Markmið Leikholts

Markmið Leikholts eru:

  • Að öllum börnum og starfsfólki líði vel í leikskólanum og að hér ríki gleði, vinsemd og virðing.
  • Hver einstaklingur er einstakur og á að fá að njóta sín á eigin forsendum.
  • Að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna.

Barnahópnum er skipt í 3 deildir: Heklu, Vörðufell og Hestfjall. Hekla er deild fyrir yngstu börnin, Hestfjall er miðju deildin með börnum frá 2 ára til 4 ára og Vörðufell er fyrir elstu börnin frá 4 ára til 6 ára.

Grunnþættir menntunar

Sú menntastefna sem birt er í Aðalnámskrá leikskóla (2011) er reist á sex grunnþáttum menntunar og er byggð á grundvelli laga um leik-, grunn- og framhaldskóla. Grunnþættinir eru: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þessir þættir eru ávallt hafðir í huga þegar vinna á að áætlanagerð um starf leikskólans.

Efniviður

Leikholt hefur í gegnum tíðina eignast mikið af góðum og örvandi efnivið til leikja, ýmist opinn eða lokaðan efnivið og einnig notum við verðlausan efnivið til bæði leikja og sköpunar. Til efniviðar má til dæmis nefna einingakubbanumicon kubba og alls konar búninga leikföng til hlutverkjaleikja. Við erum með aðgang að listasmiðju (Listaholt) sem hefur alls konar pappír, liti, málningu og óteljandi magn af verðlausum efnivið til sköpunar. Í leikskólanum er hægt að finna alls konar bækur eins og sögubækur, fræðibækur, myndabækur o.s.frv. ásamt mikið magn af spilum til örvunar á mismunandi hátt.