Sveitarstjórn

17. fundur 15. mars 2023 kl. 09:00 - 11:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Leitað var frábrigða. Óskaði oddviti eftir því að bæta við frestuðu máli frá síðasta fundi sveitarstjórnar er varðar fundargerð skipulagsnefndar nr. 255, Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018. Var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum og verður erindið dagskrárliður nr. 8 á fundinum. Færast aðrir fundarliðir neðar sem því nemur.

 

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Skýrsla sveitarstjóra á 17. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Fundir með þingmönnum.
Endurskoðun KPMG.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.
Framkvæmdir í Skeiðalaug.
Starfsnefnd Orkusveitarfélaga.
Fundur með Samorku.
Uppbygging á grænmetisframleiðslu til útflutnings.
Uppbygging á kornrækt.
Kynningarfundur samtaka orkusveitarfélaga.
Vinnustofa samtaka orkusveitarfélaga.
Fundur með forstjóra Rarik.
Fundur með forstjóra Landsnets.
Ársfundur Landsvirkjunar.
Fundur með innviðaráðherra.
Húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins.
Áætluð fræðsluferð um vindorku til Noregs.
Viðtal sveitarstjóra á Sprengisandi.
Íbúafundur um uppbyggingu í Árnesi.
Stjórnunar- og verndaráætlun Þjórsárdals.
Bókanir annarra sveitarfélaga um orkumál.
Fundur með oddvita Húnabyggðar.
Endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs.

 

  1. Breytingar á samþykktum Bergrisans – síðari umræða

Endurskoðaðar samþykktir Bergrisans lagðar fram til síðari umræðu fyrir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða m.a. breytingar á félagsþjónustusvæðum, umboð til skipulags og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og fullnaðarafgreiðslu mála í málaflokknum, breytingu á stjórnkerfi byggðasamlagsins, umboð til fagteymis til fullnaðarákvarðana, umboð stjórnar til skuldbindinga, ákvæði um úrsögn eða slit byggðasamlagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum endurskoðaðar samþykktir Bergrisans.

  1. Reglugerð um afnot af eignum sveitarfélagsins

Lagðar fram nýjar reglur um afnot af eignum sveitarfélagsins þar sem skýrðar eru heimildir um afnot á bílum og húsnæði sveitarfélagsins.

Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum nýjar reglur um afnot af eignum sveitarfélagsins.

  1. Ungmennaþing

Óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið standi fyrir ungmennaþingi, þar sem farið verður yfir heimsmarkmiðin og innleiðing þeirra skoðuð með augum ungmenna í sveitarfélaginu. Einnig verði lögð fyrir ungmennaþingið nýtt skipulag í Árnesi, ný skólastefna kynnt og kosið verði í ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að sveitarfélagið standi fyrir ungmennaþingi og skipar Hrönn Jónsdóttur og Magneu Guðmundsdóttur sem verkefnastjóra til að undirbúa þingið.

  1. Umsögn um rekstrarleyfi gistiheimili Blesastöðum 1

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II.

  1. Umsögn v. rekstrarleyfis Vorsabæ 1A

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-G Íbúðir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II.

  1. Fundargerðir og gögn Skóla-og velferðarþjónustu

Fundargerðir Skóla- og velferðarþjónustu lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 255. fundar skipulagsnefndar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita (UTUFjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulags- breyting - 2207018

Lögð fram tillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 eftir kynningu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Að auki er bætt við skálum í greinargerð aðalskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu en heimilt verði að viðhalda núverandi mannvirkjum. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Verið er að setja ramma utan um mannvirki á hverju svæði fyrir sig og uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fjallaskála í Flóa- og Skeiðamannaafrétt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Efnistökusvæði í Tjarnarveri verði áfram innan tillögunnar en komi til efnistöku verði leitað heimildar UST vegna hennar. Varðandi eldri miðstöðvar gangnamanna sem nú verða skilgreindar sem ný AF-svæði, telur sveitarstjórn ekki þörf á að skilgreina vegsamband að þeim svæðum þar sem slíkt samband er ekki til staðar. Svæði þessi eru aðgengileg ríðandi og gangandi umferð. Sveitarstjórn telur að tekið hafi verið tillit til umsagna sem bárust vegna tillögunnar með fullnægjandi hætti að öðru leyti innan framlagðra gagna og samantektar á umsögnum og viðbrögðum sem lögð er fram við afgreiðslu málsins.

 

  1. Fundargerð 256. fundar skipulagsnefndar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita (UTU)

Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039

Lögð er fram tillaga deiliskipulag sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205037

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205036

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202086

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202085

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

  1. Fundargerð 5. fundar skólanefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð 3. fundar Menningar- og æskulýsðnefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerðir 2., 3., 4. og 5. fundar Loftslags-og Umhverfisnefndar

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  1. Fundargerðir starfsnefndar Samtaka Orkusveitarfélaga.

Fundargerðir starfsnefndar lagðar fram til kynningar.

  1. Fundargerð 57. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

  1. Bréf til sveitarstjórnar

Bréf frá Kristínu Ásu Guðmundsdóttur lagt fram tilkynningar. Kristín Ása hefur óskað eftir að koma á fund sveitarstjórnar og kynna erindið.

Sveitarstjóra falið að boða Kristínu Ásu á næsta fund sveitarstjórnar.

  1. Yfirlýsing félagasamtaka á sviði útivistar vegna svæðisskipulags Suðurhálendis

Yfirlýsing lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð 225. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 10.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 5. apríl, kl 09.00. í Árnesi.