Sveitarstjórn

7. fundur 05. október 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Haraldur Þór Jónsson

Sveitarstjóri setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sveitarstjóri óskaði eftir að bæta tveimur málum á dagskrá fundarins, lyfjaafgreiðslu í Laugarási og kauptilboð í Bugðugerði 5b. Var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum og verða málin nr. 26 og 27

1. Skýrslugjöf sveitarstjóra á 7. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Hittingur Eldri borgara félaga í uppsveitunum á Hótel Geysi.

NOS fundur - Framtíð skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings.

Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps - verkefni framundan.

Fundur með stjórn félags eldri borgara í SKOGN.

Landsþing Sambands sveitarfélaga á Akureyri.

Íbúafundur.

Fundur NOS og starfsmanna SVÁ.

Fundur með Magnúsi Orra varðandi uppbyggingu íbúða í Árnesi.

 

2. Heimsókn Verkefnisstjóra innleiðingar farsældar barna

Kristín Arna Hauksdóttir kemur frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og kynnir verklag sem liggur fyrir að verði innleitt með nýrri löggjöf, farsældarlögin.

Sveitarstjórn þakkar Kristínu Örnu fyrir góða kynningu.

 

3. Ósk um lengri ráðningu

Núverandi ráðning leikskólastjóra í Leikholti var tímabundin til loka febrúar.  Leikskólastjóri lýsir ánægju sinni með starfið og starfsumhverfið og óskar eftir framlengingu á tímabundnum ráðningarsamningi sínum. 

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með störf leikskólastjóra og samþykkir með 5 atkvæðum að framlengja tímabundna ráðningu til 1. ágúst 2024.

 

4. Skipan í nefndir

Skipa þarf aftur í Loftslags- og umhverfisnefnd og Atvinnu- og samgöngunefnd þar sem búið er að breyta nefndunum úr 3 manna nefndum í 5 manna nefndir.  Sveitarstjórn skipar:

 

Loftslags- og umhverfisnefnd

Aðalmenn

Varamenn

Vilmundur Jónsson

Haraldur Ívar Guðmundsson

Gunnhildur Valgeirsdóttir

Birna Þorsteinsdóttir

Ísak Jökulsson

Bjarki Þór Þorsteinsson

Hannes Ólafur Gestsson

Karen Kristjana Ernstsdóttir

Sigþrúður Jónsdóttir

Gerður Stefánsdóttir

   

Atvinnu- og samgöngunefnd

Aðalmenn

Varamenn

Árni Már Einarsson

Kristín Eva Einarsdóttir

Bjarki Þór Þorsteinsson

Ísak Jökulsson

Gunnhildur Valgeirsdóttir

Sigurður Unnar Sigurðsson

Atli Eggertsson

Karen Kristjana Ernstsdóttir

Axel Á. Njarðvík

Gerður Stefánsdóttir


 

5. Jafnlaunavottun - ytri úttekt

Sveitarstjóri leggur fram skýrslu frá BSI á Íslandi vegna ytri úttektar á jafnlaunavottun  sveitarfélagsins skv ÍST 85:2012 sem framkvæmd var 23. september 2022. Farið var yfir niðurstöður skýrslunnar og rýni stjórnenda.  Markmiðum fyrir árið var náð. Enginn óútskýrður launamunur kom fram og heildarfrávik voru 1,2% körlum í hag og fylgni milli launa og starfaflokkunar R2 98,8%. Við rýni stjórnenda voru samþykkt markmið fyrir árið 2023 og stefnt að því að óútskýrður launamunur verði enginn, heildarfrávik ekki meira en 3% og fylgni (R2) verði ekki lægri en 95%.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með góða niðurstöðu ytri úttektar.

 

6. Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfis Áshildarvegi

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – H Frístundahús

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II – H Frístundahús.

 

7. Erindi frá UNICEF

Lagt fram erindi frá UNICEF á Íslandi er varðar stofnun og vinnu ungmennaráðs.  Í skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur verið starfandi ungmennaráð og hvetur UNICEF á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahrepp að efla starf ungmennaráðsins í samræmi við ráð ungmenna til ráðamanna sem ungmenni settu fram í vinnustofum vorið 2022.

 

8. Gögn fyrir auka stofnfund Arnardrangs

Lagðar fram tillögur fyrir aukafund stofnenda Arnardrangs hses. hinn 7.10.2022 ásamt samþykktum Arnardrangs hses.

Sveitarstjórn samþykktir með 5 atkvæðum framlagðar tillögur og staðfestir kjör stjórnar Arnardrangs hses.  Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinn.

 

9. Fundargerð skólanefndar

Fundargerð skólanefndar lögð fram.  Tekin var fyrir 7 tl. vegna ráðningar verkefnisstjóra skólaþings.  Einnig tekinn fyrir 8 tl. fundargerðar þar sem lagðar eru fram verklagsreglur um tvöfalda skólavist.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.  Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að ráða Ingvar Sigurgeirsson til að stýra skólaþinginu. Sveitarstjóri skal leggja fram kostnaðaráætlun við skólaþing fyrir næsta sveitarstjórnarfund.  Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum verklagsreglur um tvöfalda skólavist.

 

10. Fundargerð NOS

Lögð var fram fundargerð NOS, stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs frá 21. september 2022. Í fundargerðinni leggur stjórn NOS til við bæjar- og sveitarstjórnir aðildarfélaganna að á næsta fundi þeirra verði samþykkt að starfsemi byggðasamlagsins  „Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.“ (SVÁ) verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið.  Einnig er óskað eftir samþykki bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og kostnaður greiðist af SVÁ í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins. Tillagan hefur verið kynnt fyrir skólanefnd.

