Sveitarstjórn

16. fundur 01. mars 2023 kl. 09:00 - 12:30 Árnes
Nefndarmenn
 • Haraldur Þór Jónsson
 • Bjarni Hlynur Ásbjörnssn
 • Vilborg Ástráðsdóttir
 • Karen Óskarsdóttir
 • Gunnar Örn Marteinsson
Starfsmenn
 • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Leitað var frábrigða. Óskaði oddviti eftir því að bæta við samkomulagi um úrgöngu Hveragerðis og sveitarfélagsins Ölfus úr Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og fundargerðir NOS Var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum og verður erindið dagskrárliður nr. 3 á fundinum. Færast aðrir fundarliðir neðar sem því nemur.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 1. Skýrsla sveitarstjóra á 16. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu fjórum vikum:

Samtöl við ráðherra og þingmenn.

Fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikur.

Íbúafundur Hvammsvirkjunar.

Stjórnarfundur Samtaka Orkusveitarfélaga.

Fréttatilkynning Samtaka Orkusveitarfélaga.

Skóla- og Velferðarþjónusta Árnesþings.

Verndarskýrsla Þjórsárdalsins í kynningu.

Málefni dagþjónustu í Uppsveitunum.

Stýrihópur skólaþings.

Ráðning skrifstofustjóra UTU.

Oddvitafundur - samstarf sveitarfélaga í uppsveitunum.

Fundur með forstjóra Landsvirkjunar.

Lóðaleigusamningur Rauðukamba í Þjórsárdal.

Íbúafundur um þróun byggðar í Árnesi.

Fundur með Rauðukömbum.

Vikurnámur í Búrfelli.

Kynningarfundur sveitarfélaga í Samtökum Orkusveitarfélaga.

 

 1. Nefnd oddvita og sveitarstjóra. Samkomulag um úrgöngu og fundargerðir

Samkomulag um úrgöngu Hveragerðisbæjar og sveitarfélagsins Ölfus úr Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings bs. lagt fram til samþykktar. sbr. 1. málslið fundar nefndar oddvita og sveitarstjóra, NOS, frá 16. febrúar sl.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um úrgöngu Hveragerðisbæjar og sveitarfélagsins Ölfus úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundargerðir Nefndar oddvita og sveitarstjóra (NOS) frá 16. febrúar og 14. febrúar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

 

 1. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.

 2. a) Skipun í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
  Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skipar eftirtalda aðila, með fimm atkvæðum, í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu bs til loka kjörtímabilsins 2022-2026:

Aðalmaður: Haraldur Þór Jónsson

Varamaður: Bjarni H. Ásbjörnsson

Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. lagt fram til kynningar.


 1. b) Skipun í fagnefnd Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
  Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skipar eftirtalda aðila, með fimm atkvæðum í fagnefnd Skóla- og velferðarþjónustu bs til loka kjörtímabilsins 2022-2026.

Aðalmaður: Andrea Sif Snæbjörnsdóttir

Varamaður: Gunnhildur Valgeirsdóttir

Erindisbréf fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. lagt fram til kynningar.


 1. c) Boðun á aukafund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Lagt fram fundarboð á aukafund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs sem haldinn verður 1. mars nk. kl 13.

Sveitarstjórn skipar Bjarna H. Ásbjörnsson til að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.


 1. d) Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs - fyrri umræða
  Nýr félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Skeiða- og Gúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi félagssamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. til síðari umræðu.

 

 1. Hópur um verndun Þjórsár

Gerður Stefánsdóttir, Kjartan Ágústsson og Sigþrúður Jónsdóttir koma fram með erindi fyrir hönd hóps um verndun Þjórsár.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhepps þakkar fyrir erindið

 1. Bílar sveitarfélagsins og notkun þeirra.

Leitað hefur verið reglulega til sveitarstjóra um möguleika á að fá lánað/leigðar bifreiðar sveitarfélagsins til bæði félagasamtaka, íþróttafélaga og einstaklinga. Sveitarstjóri óskar eftir umræðu í sveitarstjórn um málið og að reglur verði settar um notkun bifreiða sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að leggja, fyrir sveitarstjórnarfund, drög að reglum um notkun á bifreiðum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

 1. Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun

Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins 2023-2027 sem og drög að uppfærðri jafnlaunastefnu sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun til Velferðar- og jafnréttisnefndar til frekari vinnslu.

 

 1. Gjaldskrá Félagsheimilisins í Brautarholti

Lögð fram gjaldskrá fyrir nýtingu á félagsheimilinu í Brautarholti.

Afgreiðslu frestað.

 

 1. Tilnefning kjörins fulltrúa sem tengilið við innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna.

Samband Íslenskra sveitarfélaga veitir sveitarfélögum bæði aðhald, fræðslu og stuðning í innleiðingu heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna. Í verkefninu eru sveitarfélög með einn starfsmann við innleiðingu og einn kjörinn fulltrúa. Hrönn er starfsmaður sveitarfélagsins í verkefninu og verkefnastjóri um innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Eftir kosningar síðastliðið vor þarf að tilnefna nýjan kjörinn fulltrúa sveitarfélagsins í hópinn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að Karen Óskarsdóttir verði kjörinn fulltrúi sem tengiliður við innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna.

 

 1. Fundargerð stjórnar Bergrisans og auka aðalfundar

Endurskoðaðar samþykktir Bergrisans lagðar fram fyrir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Nú er um að ræða fimm félagsþjónustusvæði í stað þriggja og fela breytingar m.a. í sér skilgreiningu á hlutverki nýs fagteymis og þjónusturáðs. Fundargerðir 51. fundar stjórnar Bergrisans og aukaaðalfundar Bergrisans að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Bergrisans til síðari umræðu.

 

 1. Skólaþjónustu og velferðarnefndar- Fundargerð og gjaldskrá

Tillaga að gjaldskrá Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings lögð fram til samþykkar. Afgreiða þarf sérstaklega liði 3a og 3c. Fundargerð 59. fundar Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3a) Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að fjárhagsaðstoð verði hækkuð í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs (9,3%) frá og með 1. mars 2023. Grunnfjárhæð fyrir einstakling verði 196.740 kr.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagða gjaldskrá Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings vegna fjárhagsaðstoðar.

3b) Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna helgarvistunar hjá stuðningsfjölskyldu í barnavernd og stuðningsfjölskyldu vegna fatlaðra barna.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu þar til stjórn Bergrisans bs hefur fjallað um gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna.

3c) Tillaga að breyttri gjaldskrá heimaþjónustu. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu hækki um 9,3%. Lægra gjald verði 694 kr. á tímann og hærra gjald 984 kr, á tímann.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagða gjaldskrá Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings um heimaþjónustu.

 

 1. Bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps vegna stjórnar reiðhallar

Sveitarstjórnir Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa í sameiningu átt einn stjórnarmann í stjórn reiðhallarinnar á Flúðum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Gunnar Örn Marteinsson í stjórn reiðhallarinnar á Flúðum.

 1. Búrfellslundur - umsagnarbeiðni

Fyrirhugaður Búrfellslundur sem staðsettur er á mörkum Rangárþings Ytra, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps mun hafa gríðarleg neikvæð sjónræn áhrif í öllum þremur sveitarfélögunum.

Lagaleg umgjörð um vindorku á Íslandi hefur ekki verið sett og á meðan svo er telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki tímabært að sveitarfélög afgreiði tillögur til breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna vindorkugarða, sem geta takmarkað möguleika sveitarfélaganna til annarrar atvinnuuppbyggingar.

Í bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 15. febrúar 2023 kemur fram að orkuvinnsla í sveitarfélaginu í óbreyttri mynd þjóni ekki hagsmunum þess.

Til þess að hægt verði að breyta aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaga, vegna frekari orkuvinnslu, þarf að tryggja með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína njóti efnahagslegs ávinnings af hagnýtingu hennar. Það mun styrkja byggð um land allt þar sem orkan verður til.

Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur áhrif af fyrirhuguðum Búrfellslundi verða verulega neikvæð miðað við núverandi lagaumgjörð og að ekki sé hægt að heimila hann í óbreyttri mynd. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hvetur sveitarstjórn Rangárþings Ytra til að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

 

 1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2106076

Á 15. fundi sveitarstjórnar var tekin fyrir 253. fundargerð skipulagsnefndar UTU.
Bókaði skipulagsnefnd ranga bókun við tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til skilgreinar á verslunar- og þjónustusvæði við mynni Þjórsárdals. Innan svæðisins er gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustumiðstöðvar. Var vísað í ranga lagagrein við málsmeðferð. Vísaði sveitarstjórn einnig í ranga lagagrein í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
Er bókun sveitarstjórnar hér með leiðrétt með vísan í rétta ákvæði skipulagslaga.
Leiðrétt bókun sveitarstjórnar er:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Selhöfða í Þjórsárdal verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

 

 1. Fundargerð skipulagsnefndar nr. 255.

 

 1. Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulags- breyting - 2207018

Lögð fram tillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 eftir kynningu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Að auki er bætt við skálum í greinargerð aðalskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu en heimilt verði að viðhalda núverandi mannvirkjum. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Verið er að setja ramma utan um mannvirki á hverju svæði fyrir sig og uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.

 1. Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag - 2302014.

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Minni-Ólafsvalla L166482. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir núverandi byggingum svæðisins auk gistihúsa og hesthúss. Skilgreindir eru byggingarreitir innan skipulagssvæðisins og tilgreindar eru byggingarheimildir innan þeirra. Gert er ráð fyrir uppbyggingu allt að tíu 60 m2 gistihúsa og 220 fm hesthúss.

Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps fellur svo umfangsmikil uppbygging á gistirekstri illa að heimildum aðalskipulags er varðar uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum þar sem tiltekið er að heimilt sé að stunda minniháttar atvinnurekstur á landbúnaðarsvæðum þar sem er föst búseta. Að mati sveitarstjórnar verður meginnotkun viðkomandi lands Minni-Ólafsvalla orðið verslunar- og þjónustutengd starfsemi með heimildum framlagðs deiliskipulags. Telur sveitarstjórn nauðsynlegt að samhliða verði unnið að skilgreiningu verslunar- og þjónustusvæðis um fyrirhugaða starfsemi sem skilgreind er innan reits A1 sem sem gert er ráð fyrir 600 fm uppbyggingu gistingar á 5 ha landi Minni-Ólafsvalla. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.

 1. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðir 55 og 56. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 

 1. Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS)

Fundarboð lagt fram til kynningar.

 

 1. Lánasjóður sveitarfélaga. Bréf til sveitarstjórn

Bréf lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 15. mars, kl 09.00, í Árnesi.