Sveitarstjórn

21. fundur 17. maí 2023 kl. 09:00 - 12:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Gunnar Örn Marteinsson
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 17. maí 2023

Raðnúmer fundar í WorkPoint skjalakerfi F202305-001

Mætt til fundar:

Haraldur Þór Jónsson oddviti, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Gunnar Örn Marteinsson, Karen Óskarsdóttir og Vilborg Ástráðsdóttir.

Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundinn.

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Skýrsla sveitarstjóra á 20. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta sveitarstjórnarfundi:

Fundir með ráðherrum og ráðuneytum vegna orkumála.

Íbúafundur sem var haldinn 3. maí.

Deiliskipulagsvinna í Árnesi

Hvammsvirkjun greinagerð.

Skeiðalaug - framkvæmdir.

Orkufundur 2023.

Kynningarfundur SVÁ.

Vinnuskólinn í sumar.

Skólamálin.

Kerfisáætlun Landsnets fundur.

Verndaráætlun Þjórsárdalsins.

Úrskurðir forsætisráðuneytisins.

Áhættumat v/Þjórsá.

 

2. Sumaropnun á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Síðustu ár hefur skrifstofa sveitarfélagsins verið lokuð þrjár vikur í júlí. Sveitarstjóri leggur til að lokað verði fyrstu þrjár vikurnar í júlí, frá og með mánudeginum 3. júlí til og með föstudagsins 21. júlí.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum sumarlokun skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá og með mánudeginum 3. júlí til og með föstudagsins 21. júlí.

 

3. Umsókn um atvinnulóð - Holtstagl 5

Umsókn hefur borist frá Selásbyggingum ehf um atvinnulóð að Holtstagli 5 í Brautarholti. Lóðin er 1.009 fm og er ætlunin að koma þar upp atvinnuhúsnæði fyrir starfssemi Selásbygginga ehf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni Holtstagl 5 til Selásbygginga ehf í samræmi við 9. gr. reglna um úthlutun lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

4. Ágangur Sauðfjár

Sveitarstjórn hefur borist erindi um hvernig sveitarstjórn hyggst bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um rétt jarðareigenda gagnvart ágangi sauðfjár annarra og hvort jarðareigendur geti treyst því að ágangsfé verði smalað að hálfu sveitarfélagsins á kostnað eigenda fjárins. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis ásamt minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjárs.

Mismunandi skoðanir hafa komið fram um túlkun á áliti umboðsmanns Alþingis og mikilvægt er að rétt sé staðið að málum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytið að vinna álit um málið og leggja fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn hvetur landeigendur og búfjáreigendur til að huga sameiginlega að þessum málum.

 

5. Áskorun Veiðifélags Þjórsár til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Lagt fram erindi frá Veiðifélagi Þjórsár, sem hefur með fyrra erindi sínu 27. mars sl. vakið athygli sveitarstjórnar á að við útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna byggingar Hvammsvirkjunar í Þjórsá þurfi að liggja skýrt fyrir að öll gögn séu í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Meðfylgjandi fylgir samantekt veiðifélagsins um atriði sem veiðifélagið telur ábótavant við undirbúning Hvammsvirkjunar. Veiðifélag Þjórsár telur að atriði sem snúa að lífríki Þjórsár séu í miklu uppnámi verið gefið út framkvæmdaleyfi byggt á þeim gögnum sem nú eru fyrirliggjandi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Veiðifélagi Þjórsár fyrir ábendingarnar og hefur þær til hliðsjónar í þeirri vinnu sem er í gangi vegna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar.

Karen Óskarsdóttir tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem Veiðifélag Þjórsár bendir á vegna Hvammsvirkjunar á lífríki Þjórsár.

 

6. Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

Lagt fram Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042, greinargerð. Einnig fylgirit Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042. Forsendur og umhverfismatsskýrsla ásamt Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042. Landslagsgreining og mat á verndargildi, allt dagsett 05.05.2023. Tillagan og fylgigögn hafa verið kynnt fyrir almenningi og hagaðilum og send til umsagnaraðila. Svæðisskipulagsnefnd hefur yfirfarið umsagnir sbr. fundargerð 24. fundar svæðisskipulagsnefndar. Fyrir yfirstandandi fundi liggur uppfærð tillaga með fylgigögnum að lokinni kynningu og lagfæringum í samræmi við samantekt umsagna og tillögur um viðbrögð við þeim sbr. fundargerð 24. fundar svæðisskipulagsnefndar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum, með vísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, svæðiskipulagstillöguna með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið í kjölfar kynningar hennar.

 

7. Þjónustusamningar verktaka

Sveitarstjóri leggur til það verklag að gerður verði þjónustusamningur við alla verktaka sem vinni fyrir sveitarfélagið. Með því móti verði tryggt gagnsæi í kostnaði við þá verktaka sem sveitarfélagið notast við ásamt því að í samningunum verði skilgreind þjónusta og forgangur á þjónustu í þeim tilfellum sem þörf er á.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram drög að verklagsreglum um þjónustusamninga við verktaka.