Umræða varð um málið. Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að skoða framtíð byggðasamlagsins og var í tilefni af því m.a. gerð úttekt á starfseminni og lágu niðurstöður fyrir í lok síðasta árs.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu stjórnar NOS um að starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og að kostnaður vegna þessa greiðist í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins.

Í ljósi framangreinds samþykkir sveitarstjórn að skoða samstarf sveitarfélaganna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps á sviði skóla- og velferðarþjónustu. Löng hefð er fyrir samstarfi þessara sveitarfélaga í þessum málaflokkum. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

11. Áskorun FA, Húsó g LEB á sveitarstjórnir

Lögð fram til kynningar sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssamband eldri borgara á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að hækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

Sveitarstjórn skoðar álagningarforsendur í tengslum við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023.  

 

12. Hvatning til aðildarsveitarfélaga Samtaka Orkusveitarfélaga

Lagt fram erindi frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga um vinnu starfshóps sem umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra hefur skipað til að móta tillögur um fyrirkomulag vindorkunýtingar. 

Umræða í sveitarstjórn um erindið.  Búið er að vísa málinu til umfjöllunar í loftslags- og umhverfisnefnd og atvinnu- og samgöngunefnd og mun sveitarstjórn fjalla um málið að lokinni umfjöllun í nefndum.

 

13. Bæjarás - Veiðihús í Laxárdal

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting - 2206010

Lögð er fram uppfærð tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjaráss veiðihúss L233313 í Laxárdal við Stóru-Laxá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags- og skipulagsuppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum viðkomandi tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjarás, veiðihús í Laxárdal til kynningar í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.  Uppfærð gögn voru lögð fram við afgreiðslu málsins.

 

14. Fundargerð Skipulagsnefndar - 246.fundur

21.  

Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting - 2005080

 

Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði F27 á Flötum, í landi Réttarholts, eftir auglýsingu. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða innan þess. Staðsetning á leik- og opnu svæði er breytt og gönguleið skilgreind. Skilmálar skipulagsins eru uppfærðir í heild sinni eftir breytingu þar sem m.a. er skilgreint nýtingarhlutfall lóða og byggingarheimildir. Umsagnir og athugasemdir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum uppdrætti.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem framundan er endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Árnes í heild.

 

   

22. 

 

Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags - 2104081

 

Lögð er fram tillaga er varðar breytingu og samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti úr landi Réttarholts. Markmiðið er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu en kemur nú aftur fyrir nefndina þar sem meira en ár er liðið síðan athugasemdafrest við tillöguna lauk.

 

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

 

15. Ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands

Lögð fram ályktun frá stjórn Skógræktarfélags Íslands

 

16. Fundargerð Byggðasafns Árnesinga

Fundargerð 2. fundar stjórnar lögð fram til kynningar.

 

17. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu

Fundargerð 3. fundar stjórnar lögð fram til kynningar.

 

18. Fundargerð Seyrustjórnar

Fundargerð 5. fundar lögð fram til kynningar.

 

19. Fundargerð fræðslu- og sveitarstjóra

Fundargerð 20. samráðsfundar lögð fram til kynningar.

 

20. Fundargerðir stjórnar Bergrisans

Fundargerðir 43. og 44 fundar stjórnar lagðar fram til kynningar.

 

21. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

Fundargerðir 312. og 313 fundar lagðar fram til kynningar.

 

22. Fundargerð stjórnar Héraðssafns Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

23. Fundargerð stjórnar Þjóðveldisbæjar

Fundargerð 2. fundar stjórnar lögð fram til kynningar.  Rætt um framtíðarskipulag á rekstri þjóðveldisbæjarins.

 

24. Fundargerð Almannavarnarnefndar

Fundargerð 1. fundar stjórnar lögð fram til kynningar.

 

25. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð 221. Fundar lögð fram til kynningar.

 

26. Lyfjaafgreiðsla í Laugarási

Fyrir liggur að Lyfja ehf hefur áform um að breyta fyrirkomulagi lyfjaafgreiðslu í Laugarási og leitar nú eftir samningi við HSU um að lyfjaafgreiðsla færist inn á heilsugæsluna og í hendur starfsfólks þar. Með þessu breytta fyrirkomulagi er hætt við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, t.d. hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheimsókn.

Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum vegna umræddrar þjónustuskerðingar og hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási. Um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa alls svæðisins, sem sækja þjónustu heilsugæslu í Laugarási.

 

27. Kauptilboð í Bugðugerði 5b

Þrjú tilboð hafa borist í Bugðugerði 5b frá því að íbúðin var sett á sölu.  Sveitarstjóri hefur hafnað tveimur tilboðum sem ekki voru nægjanlega há í samræmi við umræðu um ásættanlegt verð í sveitarstjórn.  Sveitarstjóri hefur samþykkt tilboð að upphæð 26,5 miljónir með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.  Búið er að aflétta fyrirvara um fjármögnun og leggur sveitarstjóri til að sveitarstjórn samþykki tilboðið.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum kauptilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning um eignina. Andvirði eignarinnar verði varið til hækkunar á handbæru fé.

 

Fundi slitið kl. 12:45.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. október nk, kl  09.00. í Árnesi.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: