjald vegna leigu. Við leiguverðið bætist við virðisaukaskattur.

Leigugjald fyrir ljósleiðaraþræði í streng er eftirfarandi:

Fjöldi þráða

Kr/km á mánuði

1

5.400 kr.

2

6.750 kr.

3

8.100 kr.

4

9.720 kr.

 

  1. Aðstöðuleiga í tækjarými í Árnesi og Brautarholti

Fjarskiptafélögum sem nýta sér aðgangskerfi Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps stendur til boða að leigja aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað sinn í tækjarýmum félagsins í Árnesi og Brautarholti. Miðast gjaldtakan við heilan eða hálfan skáp. Verðin eru verðtryggð m.v. byggingarvísitölu, október 2013, 118,7 stig. Við leiguverðið bætist við virðisaukaskattur.

Skáparými

Verð á mánuði

1 Skápur

11.291 kr.

1/2 skápur

6.210 kr.

Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps getur útvegað aðgang að 230V rafmagni og greiðir leigjandi fyrir það sem næst raunnotkun á rafmagni.

  1. Önnur ákvæði

Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf. leggur ljósleiðara að tengistað en útvegar ekki endabúnað til notkunar.
Ekki er gert ráð fyrir að farið verði í tengingar í sumarhúsahverfum nema 60% þátttaka náist í hverfinu.
Stofngjald verður innheimt þegar framkvæmdir hefjast. Sé þess óskað er heimilt að dreifa greiðslu stofngjalds niður á 6 mánuði.
Gjaldskrá tekur verðlagsbreytingum 1. janúar ár hvert skv. ákvörðun stjórnar Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf.

 

Gjaldskrá þessi var samþykkt af stjórn Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf. 2. september 2021 og kynnt Fjarskiptastofu þann 2. september 2021. Kemur þessi gjaldskrá í stað gjaldskrár sem gilti frá 1. júlí 2021 og tekur þegar gildi.