 

8. Frístundastrætó í uppsveitum - Erindi frá íþróttafélögum

Lögð fram áskorun frá íþróttafélögum Uppsveitanna þar sem skorað er á sveitarstjórnir í Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi að koma af stað verkefni í samstarfi við íþróttafélögin með frístundastrætó til að auðvelda krökkum að stunda sína íþrótt sama hvar hún er stunduð í Uppsveitunum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar í oddvitanefnd Uppsveitanna.

 

9. Bréf frá Vinum Íslenskrar náttúru um skipulag skógræktar

Lagt fram til kynningar bréf frá Vinum íslenskrar náttúru um skipulag skógræktar sem var sent til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps deilir áhyggjum Vina íslenskrar náttúru um skipulag skógræktar og telur að marka þurfi skýra stefnu í þeim málum.

 

10. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu til allra sveitarstjórna á Íslandi þar sem fjallað er um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) skal fylgjast með fjármálum sveitarfélaga. Nefndin hefur sett sér starfsáætlun fyrir árið 2023 þar sem koma fram helstu áhersluatriði nefndarinnar fyrir árið.

 

11. Skýrsla Umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytisins um Vindorkumál

Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um Vindorkumál sem er í samráðsgátt stjórnvalda. Einnig lögð fram til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrsluna.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn sveitastjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Vindorkuskýrslunnar og felur sveitarstjóra að leggja inn umsögnina í samráðsgátt stjórnvalda.

 

12. Fundargerðir skipulagsnefndar nr. 259 og 260.

Fundargerð skipulagsnefndar nr. 259

Brautarholt Leikskóli L189662; Framkvæmdarleyfi - 2304036

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar á nýrri vinnsluholu í

grennd við eldri holu við Brautarholt, Skeiðum. Nýja vinnsluholan er staðsett við

norðausturenda núverandi dæluhúss og skýlis. Er áætlað að nýja holan nái niður á

að minnsta kosti 120 m dýpi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

 

  1. Vallarbraut 11A-11C L; Framkvæmdarleyfi - 2304035

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna framkvæmdaleyfis

vegna gatnagerðar við nýja götu, Vallarbraut í Brautarholti. Um er að ræða nýja

götu í hverfinu Brautarholt fyrir 19 íbúðahús. Í framkvæmdinni felst lagning nýrrar

götu, auk tilheyrandi lagna, s.s. fyrir hita, vatn, rafmagn, síma og ljósleiðara.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir Brautarholt.

 

Fundargerð skipulagsnefndar nr. 260

Álfsstaðir II (L215788); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - 2211050

Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir

hönd Sigmundar Þorsteinssonar og Vigdísar H. Sigurðardóttur, móttekin

20.11.2022, um byggingarleyfi fyrir 92,2 m2 íbúðarhús á jörðinni Álfsstaðir II

L215788 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umsóknin byggir á heimildum

deiliskipulags sem er í auglýsingu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

  1. Þjórsárdalur 178332 L178332; Fyrirspurn - 2305014

Lögð er fram fyrirspurn vegna stöðuleyfis sem tekur til miðasöluskúrs við

Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu stöðuleyfis á tímabilinu 20. maí - 15. október 2023.

 

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu

gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting - 2301064

Lögð er fram skipulagstillaga sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og

Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Hádegishóll). Með

breytingunni verður sett inn 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir

fasta búsetu, gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með

breytingunni er að efla atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

  1. Hlíð 1 Laufvallargil L220188; Tvö frístundahús og aukahús; Deiliskipulag -

2303077

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar Laufvallargils

L220188. Innan skipulagsmarka eru afmarkaðar tvær lóðir og einn byggingareitur

á hvorri lóð. Fjarlægð byggingareitanna frá lóðamörkum er hvergi minni en 10.0 m.

Á hvorri lóð er heimilt að byggja eitt frístundahús allt að 120 m² að stærð á einni

eða tveimur hæðum. Mænishæð er mest 6.0 m, mælt frá gólfplötu. Einnig eru

tvö aukahús, gestahús, geymsla eða baðhús. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0.03.

Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna. Lóðin er staðsett innan

landbúnaðarlands samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

13. Boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands

Lagt fram boð til ársfundar Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 25. maí frá kl. 11.30 til 13.00 á Grand hótel. Sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til að skrá sig á fundinn sem er einnig hægt að fylgjast með í streymi.

 

14. Fundargerð menningar- & æskulýðsnefndar

Fundargerð 4. fundar menningar- & æskulýðsnefndar lögð fram til kynningar.

 

15. Fundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) 11. maí 2023

Fundargerð SVÁ frá 11. maí 2023 lögð fram til kynningar.

 

16. Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga nr. 61, nr. 62 og nr. 63 lagðar fram til kynningar ásamt ársreikningi Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2022.

 

17. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 925 lögð fram til kynningar.

 

18. Fundargerð Tónlistarskóla Árnessýslu

Fundargerð Tónlistarskóla Árnessýslu nr. 205 frá 29. mars 2023 lögð fram til kynningar.

19. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá vorfundi 2023 ásamt bæklingi um starfsemi og hlutverks Héraðsskjalasafna og minnisblaði um rekstur og húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga.

20. Fundargerð stjórnar SASS

Fundargerð stjórnar SASS nr. 595 lögð fram til kynningar.

21. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands nr. 227 lögð fram til kynningar.